Menn sem horfa dauðhræddir á útburð landa sinna.

 

Án þess að æmta eða skræmta, nema þeir Leit að Dólg til að ræða við hann um sagnfræði, þeir eiga sér enga viðreisnar von í pólitík.

Þess vegna eru þingmenn Hreyfingarinnar og Framsóknar búnir að skjóta sig í fótinn.  Þeir tala við ríkisstjórnina eins og fólk stýri henni, ekki illskuöfl siðleysis og græðgi.

 

Ríkisstjórn útburðar, Útburðarstjórn  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mun að lokum sjálf vera borin út.  Venjulegt fólk fyrirlítur þessi smámenni sem telja það endurreisn Íslands, að endurreisa veldi fjármálastofnanna og auðróna.

Sem telur það aðstoð við skuldara að útbúa kerfi sem gerir lítið annað en að spotta fólk eins og greiðsluaðlögunin, en útvega þeim og flokksgæðingum þeirra ómældar tekjur við hanna slík kerfi og reka þau.

Útburðarstjórnin hefur svikið þjóð sína og aðeins hörðustu stuðningsmenn hennar sjá það ekki.  Flestir sem þó lýsa yfir stuðningi við hana, gera það vegna þess að þeir sjá ekki valkost og vilja ekki flokk auðmanna aftur til valda.  Stuðningurinn við útburðinn er að þeirra dómi illskástur í stöðunni.  En þessu fólki fer óðum fækkandi eftir því sem það þarf að horfast í augun á fleiri fórnarlömbum Hrunsins, enginn hefur svo kalt hjarta að geta það til lengdar.

 

Það er því ákall um breytingar úr öllum áttum.  

Frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem eru í stjórnarandstöðu og hafa ekki náð að láta umræðuna snúast um björgun heldur hafa fest í flækjuneti útburðarvælsins um allt og ekkert.

Frá stuðningsmönnum VG sem þekkjast á uppbrettum krögum, niðurlútu göngulagi og tuldri um að þetta er allt íhaldinu að kenna. 

Frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar sem skilja ekki að fyrst þurfi auðn skuldaþrældómsins til að hægt sé að sækja um vist í sæluríki ESB.

Frá okkur öllum hinum, almenningi í landinu.

 

Verði ekki þessu ákalli svarað, þá mun sjóða upp úr.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Skíthræddir“ við nýtt framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Útburðarstjórn  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Fínt nafn og það þarf að koma sjóðnum út hið fyrsta, langflestir vita að hann er ekki hér til að vinna að neinum fjandans "stöðugleika" fyrir íslensku þjóðina.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 1.10.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þórdís.

Og eigum við ekki að treysta á að mótmælin fyrir utan Alþingi verði sá kveikur sem fær fólk til að rísa upp, og bera út þennan Útburð, þessa Úburðarstjórn.

Er það ekki svona síðbúinn uppreisn æru fyrir alla hina fornu útburði þessa lands, að sú gjörð, að bera út, fái nýja og jákvæða merkingu, þegar almenningur ber út þá sem útburð stunda.

Ef 1100 ára saga hins íslenska útburðar endar á þann veg, að þeir sem stunda útburð, verða sjálfir bornir út, er það ekki góður endir á annars sorglegri sögu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Mér líst vel á það.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 1.10.2010 kl. 10:37

4 Smámynd: Þórdís Bachmann

Orð í tíma töluð, Ómar og takk fyrir það.

Útburðarstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nístandi nafn - en Tilberastjórnin gæti líka átt við - voru tilberar ekki settir til þess að stela mjólkinni frá nágrönnum - sem í þessu tilviki er almenningur sem bæði brauði, mjólk og húsnæði er stolið af.

Þórdís Bachmann, 1.10.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þórdís, vissulega koma mörg nöfn til greina.

En það gerðist eitthvað i vikunni, eitthvað sem gerir það að verkum að þessi stjórn missti endanlega tiltrú fólks.

En hvað sameinar?????

Íslendingar hafa aldrei verið fyrir útburð.

Á því hamra ég, og vona að ég hafi kveikt í einhverjum í dag, því þetta hefur verið mikið púl. En þess virði ef þetta fær einhvern til að mæta niður á Völl.

Þannig byrjaði byltingin i Tékklandi, þannig byrjaði byltingin í Litháen, þannig byrjaði útburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Argentínu.  Að einhver mætti, svo kom annar, og svo kom fjöldinn.

Þá fóru Tilberarnir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband