30.9.2010 | 07:04
Núna er undirmálafórnarlömb í fréttum.
Í gær var það undirmálalán, og á morgun undirmálsfólk. Það er ef áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar að bera alla út, sem ekki hafa þrek í að gerast skuldaþrælar, gengur eftir.
En þó Atli sé undirmálafórnarlamb, þá er háðung hans söm sem áður.
Hann átti að geta séð fyrir þessa atburðarrás.
Skömm hans er óbreitt, og hún er mikil.
Kveðja að austan.
Atli segir undirmál viðhöfð á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Daginn -
tek undir með þér -
hann segist ætla að flytja þingsályktunartillögu um að ákærur á Geir verði dregnar til baka ef í ljós komi að þær hafi ekki við rök að styðjast -
Fyrirgefið mér vanþekkinguna - átti nefndin hans ekki að kanna það?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 07:13
Ef í ljós kemur við meðferð málsins að ekki séu efni til að sakfella Geir Haarde kveðst Atli ætla að mæla fyrir tillögu þess efnis að ákæran verði dregin til baka.
þetta átti að fylgja með
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 07:15
Svona á undan Landsdómi, svo hann sitji ekki uppi með Svarta Pétur.
En hann situr uppi með Kolsvarta Pétur, ærulaus á berangri.
Aumingja kallinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2010 kl. 07:52
Undirmálin sem Atli talar um er leynisamningur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, um að engir ráðherrar úr Þingvallastjórninni verði dregnir fyrir dómstóla. Fróðlegt væri að vita hvort þessi ásökun er rétt og hvenær gengið var frá þessum undirmálum.
Viðbrögð þingmanna Sjálfstæðisflokks við meintum svikum Samfylkingar, benda til að Atli fari með rétt mál. Af Morgunblaðsgrein Agnesar Bragadóttur í dag er til dæmis er ekki hægt að sjá annað, en undirmál hafi verið gerð. Hún hefur eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokks:
Eftir einhverjum þingmanni Sjálfstæðisflokks, hefur Agnes einnig:
Þessi ummæli þingmannanna eru nánast játun, að undirmál hafi verið gerð og þau svikin af nýgjum þingmönnum Samfylkingar. Upplýsingarnar um undirmálin, er eðlilegt að skoða í ljósi ummæli Bjarna Benediktssonar, sem hann viðhafði í viðtali við Stöð 2:
http://www.visir.is/bjarni-ben-opinn-fyrir-vidraedum-um-myndun-nys-meirihluta-a-althingi-/article/2010715228881
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2010 kl. 14:17
Mér finnst meginmálið að þeir þingmenn sem sátu á þingi árið 2008 eru bullandi vanhæfir að taka þátt í svona atkvæðagreiðslu.
http://www.gisligislason.blog.is/blog/gisligislason/entry/1099835/
Gísli Gíslason, 30.9.2010 kl. 14:25
Blessaður Gísli..
Auðvitað eru þingmenn vanhæfir í eigin sök. Þeir áttu að koma þessu máli frá sér á einhvern formlegan grunn, sem er óháður. Ég hef mælt með sannleiksnefnd frá upphafi, því ég tel vandann kerfislægan, og að næstum allir stjórnmálamenn hefðu lent i þessari gryfju að fá yfir sig of stórt bankakerfi vegna EES frjálsræðisins. Það má ekki gleyma að 6 falt bankakerfi kollvarpar líka ríkjum, jafnvel tvöfalt eða þrefalt. Örlög Írlands sannar það.
Og hvenær hefðu aðrir byrjað að stöðva útþenslu bankanna. Ég man til dæmis ekki eftir því sem kosningamáli 2007, steinkast Steingríms og félaga er því úr glerhúsi.
Sannleiksnefnd er hinsvegar leið til að fá allar upplýsingar upp á borðið, sérstaklega um hina leyndu þræði frá viðskiptalífi yfir í stjórnmálin. Og síðan eiga menn að læra, og reyna að bæta úr.
Og eiginlegt réttlæti felst í því að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda eftir Hrun, og algjörlega á að banna að fólk missi húsnæði sitt vegna Hrunsins. Hrunið er ekki neitt normal ástand, og því gilda ekki þekkt viðmið, um gjaldþrot og útburð., o.s.frv.
En ef menn vilja fortíð, ekki framtíð, þá rannsaka menn og ákæra, og þá þurfti alþjóðlega nefnd hlutlausra aðila sem stýrðu rannsókninni og legðu til ákærur ef menn mætu svo. Til þess þarf lagabreytingu, en ef menn geta ekki breytt lögum eftir þjóðargjaldþrot, hvenær gera menn það þá.
Landsdóms yrði síðan að dæma.
En sekir menn benda ekki á aðra seka, og ótrúlegt að fullorðið fólk skuli ekki sjá það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2010 kl. 23:41
Blessaður Loftur.
Þú getur verið nálægt sannleika málsins. Og þar sem þú veist að það eina sem ég óttast í ICEsave deilunni, er hin söguleg svik, að Samfó og þig Sjallar gangi aftur í eina sæng.
Þá færð þú virkjunarstjórn þína, um það yrði stjórnin mynduð, og til þess að það gengi eftir að hægt yrði að virkja, þá yrði að ganga að kröfum breta í ICEsave, þó um einhvern vaxtaafslátt yrði um að ræða, svo Bjarni héldi andlitinu. ICEsave er jú nauðsynlegt til að lán fáist úr ESB sjóðum, en gjaldþrota orkufyrirtæki fá ekki lán annars staðar, nema þá á okurvöxtum.
Bjarni eiginlega staðfestir þennan ótta minn með því að halda öllu opnu, glaðbeittur og gaf því Samfylkingunni svipu á VG. Hver er annar tilgangurinn með þessum fáránlegum orðum???? Núna þegar Samfylkingin var komin út í horn, þá henti hann til hennar líflínu undir merkjunum, "komum upp úr skotgröfunum og björgum landinu".
Þú hefur alltaf talið þennan ótta minn ástæðulausan Loftur, en ég hann hefur ekki yfirgefið mig. Núna tel ég að þú hafa sjálfur fært sterk rök fyrir honum.
En þarf að óttast núna????
Allavega glotti ég út í annað þegar ég las um ískuldann á þingi, og samdi ágætan pistil um það.
Glottandi út í eitt.
Því ICEsave er aldrei samningsatriði í mínum huga.
Það er landráð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.