Jæja, eru menn ánægðir???

 

Svona fyrir utan Auðræningja og leppa þeirra í fjölmiðalstétt.

Virðing Alþingis og allt það, sjálfsagt aldrei verið meiri.

Geir Harde bar ábyrgð á Hruninu, gott og vel, stórmannleg afstaða.

 

Svona álíka stórmannleg og að koma Hrunskuldum útrásarinnar yfir á almenning.

Eða láta þennan sama almenning greiða ICEsave skuldir Björgólfs og Björgólfs.

 

Núna ganga VG liðar um sali og torg og brosa, brosa mikið.  Segja, "Jæja, miklir menn erum við félagar".

Og Andstaðan, sem vildi Nýtt og betra Ísland, tekur undir með þeim, og segir "Við erum líka miklir menn.  Við fundum Dólginn."

 

Og núna loksins fyrst skil ég af hverju bretum datt í hug að ráðast á landið og krefja þjóðina um ríkisábyrgð á innlánum fjármálastofnana í Bretlandi.

Þeir vissu sem er að stórmenni ergja sig ekki yfir svoleiðis tittlingaskít, 2/3 af þjóðarframleiðslu, 20 nýir Landspítalar eða svo, stórmenni skrifa ávísun fyrir því eins og að drekka vatn.  

Stærri mál taka huga þeirra, til dæmis að finna Dólga.  

Og þau fundu einn sem var stærri en þau öll til samans og ákváðu því að hengja hann.  

Líklegast verður þetta stærsta henging Íslandssögunnar þegar af verður.  Maðurinn sem Hrundi Íslandi.

 

En ég get ekki að því gert, að ég er ekki ánægður.  Ég finn til með íslensku vinstrifólki.  Einu sinni hélt ég að þetta væri fólk, virðingarvert fólk.

Þvílíkur misskilningur.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi.

Það er bara eitt hægt að gera, planta meindýraeyði í alþingishúsið og svæla pappakassana út eins og hverjar aðrar rottur. Þvílík skömm að þessu liði sem kallar sjálft sig háttvirt.

Kveðja í rigninguna fyrir austan úr rigningunni fyrir sunnan.

Umrenningur, 28.9.2010 kl. 20:35

2 identicon

Vel mælt Ómar og lyktar hæðni á liðið i elsta leikskóla landsins. Það gengur bara ekki upp að eyða öllum þessum peningum i svona bull, Geir verður dreginn fyrir dóm það er eitt sem vist er eftir það sem kom fram á leikskólanum(ALÞINGI) í dag, en han verður alldrei dæmdur sekur. Það er svo mikið sem vantar til að hann hafi verið viðriðinn einhvert glæpsamlegt athæfi. Þetta er skrípaleikur aldarinnar og almenningur þarf að standa fyrir brúsanum í vonlausu máli, ef... ég meina stórt EF,,,, han skyldi verða dæmdur eftir ára langt málatóf þá fer þetta síðan fyrir manréttindardómstólinn, svo þetta er prosess uppá 7-10 ár. Sem sagt pólitískur loddaraskapur. Þetta er eingöngu samþykkt til að halda saman littlu Gunnu og litla Jón= Hönnu og Steina. Ég er ekki Geirs maður en hann á þetta ekki skilið að axla ábyrð á allri græðgisvæðingunni. Vonandi hefur hann nógu breitt bak fyrir allan þennan skrýpaleik.

Ingolf (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur góður, vona að gróandinn hafi góð áhrif á skegg og hár í harki þínum um vegleysur landsins.  Ekki er þetta félegt.  Það er óhætt að segja það.

Alþingi kolféll á prófinu.  

Fyrst að þetta fólk hafði ekki manndóm í sér að græða sárin með því að fella skrímslakerfið sem kom okkur á kné, og bæta fórnarlömbum afglapa sinna það tjón sem þau urðu vegna Hrunsins, þá átti ég von á að það gæti í það minnsta afgreitt þetta mál skammlaust.

Það er augljóst að lögum um Landsdóm má ekki beita nema um það sé víðtæk samstað, annað mun alltaf leiða til flokkadrátta og engin sátt mun ríkja um niðurstöðu dómsins, þó hún sem slík gæti alveg verið efnislega rétt.  Nái stjórnvitringar ekki sáttinni, þá eiga þeir ekki að leggja upp í leiðangurinn.

Þetta veit hver 5 ára krakki í leikskóla.

En samstaða er ekki nóg, ef hún felst í því að frýja þá sekt sem á þingi sitja, og bera sömu ábyrgð og þeir sem farnir eru, en ákæra þá sem ekki eru í húsi.  Ennþá aumara er það þegar fjarvera tveggja af þessum einstaklingum er vegna alvarlegra veikinda þeirra.  Aumt er það fólk sem þorði ekki að krefjast ákæru á meðan þetta fólk gat varið sig, afglöpin hafa allavega lengi legið fyrir.

Vilji menn ákæra, þá eru allir ákærðir sem ábyrgð bera.  Síðan er það Landsdóms að vega og meta hina mismunandi ábyrgð eftir eðli málsins.

Þetta vita líka allir 5 ára krakkar á leikskóla, og líka margir 4 ára.  Þau vita sem er greyin að einelti er ljótt.

En jafnvel þó menn vilji ákæra alla, líka sjálfa sig, þá er í mínum huga ljóst að um ásetningsglæp var ekki að ræða, heldur afglöp, en slík skoðun er alltaf háð gildismati.  Og ég get ekki séð að gildismat sé forsenda ákæru.

En viðurkenni vissulega að um það má deila og ekki um augljósa staðreynd að ræða eins og þær staðreyndir sem ég taldi upp hér að framan.  Leggi menn annað mat á málið, þá ákæra menn, en þá ákæra menn alla, það er engin undanskilinn þegar um hópnauðgun er að ræða.

Það er grunnforsenda réttarríkis.

Og ég hef þá skoðun að það hafi svo miklu fleiri tekið þátt í þessari hópnauðgun en þeir sem formlega með völdin fóru og sátu í ríkisstjórn og á Alþingi.  Og þar vil ég sérstaklega minnast á hugmyndafræðinga Hrunsins, og alla þá sem tóku þátt í að berja niður alla andstöðu gegn Helstefnu hinnar siðlausu græðgi sem öllu réði orðið í þjóðfélaginu.

Menn eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur eru miklu sekari en nokkurn tímann obbinn af stjórnmálamönnum okkar, því þeir vissu ekki betur, en hann notaði þekkingu sína til að kveða réttmæta gagnrýni í kútinn.

Síðan tel ég það Umrenningur góður, að heilbrigt fólk sem er að drukkna, að það reyni að bjarga sér frá drukknun, í stað þess að eyða síðustu kröftum sínum í að rífast um hverjum það er að kenna að það er að drukkna.

Slíkt er seinni tíma umræða.

Málið þarf vissulega að gerast upp, nái allir landi, þá þarf að ræða um hverjir hentu þjóðinni út í.  ,Ég vil gera það með leiðum sannleiksnefndarinnar því ég vil fella kerfið, svæla ábyrgðarmenn Hrunsins út úr skúmaskotum þeirra.  En vilji menn rannsaka með ákærur í huga, þá er ljóst að utanaðkomandi aðstoð þarf í það mál.

Við erum öll það nátengd atburðum líðandi stundar að við náum ekki að tækla málið.  Það held ég að sé niðurstaða þessa skrípaleiks.

Það á að standa rétt að málum.

Og fólk á að hafa það bak við eyrað að óréttlæti er aldrei leiðin að réttlæti.

Það liggur í eðli málsins.

Bið að heilsa suður.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 22:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Ég er ekki heldur Geirs maður, en mér finnst það lítilmannlegt að persónugera Hrunið á einn mann.

Fólk sem það gerir ber enga virðingu fyrir sjálfu sér, valdagræðgin hefur étið upp sálu þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Ómar

Pistilinn þinn þarf ekkert að bæta - hann er góður -

Ég heimsótti Breiðdalsvík um síðustu helgi - það er fallegt fyrir austan - gott að koma þangað - og súrefni í loftinu - skemmtilegt og lífsglatt fólk á staðnum sem kom allstaðar að af Austurlandi - - og reyndar Akureyri líka -

Landsmenn hefðu haft gott af því að hlusta á uppbyggilegar umræður og samræður.

Bestu kveðjur og takk fyrir móttökuna Austfirðingar.

Ólafur

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 09:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ólafur.

Bið að heilsa suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 1321550

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 837
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband