Ó Friðbert, ó Friðbert, ó Friðbert.

 

Hver var að kenna bankahruninu eingöngu um vanda fólks???

Vandi fólks hefur alltaf verið til staðar, og mun alltaf verða til staðar.

 

En það sem gerðist við Hrunið, að það urðu hamfarir, hamfarir af mannavöldum.  Og mannannakerfi eins og verðtryggingin og gengislánin mögnuðu upp vanda fólks.  Gerðu hann óviðráðanlegan hjá mörgum.

Hefðu hamfarirnar orðið til dæmis vegna víðtækra jarðskjálfta, þá hefðu þær komið mishart niður eftir landsvæðum, og fólk hefði verið í misgóðum málum að takast á við afleiðingar þeirra.  Með öðrum orðum þá var vandi þess  mismikill fyrir hamfarir.

Hefðu stjórnvöld þá aðeins hjálpað þeim sem voru í góðum málum????  Látið hina sigla sinn sjó, því þeir gátu hvort sem er kennt sjálfum sér um.

Og hefði hjálpargögnum verið forgangsraðað á þann hátt að þeir sem áttu mikið, og höfðu þá örugglega mikið að missa, að þeir hefðu setið fyrir, eða eingöngu fengið hjálp eins og skjaldborg ríkisstjórnarinnar um auðmenn????

 

Nei örugglega ekki.  Það er í eðli mannlegra samfélaga að hjálpa á hamfaratímum, og sérstaklega er sú kennd ríki í litlum samfélögum.

Eða alveg þar til íslenskir vinstrimenn komu þeirri flökkusögu á kreik að fórnarlömb Hrunsins gæti sjálfum sér um kennt, að þetta væri sjálfsskaparvíti þess.

Að hafa lent í hamförum bankahrunsins.

 

En alvöru Íslendingar, allir sem eru mennskir, þeir hjálpa náunganum, óháð fortíð hans.  Menn leiðrétta óréttlæti Hrunsins og sjá til þess að allir haldi heimilum sínum.

Aðeins ómenni reyna að sortera út verðuga.

Og Friðbert, þú ert ekki ómenni, það veit ég fyrir víst.  En orð þín hjálpa ómennum.

 

En þau eru réttmæt ábending að fólk á að hætta að hnýta í almenna bankamenn.  Þetta er fólk eins og við, þetta eru vinir okkar og ættingjar.

Hrunið mikla var ekki af þeirra völdum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Skuldarar voru komnir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 365
  • Sl. sólarhring: 759
  • Sl. viku: 6096
  • Frá upphafi: 1399264

Annað

  • Innlit í dag: 309
  • Innlit sl. viku: 5164
  • Gestir í dag: 287
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband