20.9.2010 | 15:33
Kannski voru hinir ráðherrarnir bæði mállausir og handalausir.
Gátu því ekki beðið um að málið væri tekið á dagskrá.
Ef ekki, þá eru þeir jafnsekir og hinir, og hreinn skrípaleikur að ræða um ákærur á hendur 3 fyrrverandi alþingsmönnum, á meðan Hrunráðherra er leiðtogi núverandi ríkisstjórnar.
Og skuggastjórnandinn sé annar Hrunráðherra.
Ef Alþingi ætlar að ákæra vegna afglapa í aðdraganda Hrunsins 2008, þá ákærir það alla 12 ráðherra Hrunstjórnarinnar.
Annað er svo aumt að það nær ekki einu sinni að vera pólitískar ofsóknir.
Alþingi Íslendinga klúðraði stjórn efnahagsmála algjörlega á árunum eftir 2004. Alþingi Íslendinga sætti sig við að allt vald var komið í hendurnar á auðmönnum og leppum þeirra í viðskiptalífinu. Alþingi Íslendinga sat og kvað rímur og spilaði Ólsen Ólsen á meðan Ísland sökk.
Alþingi Íslendinga brást skyldum sínum með því að snúast ekki til varnar í kjölfar hryðjuverkaárásar breta á landið. Engar varnir þó hryðjuverkárásin væri skýlaust brot á EES samningnum, á stofnsáttmála Nató, og á stofnsamþykktum Sameinuðu þjóðanna sem skylda aðildarríki að leysa ekki deilumál á harkalegri hátt en efni standa til. Ekki múkk heyrðist hjá öllum þessum stofnunum, enginn hélt upp vörnum fyrir þjóð okkar.
Og Alþingi Íslendinga brást fórnarlömbum Hrunsins, þess Hruns sem það bar meginábyrgð á með glópsku sinni, með því að neita þeim um aðstoð og sanngjarna leiðréttingu á þeim Hrunskuldum sem bættust ofaná skuldir þess í gegnum verð og gengistryggingu. Í stað þess urðu þeir að beitarlendum hins endurreista fjármálakerfis þar sem hirðirnir voru innheimtulögfræðingar og handrukkarar.
Núna ætlar Alþingi Íslendinga að fórna grunngildum lýðræðisins með skríparéttarhöldum þar sem sakborningar eru handvaldir með handafli.
Lægra getur Alþingi Íslendinga ekki lagst.
Það er eitthvað mikið að mennsku þessa fólks.
Kannski er þetta ekki lengur fólk.
En hvað er það þá????
Kveðja að austan.
Staðan ekki rædd í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágæti Ómar !
Laukrétt !
Öll hjörðin - postulanir 12 voru í áhöfn. - " Einn fyrir alla - allir fyrir einn" !!
Undrandi á athöfnum meirihlutans á Alþingi ?
Óþarfi - hvað þá eftir þingræðu forsætisráðherra í dag !
Fullkomnun skrípaleiksins!
Var þetta ekki tóm vitleysa - á sínum tíma - að segja upp Sambandslagasamningnum við Dani , og stofna lýðveldi ?? !
Og þó, loksins fengum við hreinræktaða vinstri stjórn, já meira að segja "Norræna velferðarstjórn" - og meira en það, stjórn sem hefur slegið "skjaldborg "um heimilin í landinu - enda örlát á seðlum til fátækra.
Bull ?
Ekki aldeilis. Á fjárlögum Alþingis í ár, eru hvorki meira né minna en heilar 2 milljónir króna til " Fjölskylduhjálparinnar" !
Sukk ?
Nei, örlæti. !
"Guð blessi Ísland". !
Kveðja frá Seltjarnarnesi.
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 23:25
Blessaður Kalli, gaman að heyra í þér.
Veistu, annað hvort er íslenskur Makkivelli að störfum, eða nýir Molbúar eru fæddir.
Í það fyrsta, menn setja ekki svona þingmannanefnd á koppinn, nema menn hafi góða hugmyndu um niðurstöðuna, og hún sé eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn höndlar. Og það er meira en að segja það að fá lausn sem sættir þegar annar flokkurinn vill uppgjör, enda telur hann sig með hreinan skjöld (persónulega finnst mér enginn hafa hreinan skjöld því allir horfðu á skipið sigla í strand án þess að reyna að skjóta skipstjórann), og hinn þarf að gæta að uppgjörið komi ekki hálfum þingflokknum á sakabekk.
Það liggur við að ég haldi að um plott hafi verið að ræða hjá Samfylkingunni allan tímann, þvílík snilld (frá sjónarhóli Makkavelli) var ræða Jóhönnu í gær, en þá var forleikurinn rangur. Athugasemd Jóhönnu um brauð og leika passaði ekki inn í myndina. Vissulega klókt að gefa VG undir fótinn, en ekki með því að gefa á sér höggstað.
Vegna þess að andstæðingunum tókst að láta umræðuna snúast um höggstaðinn, var Jóhann á flótta undan eigin örlögum?????
Ætla ekki að hafa þessar pælingar lengri, líklegri skýringin er aulaháttur á hæsta stigi hjá fólki sem veit aldrei hvað það er að fara að gera á morgun, en svífur undan straumi eins og biða á síðsumri.
Ef ICEsave væri ekki undir, þá myndu ég harma örlög þessa fólks.
En mér sýnist að fjórflokkurinn hafi framið sitt Hari Kari. Og ef þetta fólk vill taka þátt í mótun nýs samfélags, þá ætti það að taka sig til og lesa greinarflokk minn um "Guð blessi Ísland", ásamt hugleiðingum mínum um hvernig fólk breytir samtíma sínum.
Þetta er ekki hægri/vinstri lengur, þetta snýst um heilbrigða skynsemi, eða heimsku.
Eða borgarstyrjöld.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.