Þetta þurfti aldrei að enda svona.

 

Strax eftir Hrun komu tveir ungir, hámenntaðir hagfræðingar með mótaðar tillögur um hvernig fólk gæti haldið húsnæði sínu, og fjármálastofnanir hámarkað endurheimtur sína.  Því merkilega nokk þá fer þetta saman, hagur skuldara og hagur skuldaeiganda.

Hugmyndafræði þeirra félaga gekk út á að höfuðstóll lána yrði færður niður að greiðslugetu fólks, það er leiðrétt fyrir Hrunáhrifum, en ef fasteignamarkaðurinn braggaðist, þá færi ávinningur við sölu hlutfallslega líka til skuldareiganda.  Svona í stuttri endursögn en vísa annars til greinarskrifa þeirra Gylfa Zöega og Jóns Daníelssonar.

Þessi líflína almennings var skorin af hýenum sem gengu erinda auðræningja.  Til dæmis er mér minnistætt viðtal við Pétur Blöndal alþingismann sem sagði að þetta gengi aldrei því fólk yrði að greiða markaðsleigu fyrir þann hluta sem það fengi niðurfellt (formlega í eigu bankans), svona svo enginn hagnaðist meira en aðrir.  Einnig get ég ekki gleymt framgöngu Kastljóssins sem fyllti þætti sína með hagskrípum eins og Guðmundi Ólfassyni hagfræðingi sem snýtti sér og sagði að fólk gæti sjálfu sér um kennt.  Og yrði að borga sínar skuldir.

Því miður bar Geir Harde og Ingibjörgu Sólrúnu ekki gæfu til að móta þessar tillögur og bjarga þjóð sinni úr skuldafjötrum. Því var haldið fram að AGS stæði á bak við það illvirki og ef svo er þá er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar á komu sjóðsins henni til ævarandi skammar, að hafa flutt inn böðla þjóðar sinnar.

 

En þetta er saga, það er alltaf hægt að breyta fornum fólskuverkum og haga sér eins og maður.  Það geta íslensk stjórnvöld.

Aðeins illmenni láta fólk þjást að óþörfu.

Núna reynir á þing og ríkisstjórn, gangi þessi uppboðshrina eftir, þá er þetta ærulaust fólk.

Illmenni.

Og íslenskum vinstrimönnum til skammar.  Meiri skammar en þegar þeir studdu þjóðarmorð Stalíns á fátækum bændum Úkraínu.  

Núna snúast illvirkin um samlanda þeirra.

Þetta þarf ekki að gerast, þetta á ekki að gerast.  

Ef það er AGS sem stendur í vegi, þá vissu forfeður okkar um gagnsemi poka til að losa þjóð sína við illmenni.

 

Látum ekki svívirðuna ganga eftir.  

Stöðvum þessu uppboð,

Hjálpum þessu fólki.

 

Annars eru við öll sek.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hrina af uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, það á aldrei að viðurkenna þann hluta kröfu fjármálafyrirtækjanna sem er tilkominn vegna svika þeirra, lögbrota og pretta.  Hugmynd hagfræðinganna er góðrar gjalda verð fyrir utan þann hluta að viðurkenna rétt fjármálafyrirtækja til að innheimta illa fengið fé.

Marinó G. Njálsson, 30.9.2010 kl. 09:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Marínó.

Mig minnir að þula mín hafi verið með seinni hlutann, "og svo verða Hrunskuldir leiðréttar miðað við 1/1 2008," það er þegar maður trúði að það ætti að endurreisa þjóðina.

Man ekki nákvæmlega hvað þeir Gylfi og Jón sögðu, þetta eina skipti sem þeir fengu að mæta í Kastljósið, en ég man að Jón var höfundur skuldatillagna Framsóknarflokksins, og rökstuddi vel skynsemi skuldaleiðréttingar.

En þessi færsla var aðallega sett inn ef ske kynni að eitthvað kæmi út úr mótmælunum þeirra Sigurðar og félaga á morgun, þá þarf að vakta bloggið gagnvart rökkum ríkisstjórnarinnar, því þrátt fyrir allt, þá er blogg skoðanamyndandi, ásamt mörgu öðru auðvitað.

Ef skuldarar mæta og styðja svona mótmæli, þá er full ástæða að dusta rykið af öllum góðum tillögum, og þá hefur maður allar staðreyndir á hreinu, ekki eftir minni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 258
  • Sl. sólarhring: 843
  • Sl. viku: 5989
  • Frá upphafi: 1399157

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 5076
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband