10.10.2010 | 20:31
Berum ríkisstjórnina út á þriðjudaginn.
Vandi Austfirðinga er vandi annarra landsmanna, að landinu er stjórnað af veruleikafirrtu fólki sem heldur að landeyðing sé leiðin til að byggja upp efnahagslíf landsmanna.
Þetta fólk telur sig umkomið með einu pennastriki að afleggja áratuga uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það er tilbúið að greiða 20-30 milljarða í óþarfa vexti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna gjaldeyrisvarasjóð sem á að gera peningamönnum kleyft að flytja krónur sínar úr landi á kostnað þjóðarinnar.
Og sá sem vill þóknast peningamönnum með 20-30 milljarða árlegri gjöf, en telur sig ekki hafa efni á 4,6 milljörðum, hann er ekki andlega hæfur til að stjórna þessu landi.
Landsmenn eiga að gera honum greiða og bera hann út. Sjá svo til þess að hann fái meðferð á viðeigandi stofnun og komin síðan endurhæfður út samfélagið, laus við þá áráttu að rústa líf og samfélagi meðborgara sinna.
Ég er viss um að þjóðin vilji greiða hærri skatta, svona í viðbót 5.000 á ári per haus svo hægt sé að veita þessu villuráfandi fólki bestu fáanlega læknisaðstoð svo það láti ekki lengur stjórnast af siðblindu og siðleysi.
Því hvort sem það er sú gjörð að neita samlöndum sínum um læknishjálp eða neita að aflétta Hrunskuldum fjármálakerfisins af fórnarlömbum Hrunsins þá er það eitthvað sem enginn heilbrigður einstaklingur gerir.
Svo vitnað sé í fræg orð, "Svona gerir maður ekki".
Og þau hafa aldrei verið sannari en nú.
Sýnum því þessu fólki bæði kærleik og miskunn, berum það út svo það sé ekki lengur i aðstöðu að gera öðrum illt.
Tökum okkur svo til og byggjum upp nýtt og betra Ísland.
Kveðja að austan.
Mótmæla niðurskurði harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 148
- Sl. sólarhring: 945
- Sl. viku: 5879
- Frá upphafi: 1399047
Annað
- Innlit í dag: 127
- Innlit sl. viku: 4982
- Gestir í dag: 124
- IP-tölur í dag: 124
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Ómar
Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.10.2010 kl. 20:58
Veruleikafyrring er orðið sem passar Ómar !
Útburðurinn kemur, ef ekki á þriðjudag þá bara næsta þriðjudag, er bara ekki alveg með í "siktinu" hverjir eiga að taka við svona í hvelli, en svo ég vitni bara í sjálfann mig, þau sem munu taka við eftir næsta útburð vita núna að tími orðagjálfurs og "klisju" loforða er útrunninn, þar í liggur vonin.
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 10.10.2010 kl. 21:06
tad a ad skera nidur tessa rikisstjorn
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 21:26
Takk fyrir innlitið félagar.
Kristján, það falla núna flest vötn í Dýrafjörð, stjórnmálaelítan hefur ekki vald héðan af til að hindra almennar skuldaleiðréttingar, og hafi í huga skynsemisorð hennar Dorritar okkar þegar hún benti kurteislega á að þegar um offramboð á húsnæði væri að ræða, þá bæri menn ekki út samlanda sína, eða hvaða tilgangi þjónaði það???
Haldi menn til streitu aðförinni að landsbyggðinni, þá mun Ísland klofna, það er nóg að sitja uppi með Hrunskuldirnar hérna út á landi, kvótann og allt það, en þar með er bikarinn fullur, meira verður ekki bætt á hann.
En hvað gerist nákvæmlega veit enginn.
En falli Útburðurinn, þá er mínu hlutverki lokið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 00:09
Þetta er sko færsla sem kraftur er í!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.10.2010 kl. 00:38
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2010 kl. 01:50
Sammála, bara fara inn og leiða þau út úr húsinu og segja þeim að þau séu rekin. Þau vinna ekki fyrir okkur og því ættum við þá að borga þeim laun?
Stefanía Arna Marinósdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 10:37
En falli Útburðurinn, þá er mínu hlutverki lokið.
HA, HA. Lokið, Ómar?? Engin sjálfvirk skrif??
Elle_, 11.10.2010 kl. 11:47
Lifi Sjálfstæðið Og Lýðræðið.... ég held að sjálfstæðisflokkur hafi eitthvað misskilið sig þegar hann fékk sjálfstæði íslendinga í hendurnar. Um að hann væri sá eini sem ætti að vera konungsborin og fá stærstu sneiðina af kökuni
Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:22
Takk fyrir innlitið stöllur.
Stefanía, málið er nú ekki flóknara en þetta að bjarga þjóðinni. En þjóðin þarf að vilja sína björgun, og mæta, þá víkur þetta lið.
Já Elle, nú fer tími skvaldursins að vera liðinn. Hef ekki nokkra trú á vakningu þeirri sem ég boða, það er á morgun. En rumskið er komið og núna þurfa aðgerðarsinnar að taka við. Það er enginn máttur eftir hjá stjórnvöldum að bera þá út af Austurvelli.
Þar verð ég í anda, en ekki tuðandi á blogginu.
"Einu sinni var Kahn sem fékk heimsókn gamals manns sem spurði Kahninn hvort eitthvað vit væri í að slátra innfæddum og hirða eigur þeirra og geta síðan ekki komið aftur og aftur, eins og forfeður Kahnsins höfðu gert i gegnum aldir, og rænt gulli og silfri og innheimt skatta.
Dauðir menn borga nefnilega ekki skatta eða grafa eftir gulli eða safna auðlegð með framleiðslu og viðskiptum. Dauðir menn eru bara dauðir.
Þar sem Kahinn var ekki geðvillingur og ekki meðlimur í VG, þá sagði hann "Þú segir nokk", það er ekkert vit i þessu. Sko málið er að við höfum aldrei unnið landið áður, og það er einu sinni okkar siður að drepa allt kvikt þegar við rænum og ruplum, en sá siður á líklegast ekki við þar sem allt landið féll.
Svo fyrirskipaði Kahninn mönnum sínum að hætta drápum og í stað þess áttu þeir að skipa innfæddum að fara að vinna og framleiða, svo hægt væri að innheimta af þeim skatt. En láta þá hafa nóg eftir svo framleiðsla gæti dafnað og vaxið og skilað ríkulegum skattgreiðslum í hirslur hirðingjanna."
Svona var upphaf Yuan ættarinnar og hún er kennslubókardæmi sögunnar um að blóðugt arðrán borgar sig ekki. Þess vegna munu erlendir kröfuhafar styðja niðurfærslu skulda því það er forsenda þess að hagkerfið blómstri og þeir fái sem mest af upprunalegum lánum sínum til baka. Þeim er alveg sama um ICESave og erlenda krónuspákaupmenn.
Þess vegna er það bábilja að þeir leggist gegn endurskipulagningu á skuldum heimilanna. Þeir eins og ég þekkja söguna.
Þessi pistill verður skrifaður á morgun Elle, og þar með er hugmyndafræði byltingarinnar komin, hún er sjálf skynsemin holdi klædd.
Það er síðan ekki mín sök þó enginn staldri við og hugsi málið. Aðgerðarsinnarnir ráða því hvaða hugmyndafræði þeir nota.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 14:44
Þetta er mögnuð dæmisaga,og vonandi reka fleiri augun í hana en ég.
Þórarinn Baldursson, 11.10.2010 kl. 18:50
I like it
Steinar Immanúel Sörensson, 11.10.2010 kl. 19:53
mikið rosalega hefurðu rétt fyrir þér hérna, það er vel hægt að halda heilbrigðiskerfinu góðu hérna og án þess að brytja það niður með þvi að sækja það fé sem þarf í vextina sem "þarf" að greiða af hinu og þessu hér, þessu getum við breytt
Steinar Immanúel Sörensson, 11.10.2010 kl. 19:55
Já Steinar, þessu getum við breytt.
Blessaður Þórarinn, gamli maðurinn hét Yelü Chucai og Khaninn var sjálfur Gengis. Sagan er dagsönn þó sögð með mínum orðum. Og um hana ætla ég að blogga á morgun, minn svanasöngur í bili því ég er búinn að draga allt fram, bý að gamla pistli mínum af hverju verðtryggingin er ekki val, og þessi hugsun sem hér kemur fram, dregur fram sameiginlega hagsmuni skuldareiganda og skuldara.
Og pistill minn um geðvillinga síðustu aldar, sem ég skrifaði í morgun er svo lokapistill þríeykisins, hvað er það sem rekur menn áfram sem vilja eyða samfélögum.
Takk fyrir innlitið, mér þótti vænt um það.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.