Voff, voff heyrist úr ranni VG

 

En allir sjá að gjammið er frá litlum Chihu eða hvað þeir heita sem komast fyrir í neftóbaksklút.

Vissulega notar Jóhanna ekki neftóbak, en hún notar slæðu.

Og vefur Árna kurteislega inn í hana.

 

Hver tekur mark á manni sem hefur svo ítrekað selt sálu sína að Samfylkingin varð uppiskroppa með silfurpeninga???

Hver tekur mark á áhrifamanni í flokki sem hefur ítrekað kyngt öllum svívirðingum sem samstarfsflokkur hans í ríkisstjórninni hefur dottið í hug að bjóða honum upp á.

Allavega gerir Jóhanna Sigurðardóttir það ekki og byggir hún það mat sitt á reynslu undangenginna mánaða.

 

Og Árni greyið getur ekki einu sinni metið stöðuna rétt.  

Jóhanna Sigurðardóttir var ekki að lýsa yfir vantrausti á störf þingmannanefndarinnar.  

Hún var að lýsa vantrausti á formann nefndarinnar, Atla Gíslasonar, og algjörum skorti á leiðtogahæfileikum hans.  Atla mistókst að afla stuðnings allra flokka við ákveðna tillögu og þar með var málið dautt.  

Það eina sem Jóhanna gerði var að auglýsa jarðarförina.

Atlakæra mun verða svæfð í nefnd og öllum gleymd eftir nokkrar vikur.  Lífið á stjórnarheimilinu mun síðan halda áfram sínum vanagang, og miðlar munu ráða í spilin.  

Ríkisstjórn sem þegar er dauð, þolir alveg svona VG brandara.  

 

Hún er við völd vegna þess að fjórflokkurinn treystir sér ekki til að stjórna landinu.  

Og þorir ekki í kosningar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vantraust á störf þingmannanefndar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ríkisstjórn sem þegar er dauð, þolir alveg svona VG brandara. 

Já, ég held það nú.  Ómar, eitt get ég alls ekki skilið.  Fyrri ríkisstjórn var nánast ýtt frá með valdi.  Og þó situr aumasta af öllu aumu og handónýtu enn við völd.  Og löngu eftir að við vissum það.  Hvað á jörðinni veldur??

Elle_, 20.9.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, ætli skýringin sé ekki sú að þá taldi fólk sig eiga valkost.

Sá valkostur var ekki til staðar eftir fyrstu 5 mínúturnar af stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kynnti að bráðabirgðastjórn sín hefði  samstarfið við AGS að sínu leiðarljósi. 

Sú yfirlýsing var um tvennt.  

Að ríkisstjórnin myndi lúta sömu hugmyndafræði og kom okkur á kné, með sömu ráðgjafana og sömu hugmyndafræðingana.

Að ríkisstjórnin myndi framfylgja stefnu sem enginn friður yrði um.

Steingrímur Joð staðfesti svo þessa skoðun mína þegar hann hélt ræðu upp úr minnisblöðum sem ráðgjafar Árna Matt höfðu samið fyrir hann sem fjármálaráðherra.  Árni mátti þó eiga það að hann hélt ekki ræðuna sem Steingrímur hafði samið sem helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Skortur á valkosti er ekki bara skýring þess að þjóðin gerir ekkert, það er líka skýring þess að fjórflokkurinn hendir ekki þessari stjórn út um gluggann.

En af hverju fór þetta svona Elle???  Eigum við að taka aftur umræðuna um taktíkina á bak við sannleiksnefnd???  Eða spádóma mína um þá ormagryfju sem myndi opnast þegar fólk tæki upp á að ásaka hvort annað, og í framhaldi að gera allt til að koma andstæðingnum í vanda í þeirri von að styrkja sína eigin stöðu?

Kallast Hrunadans og endar alltaf á einn veg.

Ég ætla ekki að gera það, finnst bara dapurt að hafa verið sannspár.

En drullufeginn að ríkisstjórnin hafi veikt sig svo mikið að Steingrímur kemur ekki ICEsave í gegnum eigin flokk.  Til hvers ættu Atili og Lilja að styðja hann lengur????  Og af hverju ætti Samfylkingin að taka upp baráttu fyrir máli sem reitir af þeim fylgið????

Eftir stendur möguleikinn á sögulegum svikum, þar sem allir flokkar koma sér saman um ræksni sem gerir ráð fyrir "hóflegum" vöxtum og meiri sanngirni í afborgunum.  Þess vegna hamra ég áfram, dreifandi samsæriskenningum á báða bóga, glottandi yfir að aðrir taki undir.  Ekki það að fleiri hugsi þær ekki, en ef einhver ríður á vaðið og ögrar, þá koma aðrir og segja sama hlutinn á hóflegri hátt.

Var ekki Ólöf Nordal að tala um landráð og ICEsave í sömu setningunni???

Dropinn sem holar steininn er að breytast í ólgandi fljót.

Vonandi verður þetta búið fyrir næstu mánaðarmót, þá er okkar vakt lokið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband