Er maðurinn viti fjær???

 

Ef maður túlkar orð heilbrigðisráðherra yfir á mannamál, þá er hann að segja þetta:

"Ég skal hlífa Jóni og Gunnu, ef þú bendir á Stjána og Stínu."

 

Svona er vitfirringa tal.

 

Það er engin þörf að skera niður í grunnþjónustu.  Það varð ekkert hrun í síldveiðum eins og 1968, eða vírus gengi yfir landsmenn, eða gífurlegir jarðskjálftar.

Það sem gerðist var að fjármálakerfið hrundi.  Annað var það ekki.

Tekjuöflun þjóðarbúsins er sú sama og áður.

Nema auðmenn og leppar þeirra eru fátækari.

 

Vissulega reyna þeir að koma skuldum sínum á landsmenn, og hafa haft góðan árangur enda eiga þeir stjórnmálamennina.   En verð og gengistrygging eru mannannaverk, þau voru ekki hönnuð til að takast á við stríð auðmanna gegn þjóðinni.

Og menn sem bjuggu til þessi kerfi, þeir geta með einu pennastriki kippt þeim úr sambandi.

Ef flótti króna frá landinu er genginu ofviða, þá skattleggjum við þann flótta.  Auðmenn hafa aldrei rétt til að rústa samfélögum með spákaupmennsku sinni.

Ef lönd ESB hóta okkur þá leitum við annað með afurðir okkar í heimi þar sem skortur er á hráefnum.

 

Það er ekkert sem þvingar okkur til að hlusta á ómenni eins og núverandi heilbrigðisráðherra sem getur ekki á heilum sér tekið nema hann felli fólk til að þóknast húsbændum sínum hjá AGS.  

Þetta er meinloka hjá okkur sjálfum, að trúa að menn í Armani hafi rétt fyrir sér, þegar boðskapur þeirra er Útburður og landeyðing.

 

Ómennin segja að það þurfi að skera niður því við séum svo skuldug.  Þessi sömu menn hafa eytt orku sinni síðastliðin 2 ár til að koma annarra manna skuldum á þjóð sína.  En jafnvel þó við séum skuldug, þá vinnur ekki dautt fólk fyrir skuldum auðmanna.

Ómennið sem vill bjóða þann valkost að annaðhvort drepum við Jón eða Gunnu, eða Stínu eða Stjána, hann áttar sig ekki á grunnheimsku sinni.

Dautt fólk vinnur ekki fyrir auðmenn.

 

Þess vegna er það hámark heimskunnar, hvernig sem á það er litið, að skera niður í heilbrigðiskerfinu um þessar krónur.

Kostnaðurinn er miklu meiri en hinn meinti sparnaður.

Svona tala aðeins menn sem hafa fjarlægst sitt vit, hafa jafnvel týnt því.

Gefum þeim frí svo þeir geta hafi leit af því sem þeir misstu þegar þeir gengu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vald.

 

Látum ekki ómenni stjórna okkur.

Stjórnum okkur sjálf.

 

Útburðurinn við Austurvöll hefst á morgun.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Skoða aðrar niðurskurðarleiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlustaðir þú ekki á manninn?

Hann ætlar að endurskoða tillögur Álfheiðar og Steingríms varðandi niðurskurðinn í samráði við forstöðumenn. Ég held að þú sér ekki alveg á jörðinni maður. Ekki nokkurt vit í því sem þú setur fram annað en að æsa til óeirða og stjórnleysis.

Bjarki (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Bjarki, hvernig vissirðu???

Nú skal ég segja þér dæmisögu.

Það kom maður til læknis, hann var með leiðinda heyofnæmi.

Læknirinn sem var nýbúinn að ljúka námi hjá AGS, hann sagði eins og er að hann kynni að aflima, og náði svo í sög, og byrjaði að sarga í vinstra fót mannsins.  Þegar sjúklingurinn varð vitlaus, hélt borgarafundi og ég veit ekki hvað, þá sá læknirinn að sér.

"Heyrðu" sagði hann, "þú mátt annars alveg ráð þessu, ég get líka sagað hinn fótinn".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 18:45

3 Smámynd: Elle_

Ómar, maðurinn hlýtur að vera viti fjær og það þarf bara lýsingarnar þínar að ofan:

Ómennin segja að það þurfi að skera niður því við séum svo skuldug.  Þessi sömu menn hafa eytt orku sinni síðastliðin 2 ár til að koma annarra manna skuldum á þjóð sína.  En jafnvel þó við séum skuldug, þá vinnur ekki dautt fólk fyrir skuldum auðmanna.

Ómennið sem vill bjóða þann valkost að annaðhvort drepum við Jón eða Gunnu, eða Stínu eða Stjána, hann áttar sig ekki á grunnheimsku sinni.

Elle_, 8.10.2010 kl. 19:39

4 Smámynd: Elle_

Og ekki veit ég hvaðan Bjarki að ofan kemur.  Held hann sé ekki alveg á jörðinni maðurinn.  Held hann sé að æsa til óeirða og stjórnleysis.

Elle_, 8.10.2010 kl. 19:43

5 identicon

Heill og sæll Ómar; sem og þið Elle - og aðrir gestir þínir, Ómar !

Bjarki !

Þú ættir nú; að rolast til, að geta föðurnafns/ eða þá ættarnafns, sé um það að ræða, áður en þú tekur til, að skenza vin minn; hinn Austfirzka öðling, Ómar Geirsson, dreng tetur.

Ef einhver; hér á síðu, hefir lélegt jarðsamband (gul græna vírinn, illa tengd an), mun það vera þú, Bjarki.

Enginn; enginn annar, en sú dauðyfla klíka Jóhönnu og Steingríms, sem hvetur til óeirða og óaldar, hér á landi - hafir þú ekki eftir tekið, Bjarki.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 20:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle og Óskar.

Ekki skamma Bjarka, hann er í áfalli, þeir sem hann trúði á, hafa brugðist, og þá er sendiboðinn skammaður.

En ég skal játa, að ég mætti vera mjúkmálli.  Er það oftast nema þegar mannvonska og landráð eiga í hlut.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 22:19

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mundu að vera sléttmáll í næsta pistli Ómar, sléttmáll.

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 09:22

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvarflar ekki að mér Árni, hvarflar ekki að mér.

Þegar erlend villidýr vega að tilverurétt þjóðar þinnar undir því yfirskyni að efnahagsleg nauðsyn kalli á, þá dugar engin silkitunga.  Það er ekkert mennskt við Útburðinn og eyðilegging heilsugæslunnar er aðeins byrjunin á ferli sem endar með útrýmingu þeirrar velferðar sem við þekkjum í dag.

Ég get ekki að því gert Árni að ég kann að reikna einföldustu dæmi eins og að tveir plúss tveir eru fjórir og að ríki sem borga yfir 60% af tekjum sínum í vexti og afborganir, þau eiga ekkert eftir í annað og grundvöllur nútímaþjóðfélags brestur.

Ég er ekki sú mannleysa að stinga höfðinu í sandinn þegar framtíð barna minna í landi forfeðra þeirra er eyðilögð.  Ég þarf ekki að bíða eftir því að allt komi fram, ég er læs, ég þekki sögu annarra þjóða, og hef vit til að greina einföldustu samsvaranir.

Ég hef bent á í tvö ár hvað muni gerast, og það hefur allt komið fram, hver ein og einasta spá.  Það eina óþekkta er tímalínan því sem betur fer eru líka ferli í gangi sem eru jákvæð, til dæmis andstaðan gegn ICEsave, annars væri allt búið með ríkisfjármálin, sem og hitt, að þrátt fyrir allt þá hafa stjórnvöld líka reynt að verja það kerfi sem við eigum.

En þau starfa með ómennum, og óhjákvæmileg afleiðing stefnu þeirra er sú ómennska sem við blasir í dag.  Útburður, sundraðar fjölskyldur, sjálfsvíg.

Og samt er ennþá til fólk sem horfir á þessa óðu hunda, og segir uss og suss, það þarf að sína þeim virðingu, þeir eru í Armani, og geltið í þeim er stimamjúkt.  En það er ekki útlitið á óðum hund sem skiptir, heldur það að hann er óður og stórhættulegur.

Og þú veist hvað gert er við óða hunda Árni.

Ég nota orð, en vakni þjóðin ekki og verji framtíð barna sinna, þá mun ástandið ekki gera neitt annað en að versna, og þá mun eitthvað hvassara en orð vera notað til að stöðva þá.

Íslendingar geta ekki verðið eina þjóðin í heiminum sem lætur örfáa drullusokka og ómenni rústa lífi sínu og framtíð barna sinna.  Án þess að snúast til varna.

Það verður enginn friður á Íslandi fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er farinn úr landi.  Og þeir ógæfumenn sem framkvæma stefnu hans, þeir ráð því sjálfir hve fyrirlitnir og útskúfaðir þeir verða.  Því lengur sem þeir hanga á völdum í þeim eina tilgangi að láta illt af sér leiða, því verri útreið munu þeir fá.

Það er óhjákvæmilegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband