Verður Sjálfstæðisflokkurinn kominn í stjórn með Samfó fyrir jól.

 

Ástir mislyndra hjóna byrja oft með svona heitstrengingum.

En hafi íhaldið æru, og manndóm, kyngi ekki hverju sem er, þá er tími Samfylkingarinnar liðinn í íslenskum stjórnmálum.

Ógæfa hennar frá upphafi hefur verið það eðli hennar að hún er valdaflokkur, í hana sækist fólk sem vill völd, og ef völdin hverfa, þá gufar þetta fólk upp um leið, aðeins ólyktin situr eftir.

Svipa þessa valdafólks á VG hefur ætíð verið að ef VG liðar kyngi ekki öllum þeim ógeðsdrykkjum sem að þeim er rétt, þá sé íhaldið alltaf tilkippilegt. Hvort sem það er rétt mat eða ekki, þá hefur þessi svipa dugað á VG.

En ef sjálfstæðismönnum sé alvara með frystingu Samfylkingarinnar, þá yfirtekur Ögmundur ríkisstjórnina.  

Og það gengur ekki upp fyrir ESB trúboðið.

Óhætt er að segja að spennandi vetur er framundan í íslenskri pólitík.  Hvað mun Samfó þola pyntingar Ögmundar lengi?????

Viku, mánuð, ár?????

Þetta væri hreinlega fyndið ef ekki kæmi til grafalvarleg staða þess fólks sem núnar horfir fram á heimilismissi, og Alþingismenn yppta öxlum yfir.  Syngja kannski Gamli sorrý Gráni í næstu þingveislu, og þar með upp talið hvað þeir munu gera.

Skömm þessa fólks er mikil.

Kveðja að austan.


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn eru bara hræddir. Það er málið.

Ástæðan: Ef Landsdómur ákveður að halda áfram með málið þá þarf að rannsaka og þá kemur ýmislegt upp á yfirborðið.

skussinn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 08:31

2 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, er til íslenzkur stjórnmálaflokkur sem er ekki „valdaflokkur“?

Birnuson, 30.9.2010 kl. 10:39

3 identicon

Þetta er i stórum dráttum rétt Omar.
Það er staðreind að Sjálfstæðismenn var hrunflokkur, en þeir voru fleirri og Geir getur ekki verið skipstjóri þegar hann heldur ekki einn í stírið í brúnni. Það er ekki hægt nema með meirihluta á þingi eða hvað. Hinir studdu Sjálfstæðisflokkinn í þessari helja för sem lagði landið í rúst.

Einelti gerist i leikskólum lansins og fylgir þessu liði á þing en það er ekker minna einelti að nota þessa takttík að fá Geir einan felldan.

Þegar endurskoðendur skrifa undir aðrar eins fjarstæður er ekkert skrítið að allt og allir falli í gildru. Og svo ætlar VG og nokkrir SF menn eyða peningum sem væru betur varið i sjúkrahus , leikskola eða aðra opinbera starfsemi.

Er ekki nógu mikið farið í súgin í öllu þessu þrasi um tvíræð réttarhöld. Lögfróðir menn eru óvissir og með líka margar skoðanir sem þeir eru margir.

Allir fjórflokkarnir eru meðsekir og ættu heldur að leiðrétta og setja ný lög sem koma í veg fyrir svona svindl gangi endalaust upp. Stefja græðgisvæðinguna og flytja hana nær heilbryggðri skynsemi.

Setja lög sem gætir eingra tvímæla og henda út þessum lagaprófessorum sem eru að skrifa lög sem fáir skilja.

Stundum dettur manni í hug að þeir gera í mörgum tilfellum flókin og erfið lög til að gera réttarkerfið flóknara og þar með verður það dýrara sem sagt tekur leyngri tíma = x verð lögfræðitíma. Veit ei hvað þeir taka á tímann og langar ekki að vita það. Og jafnvel til að hafa hol sem þeir geta notað í eigin þáu þegar þörf krefur fyrir skjólstæðinga sína til að flækja mál og ruggla anstæðinginn.

Áfram Ísland…Einga fílupokastæla. Reynum heldur að ná í eins mikið og hægt er af stolnu fé..!!!! ..Með lögum skal land ”byggja” en ekki ”leggja í rúst” eins og verið hefur.

Ingolf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 11:13

4 Smámynd: Elle_

Fylking Jóhönnu er sannkallaður valdaflokkur, Ómar, harðsvíraður valdníðsluflokkur. 

Elle_, 30.9.2010 kl. 11:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Birnuson, Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur eru í eðli sínu hagsmunaflokkar,  slíkir flokkar gufa ekki upp þó völdin láti standa á sér.  VG var til skamms tíma flokkur hugsjóna, áður en þeir gerðust hækjur hins versta í vestræna kapítalisma.

Ingólfur, efnislega sammála þér, hef oft og ítrekað reynt að láta umræðuna snúast um framtíð, ekki fortíð, en fyrirmunað að sannfæra nokkurn um mína sýn, þannig að ég eyði ekki kröftum mínum lengur í slíkt.

Einbeiti mér að því að hrekja þessa stjórn frá völdum, með illu.

Já, Elle, hún er valdníðsluflokkur undir stjórn Jóhönnu, en hún var ekki slík hreyfing.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2010 kl. 21:35

6 Smámynd: Birnuson

VG fer í stjórn og hallast umsvifalaust til „hins versta“ í vestrænum kapítalisma. Ekki getur það verið vísbending um að sú hreyfing hafi nokkurn tíma verið „flokkur hugsjóna“?

Birnuson, 1.10.2010 kl. 11:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, núna er stórt spurt, geta til dæmis meint góðmenni orðið að illmönnum við ákveðnar aðstæður???  Já segir sagan,  til dæmis voru það venjulegir lögreglumenn, allflestir fjölskyldufeður sem sáu um að skjóta gyðinga í Hvíta Rússlandi á fyrstu mánuðum hernáms Þjóðverja.  Það var ekki fyrr en seinna sem meðreiðasveinar, aðallega frá Eystrasaltslöndunum, sem tóku það verk að sér.

Og fyrst góðmenni geta gert þetta, geta þá hugsjónamenn ekki gert slíkt hið sama?????  Voru það ekki til dæmis hugsjónir sem drifu áfram byltingu bolsévika, þeirra miklu morðingjasveitar??  Og ekki vantaði hugsjónirnar í Rauðu Khemrana, útrýma öllu borgaralegu, þar á meðal borgurum.

Og talaði ekki Rice um lýðræði þegar hún réttlætti innrás Bandaríkjanna í Írak???

Hugsjónir eru því miður engin ávísun á eitthvað gott.

Hugsjónafólk getur alveg selt andskotanum sálu sína fyrir völd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 17:18

8 Smámynd: Birnuson

Já, en ég hélt að þú værir að tala um flokkinn sjálfan, ekki fólkið sem skipar hann. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru hagsmunaflokkar, eins og þú segir, en þótt ótrúlegt megi virðast er að finna í þeim báðum bæði harðsvíraða hagsmunaseggi og vandað hugsjónafólk. Væntanlega er það eins í VG. Spurningin er ekki um það, heldur hvort eðli flokksins sem slíks sé annað en hinna flokkanna; ég fæ ekki séð hvernig svo getur verið. Það er einfaldlega eðli stjórnmálaflokka að berjast fyrir hagsmunum (en ekki til að mynda réttlæti). Þeir, sem reynt hafa að skapa stjórnmálaflokk á öðrum forsendum, hafa sumir þurft frá að hverfa; hinir hafa fellt sig undir venjulegt flokksmynstur.

Birnuson, 3.10.2010 kl. 02:29

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Skotar eru nískir, Þjóðverjar ráðdeildir, Íslendingar biðja um félagsfræðiritgerð um hvert orð í bloggi, og alhæfingar eru alhæfingar, misgóðar en notaðar til að lýsa einhverju sem er áberandi, jafnvel ríkjandi um það sem alhæft er um.

Hafi fólk þá hæfni að geta látið orð kasta upp mynd í huga sér, þá lætur það oft lýsandi orð duga í stað lýsandi texta, aðallega sökum lengdar.  En textinn er líka ágætur, ég er fljótur að lesa, en ekki svo að skrifa, þó mér hafi farið fram.

Jú, í hagsmunaflokk getur verið hugsjónafólk og hommar, líka vitleysingar og konur, og þó ég kjósi að lýsa flokknum sem hagsmunaflokki til að draga fram ákveðin einkenni, þá hafa margir aðrir aðra skoðun á flokknum, sumir hægri menn kalla hann jafnvel hugsjónaflokk, sem stendur vörð um frelsi og frjálsræði.  

Þó allir flokkar stefni örugglega að völdum, þá er orðið valdaflokkur notaður yfir þá sem taka völd fram yfir prinsipp.  Til dæmis væri Sjálfstæðisflokkurinn valdaflokkur ef aðgöngumiði að stjórn væri að segja landið úr Nató og þjóðnýta síðan kolkrabbann og það væri ekkert mál, bara ef hann mætti vera memm.

Einstaklingar vilja völd, en þeir berast mishratt fyrir vindi almenningsálitsins, og þeir eru misprinsipplausir á þeim vettvangi.   Ef margir einstaklingar, sem kjósa völd frekar en sannfæringu, eru samankomnir í einu flokki, þá ber flokkurinn keim að því og getur fengið þann stimpil á sig að vera valdaflokkur.  Slíkir flokkar eiga alltaf erfitt í stjórnarandstöðu, annað hvort fer öll orkan í að finna nýtt lúkk sem hrífur, eða þá að valdaeinstaklingarnir gufa upp, reyna að breyta vettvanginum, eða finna sér nýjan vettvang.

Eru eins og íþróttamennirnir sem eru alltaf að skipta um félög og enginn í raun treystir því þetta eru mennirnir sem eru fyrstir til að gefast upp við mótlætið.

Og flokkar uppbyggjast af einstaklingum, þó sumir krataflokkar séu líka með verkalýðsfélög sem ígildi félaga.  Að fjalla um einstaklinga og flokka er því mjög eðlilegt þegar þú ert að ræða þau mál sem við erum að ræða.

Og dugi þessi ritgerð ekki, þá vísa ég á Hannes eða Einar, þetta er jú þeirra fag.

Takk samt fyrir að nenna skrifa eitthvað, ágreiningur orða kallast orðræða, sem er forsenda hugsunar og þróunar hennar.

Og nýir tímar eru í nánd, það sem hefur aldrei gerst, getur alveg gerst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 1320069

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband