7.10.2010 | 19:53
Koma svo, verjast.
Þið sátuð með hendur í skauti þegar heiðarlegt fólk á Akureyri mótmælti Útburði og eyðingu byggða þessa lands.
Núna vitið þið hvað það er að vera skorinn niður, að vera borinn út, að vera niðurlægður, fótum troðinn.
Er ekki kominn ástæða til að verja hendur sínar og styðja það fólk sem þrotlaust hefur barist gegn óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá fyrsta degi.
Munum að það er eðli óráða að auka kreppur, draga úr hagvöxt og ræna almenning bæði eignum og velferð.
Trúir einhver ykkar lengur orðum leiðtogans, að leiðin að hinum norræna velferðarkerfi sé vörðuð þjáningum og blóði???
Í öðrum löndum er þessi leið kennd við siðlausan kapítalisma, ránkapítalismann sem þvingaður er upp á fátækar þjóðir í neyð af ríkum löndum Vesturlanda.
Hjá okkur var hún kölluð Norræn velferð.
Látum ekki lengur blekkja okkur, snúumst til varnar.
Verjumst.
Við erum öll á sama bátnum.
Kveðja að austan.
Húsfyllir á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 272
- Sl. sólarhring: 838
- Sl. viku: 6003
- Frá upphafi: 1399171
Annað
- Innlit í dag: 231
- Innlit sl. viku: 5086
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 219
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já berjumst!
Sigurður Haraldsson, 8.10.2010 kl. 00:06
Já við berjumst Sigurður.
Ég veit að ljótt er að segja þetta, og það kætir þig ekki, en hafi þeir þökk sem útveguðu Andstöðunni herforingja með reynslu.
Ég skal djöflast í dag og eitthvað á morgun, lifið Útburðurinn af helgina, þá höldum við áfram, og áfram.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skal ekki ná til að útrýma öllu heilbrigðu mannlífi hér á landi.
Ekki á meðan einhver frjáls maður dregur hér andann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.