28.9.2010 | 11:33
Blekkingaleikur vinnumannsins.
Gylfi forseti er í vinnu hjá bretum við að koma skuldahlekkjum ICEsave á þjóð sína.
Þegar ICEsave og AGS lánapakkinn til að greiða krónueigendum erlendan gjaldeyri á yfirverði, er fallinn á þjóðina, þá hrynur krónan.
Staðnæmist hugsanlega í 250-300 evrum.
Og þjóðin mun aðeins hafa efni á lágmarks innflutningi og lepja dauðann úr skel Hrunskulda verð og gengistrygginga.
Svo talar vinnumaðurinn um að krónan þurfi að styrkjast.
Eru ekki takmörk á því bulli sem blaðamenn láta bjóða sér án þess að spyrja viðkomandi hvort hann sé hálfviti.
Ísland hefði kannski ekki hrunið ef einhver hefði spurt þau Ingibjörgu og Geir hvernig þau ætluðu að ábyrgjast bankakerfi sem var 12. föld landsframleiðsla.
Hafa menn ekkert lært af hálfvitagangi ráðamanna????
Kveðja að austan.
Krónan þarf að styrkjast um 15-20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er enginn í vinnu hjá Bretum við það að koma ICESAVE á þjóð sína. Það var gert af þeim Landsbankamönnum á sínum tíma, aðallega Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra, og auk hans Björgólfi Guðmundssyni, Kjartani Gunnarssyni, Davíð Oddssyni (forætisráðherra, utanríkisráðherra og Seðlabankastjóra) Halldóri Ásgrímssyni, Valgerði Sverrisdóttur og Finni Ingólfssyni. Það þarf ekki að vinna verkið tvisvar, ICESAVE verðum við Íslendingar að borga fyrr eða síðar. Sem betur fer er að koma í ljós að gamli Landsbankinn á líklega eignir sem borga mikinn meiri hluta af ICESAVE skuldinni.
Þú ert óspar á að kalla men hálfvita. Ég er lítið fyrir að kalla men slíkum nöfnum en það er einkennilegt að þegar ég les bloggið þitt þá kemur alltaf upp í hugann þetta nafn; hálfviti.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.9.2010 kl. 14:00
Blessaður Sigurður minn.
Annað sinn á stuttum tíma sem við getum verið sammála um eitthvað. En ég undrast ístöðuleysi þitt, að láta mig ergja þig trekk í trekk, því alltaf endaði þú spjallið þitt á heitstrengingum að núna væri það í síðasta skipti sem þú læsir svona bull.
En þér að segja, þá notaði ég orðið hálfviti aldrei fyrr en ég uppgötvaði eindreginn vilja stjórnvalda til að rústa lífskjörum þjóðarinnar og gera landið óbyggilegt fyrir börn mín og barnabörn þín.
Nema mér varð oft á orði, "þú ert nú meiri bölvaður hálfvitinn, xxxx."
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 16:56
Enginn kom Icesave yfir þjóðina, Sigurður. Landsbankamenn ollu Icesave, jú, en komu ekki Icesave yfir þjóðina, enda höfðu ekkert vald til að taka veð í þjóðinni. Hinsvegar hefði núverandi ríkisstjórn komið Icesave yfir þjóðina ef forsetinn hefði ekki STOPPAÐ ÞAU. Icesave er ekki í ríkisábyrgð og þ.a.l. ekki skuld ríkisins og ekki þjóðarinnar.
Elle_, 28.9.2010 kl. 18:44
Blessuð Elle,
Hann Sigurður er aldinn heiðursmaður sem ofbýður stundum kjaftháttinn i unga fólkinu, og sérstaklega fer ég i taugarnar á honum. Hvað á ég að segja, þegar leikurinn er til þess gerður, ekki getað ég skammað manninn fyrir að mér tókst ætlunarverk mitt.
Um ICEsave rökræðir þú ekki við hann, þar er tryggðin við Stalín sterkari en skynsemin.
En ef þú myndir benda honum á að gamli sjóarinn sem hefur átt heima i blokkinni hjá honum langa lengi, og Sigurður veit allt um að kann ekkert í lögnum, þó hann hafi konungsbréf upp á það frá því í árdaga, að ef hann myndi alltí einu fara að selja sig út sem lagnamaður, og fá verk, og skila því eins og efni stóðu til, illa, að þá veit Sigurður að granni er í ábyrgð fyrir því.
Ekki kaupandinn sem tók gamla konungsbréfið gyllt, því ekki gat hann síðan vitað millikaflann um saltan sjó og mikið slark. Sigurður myndi líka blása á þau rök granna síns að hann sé ekki ábyrgur því það stæði skýrt í ESB löggjöf að fagleg ábyrgð fylgi réttindum og lagnaverk yrði að vinna eftir öllum viðurkenndum stöðlum. Sigurður myndi meina að það sem stæði í lögum, að það stæði, en meinti ekki hið gagnstæða.
Og þegar nágranni hans myndi síðan vísa á Sigurð sem borgunarmann verkafglapa hans þar sem þeir hefðu búið svo lengi í sömu blokk, og Sigurður sérfróður um lagnir, þá myndi Sigurður fyrst spyrja granna sinn hvort hann væri hálfviti eins og Austfirðingurinn sírífandi.
Og þegar Jón stóri, þekktur handrukkari myndi síðan mæta heim til Sigurðar og reyna að innheimta hjá honum aleigu hans með tilvísun í ESB löggjöf, þó það stæði ekkert um þátt Sigurðar í henni, þá myndi Sigurður verja sig.
Hann myndi neita að borga og hringja hið snarasta á lögregluna og láta handtaka þessa fjárkúgara.
Elle, þetta skilur Sigurður, en ICEsave er honum lokuð bók sökum meðvitaðrar trúar á sekt Íslendinga því það hentar flokki hans.
Þannig er það bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.