Svona byrjaði uppreisn fólksins gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

 

Í Argentínu.

Fólk var aðþrengt, í skuldafjötrum, án vinnu og þegar sjóðurinn skipaði lokun almannaþjónustu því erlendir kröfuhafar áttu að hirða meginhluta skatttekna landsmanna, þá sagði fólkið hingað og ekki lengra.

Fyrst komu nokkur þúsund fyrir fram þinghúsið, síðan urðu þessi hundruð af þúsundum, tugþúsundum, loks að hundruð þúsundum.

 

Hér á Íslandi getum við aldrei verið hundruð þúsund, en tugþúsundir manna eru komin í skuldahlekki sjóðsins.  Það er hann sem fyrirskipar útburðinn, það er hann sem meinar fólki um leiðréttingu lána sinna.

Og það er hann sem mótaði efnahagsáætlun þar sem yfir 60% af tekjum ríkisins færi í vexti og afborganir.   ICEsave, krónubréf, skuldir auðmanna, allt átti að lenda á íslenskum almenningi.

Nema lærdómur sjóðsins af uppreisn Argentínubúa var sá, að fara ekki of geyst, að herða tökin smátt og smátt.  Þau tök væru fullhert ef forseti Íslands hefði ekki vísað ICEsave til þjóðarinnar, þá ætti þjóðin enga von í dag nema blóðuga baráttu við að hrekja illþýðin úr landi.

 

En hún á ennþá von um friðsama lausn.  

Að forseti Íslands láti bera út fólkið sem er alveg sama um örlög þjóðar sinnar, á meðan þau örlög eru skuldaþrældómur fyrir siðlaust fjármagn.

Við þurfum að hjálpa forsetanum og mæta öll sem tök hafa, niður á Austurvöll og sína stjórnmálastéttinni í eitt skipti fyrir öll, að þjóðin láti ekki bjóða sér hvað sem er.

Útburður samborgara okkar er sé dropinn sem fyllti mælinn.

 

Ef við mætum þá mun stjórnin víkja.

Ef okkur er sama, þá eru örlög barna okkar ljós. 

Þau munu flýja þetta land skuldaþrældóms og vesældar, eða gera það sem við höfðum ekki döngun í okkur.  Að ríma landið af illskuöflum fjármagnsins.

 

En þau munu aldrei lifa lífi skuldaþrælsins þó foreldrar þeirra kusu svo í vesöld sinni.

Það gerir enginn ótilneyddur.

 

Núna þýðir ekki að benda á aðra.

Örlögin eru í okkar höndum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hávær mótmæli við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alveg rétt Ómar. AGS skiptar fyrir og vinstri velferðarstjórnin hlýðir eins og barinn rakki. Íslenska þjóð er komin með nóg. Því miður hlustar ríkisstjórnin ekki á þjóðina heldur eingöngu AGS.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.10.2010 kl. 20:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur.

Kannski eru þau heyrnarlaus, þá er bara að hrópa hærra.

Og síðan að bera þau út.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 619
  • Sl. viku: 5591
  • Frá upphafi: 1399530

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 4770
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband