Atli hefur ekki hulið andlit sitt.

 

Enda telur hann sig ekki sekan.

Það má vel vera, en hvað um þá þingmenn sem sátu á þingi örlagaárið 2008, munu þeir mæta í glerhúsið, bendandi fingrum sínum út í loftið,  því ekki benda þeir á samþingsmenn sína, og segja;

"Þið eruð sek".

Án þess að hylja andlit sitt um leið svo ásýnd sektar blasi ekki við alþjóð.

Bíð spenntur eftir næstu frétt.

Kveðja að austan.


mbl.is Þungbær skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, á hvaða landi bjóst þú á árunum 2000-2008. Horfðir þú einhvern tímann á fréttir. Hlustaðir þú einhvern tímann á varnaðarorð Ögmunds og Atla Gísla á þessum árum . Mótmæltu þeirr ekki alla sinn tíma á þing aðgerðum stjórnvalda í viðskiptalífinu. OG NÚNA ER ALLUR HRUNADANSINN ALTLA GÍSLASYNI AÐ KENNA. Ég spyr þig. Hvar ert þú búinn að vera. Er VISA afborgunninn á plamsa skjánum þinum að skyggja á dómgreind þína

Stefán (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Stefán, ég bjó á Íslandi þá, og líka hin 40 árin mín.

Ég staðgreiddi Plasmaskjáinn minn, hann kostaði 148.000, keypti hann fyrir um mánuði síðan.  Og já þakka þér fyrir, hann er fínn, en ég tel að hann hafi ekki sett þjóðina á hausinn.

Einnig tók ég það fram að líklegast væri Atli saklaus, fer þó eftir ákærunum.  Til dæmis ef hann er ákærður fyrir að aðild að landráði, þá verður hann sekur fundinn enda stuðningsmaður ICEsave stjórnarinnar.

Sem aftur minnir á að sá sem veldur sem heldur.

Er það eitthvað fleira sem þú vilt fá að vita?

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 12:25

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Ómar enda staðgreiddi ég minn skjá líka. En hvernig getum við séð til þess að atkvæðagreiðsla um þetta frumvarp verði opinber þannig að við getum fylgst með samvisku hvers og eins´þegar hann greiðir atkvæði

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.9.2010 kl. 12:42

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Leikhús fáránleikans þetta alþingi sem við höfum því miður!

Sigurður Haraldsson, 17.9.2010 kl. 12:44

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka færsluna -

Jú ég man ég man - að vísu ekki eftir varnaðarorðum VG - aðeins samfelldu úrtölusuði sem endurspeglast í niðurrifsstarfssemi stjórnarinnar sem nú situr - ég man líka eftir gífuryrðum VG  um AGS - ég man líka eftir gallharðri andstöðu VG við evrópuaðild -

Já já ég man - en drengir - ég hef ekki keypt plasmaflatskjá - hef ekki efni á því - er með hlunk sem tekur hálfa stofuna.

En þá ber á það að líta að ég á engann rétt á svona skjá enda 75% öryrki þannig að rétt skal vera rétt.

Þetta með opinberu atkvæðagreiðsluna - það eru allar atkvæðagreiðslur opinberar í þinginu - ég veit ekki til þess að veittar séu undanþágur frá þeirri reglu -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 16:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Við erum sammála á mismunandi forsendum.  Góðir og gegnir íhaldsmenn sjá ekki pointið í að sumir séu dregnir í dilka, á meðan félagar þeir valsa um í almenningnum, blásaklausir á svip.  Blæbrigði á meintri sekt getur aldrei skilið á milli ákæru og þess að ákæra.  Til dæmis er sá sem skýtur mann með þremur skotum, ekki minna sekur en sá sem notar aðeins eina kúlu til að drepa.

Ef fyrrum ráðherrar eru ákærðir, þá á að ákæra alla fyrrverandi ríkisstjórn, og stjórnarþingmenn að auki.  Það var jú þingræði í landinu.

Og Sigurður, þér þykir örugglega ekki nóg að gert, finnur örugglega lykt af skrípaleik eins og ég.

En hvað um það, ég er svo með enn eina skoðunina, ég vill gera upp við rangt kerfi, ekki þá sem tóku þátt í leikreglum þess.  Vill fá minn góða og gegna kapítalisma aftur.  Tel það að auki siðferðilega rangt að hengja bakara fyrir smið eða níðast á föllnu fólki.

Tel það lýsa vanþroska.  

Fer svo ekki ofan af því að ef einhvern á að hengja, þá er það Friedman, og hann er dauður.  Verð sjálfsagt aldrei vinsæll hjá hagsmunasamtökum böðla.

En svona er þetta, það er hægt að vera sammála þó forsendur þess séu ólíkar.  Vona að þessi samstaða haldi í ICEsave deilunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 17:19

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Lokaorð þín eru köld gusa - ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fari fyrir umræðu um Icesave og hryðjuverk stjórnarinnanr.

OG SVO - það vantar umræðu um embættismannavaldið - ef ráðherrar eru ekki að fá nauðsynleg gögn vegna þess að einhver ráðuneytisstarfsmaður tók þá ákvörðun að láta ráðherrann ekki fá þau - þá á að gera embættismanninn ábyrgann.

Kosningar strax.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 18:08

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Er ég kominn í vatnsskvettur???  Hélt að ég gerði það aðeins þegar ICEsavesinna bæri að garði, svo og þá sem byrja málefnaleg innlegg sín á því að kalla mig hálfvita, hvorugt er á þessum þræði.

Sé ég eitthvað misskilinn, þá vil ég frið við guð og góða menn, hvorir tveggja er á móti ICEsave kúguninni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 1412721

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband