Hættið þessu væli.

 

Þið vitið að ykkar vandi er angi af vanda þjóðarinnar.

Þið vitið að sama gjöreyðingarstríð er háð um allt land.

Og þið vitið hvar fólkið sem vinnur markvisst af landeyðingu með óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, dvelur.

Það dvelur í steinhúsi við lítinn völl, kenndan við Austur.

 

Síðasta mánudag mættu 8.000 samlandar ykkar til að bera út Útburðinn.  Dropinn sem fyllti mælinn var sú sorgarfrétt sem barst frá Suðurnesjum, að það ætti að bera út hundruð manna, kvenna og barna, til að friða Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hvar voruð þið á meðan samlandar ykkur mættu niður á Völl?????

Vælandi heima hjá ykkur????

 

Ef svo er þá er ekki nema von að það sé níðst á ykkur, því sá sem ver ekki heimili sitt og fjölskyldu þegar ómenni veitast að þeim, hann mun ætíð verða fórnarlamb, því það liggur í eðli ómenna að leita þangað þar sem varnir eru litlar.

Hættið því þessu væli, og skundið niður á Austurvöll á laugardaginn.

Þá verður Útburðurinn borinn út.

 

Þjóðin sættir sig ekki lengur við fólk sem segir að það sé ekki lengur hægt að vernda og verja fjölskyldur þessa lands fyrir auðræningjum og öðrum rumpurum sem á dyr berja.

Munum að Útburðurinn var tilbúinn að borga bretum 506 milljarða hið minnsta í fjárkúgunina kennda við ICEsave.  

Hann er ekki tilbúinn að leggja til hálfa þá upphæð svo byggð geti haldist á landinu.Þó fellur sú upphæð til á löngum tíma og greiðist þegar aftur kemur jafnvægi á efnahag landsins.

Segir allt sem segja þarf um innræti þessa fólks.

Það er sótsvartara en svartasti kolamoli.

 

Látum ekki bjóða okkur þetta lengur.

Verjumst.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Reyknesingar hóta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar svo þú vitir það þá kom mikið af fólki frá Reykjanesbæ síðastliðið mánudagskvöld og stóð mótmælin með okkur hér í Reykjavík...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.10.2010 kl. 20:45

2 identicon

Hvað veist þú um það hvaðan fólk var í mótmælunum?  

fronverji@hotmail.com (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 20:54

3 identicon

 Snjalli Ómar !

 Stórfundurinn á Reykjanesi. Segi sem kerlingin forðum.: " Þarna hefði ég sko viljað vera DAUÐ fluga á vegg" !!

 Hinsvegar, hvað varðar " Útburðinn", þá hljóta menn að spyrja eftir að hafa hlýtt í kvöld á tilfinningaþrungnar ,sársaukafullar, réttmætar umræður frá Húsavík.

 Ertu einn af síðustu Móhikönum heilbrigðrar skynsemi á Austfjörðum ?

 Einfaldlega spurt, vegna þess að " Útburðurinn" var fyrir rúmu ári endurkosinn til setu á Alþingi Íslendinga - með glæsilegri kosningu - í þínu kjördæmi !

 "Grátið með mér gullnir strengir" orti Davíð forðum ( ekki Oddsson !)

 Gerum meira en að verjast - BERJUMST !

 Kveðja frá Seltjarnarnesi.

 Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:14

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Framherji ef þú ert að spyrja mig þá veit ég það vegna þess að ég á FULLT af skyldfólki í Reykjanesbæ sem kom eingöngu til þess að standa mótmælin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.10.2010 kl. 21:14

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Nei ég vissi það ekki, og það gleður mjög að heyra það.

Fréttin með viðtalinu við sýslufulltrúann í Keflavík varð kveikja þess að ég bloggaði um Útburðinn, og fór í heilaga herferð gegn honum, þvert á fyrirætlun mína um að svæfa þetta blogg í Október nema ef ICEsave landráð kæmi upp.  Á mánudaginn síðasta fékk ég til dæmis yfir 3.000 flettingar á þetta orð, allt bara vegna þess að mér ofbauð sem manneskju fréttirnar um nauðungarsölurnar.

En eins og þetta var glæsilegt, þá gufaði allt upp í vikunni í andófinu, aðeins tugir fylgdu þessu eftir niðri á VElli.  Sem er aftur ástæða þess að ég magna upp óvinafagnaðinn núna í vikunni.  Einhverju hljóta allar þessar IP tölur að skila, til dæmis því að fólk á Reykjanesi hristi hausinn, tauti "bölvaður vitleysingurinn, ég mætti" og ákveði að mæta aftur núna á laugardaginn, og hafi í millitíðinni hringt í Gunnu vinkonu og Jón frænda.

Það er fátt sem við smáfuglarnir getum gert, en þetta er það sem ég geri best.  Stundum á jákvæðum nótunum, stundum hjólandi, allt eftir því sem mér finnst stemmingin vera.

Með öðrum orðum, þó ég hefði vitað af þessum fjölda, þá hefði ég samt bloggað í þessum tón, hann er búinn að vera þema dagsins.  Hann er undanfari beinna árása á Útburðinn og útburðarvæl hans sem síðasta blogg kvöldsins fjallar um.

Af hverju, jú það er eins og það þurfi ennþá stuð á fólk.  Ég til dæmis er það virkur að ég veit hvenær IP tölurnar fljúga upp og hvenær ekki.  Og þegar maður er í stríði, þá þarf maður athygli í þeirri von að maður hafi styrk til að beina henni að réttum aðilum.

Tekst vonandi stundum, en ég reyni allavega mitt besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 21:53

6 identicon

Ótrúlegur bullari.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 22:00

7 identicon

Svo á að eyða lífeyrissjóðunum okkar í að byggja nýtt sjúkrahús í Reykjavík, hverjir eiga að starfa þar?

Ragnar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 22:31

8 Smámynd: Friðrik B

Þvílíkur fáviti hann Ómar

Friðrik B, 7.10.2010 kl. 23:28

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli, það þýðir ekki að skamma mig, þó félagi Steingrímur hafi einn af viti talað um efnahagsmál fyrir kosningarnar 2007 (svo ég vitni í Geir Harde), þá var ég eiginlega komið með uppí kok af bleika litnum, þannig að ég kaus nafna minn í staðinn.

En í vorkosningunum kaus enginn vakandi maður Útburðinn, hann hafði þá þegar lýst yfir stuðningi við illskuplön AGS.  Og eins og þú veist, þá sáum við Steingeitur (ég og Davíð) rautt þegar minnst var á ICEsave og AGS.  En margir mættu sofandi á kjörstað, og því fór sem fór.

Allt til andskotans.

Minnugur þess að engu var logið í aðdraganda kosninganna, að Jóhanna sannarlega lýsti yfir hvað hún ætlaði að gera þjóð sinni, þá get ég ekki að því gert að ég hef blendnar tilfinningar til Þingeyinga og annarra sem fengu það sem þeir kusu.  Þeir eru líka ofsalega montnir af verkaforingja sínum, enda stoltur og gegn hrútaeigandi.  En hann löghelgaði ICEsave svikin í viðtali við Moggann, tók flokkshagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðar sinnar.  

Og vælir núna.  Og skælir líkt og róninn sem drakk tréspíritusinn og sagði síðan að það væru aðeins fátækir menn á Indlandi sem misstu sjónina, hvað er eiginlega að íslensku læknunum að bjarga ekki sjón hans.  Eða þannig, ekki kannski gott dæmi, en þau sem ég er með í huga, og tengjast sögunni, eru ekki falleg svona seint á síðkvöldi þar sem sólin skín í heiði, það er ef það væru ekki öll þessi fjöll.

Að sjá samhengi hlutanna er ekki sterka hlið Íslendinga en þegar þeir reiðast, þá reiðast þeir.  Enda var tilkynnt um uppgjöf í kvöld, svona aðeins á meðan eyðing landsbyggðarinnar gengur í gegn.  

Dugar þetta til að sefa Reyknesinga, að þeir haldi húsunum sínum 5 mánuði í viðbót, og í millitíðinni þá er hægt að safna fleirum í pottinn????

Sjáum til á laugardaginn, aukist ekki stuðningurinn við mótmælin, þá er þetta komið í bili.  Óttast mest moð sem hvorki drepur fólk eða leyfir því að lifa mannsæmandi lífi.  En fólk þori ekki gegn hagfræðidvergunum og öðrum þeim sem mjálma að þjóðin hafi ekki efni á öðru en hundalífi.

Núna gæfi ég mikið fyrir spákúlu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 23:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar Ragnar og Friðrik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband