Kerfið notar margar leiðir til að þagga niður í mönnum.

 

Þetta er ein af þeim.

Mér fannst Rússar alltaf vera heiðarlegastir í þessu eftir að þeir sögðu skilið við arfleið Stalíns og hættu að skjóta menn.

Þeir sem unnu gegn kerfinu eða voru á einhvern hátt í andstöðu við það þannig að stjórnvöldum mislíkaði, þeir voru geðveikir.

Og settir í spennitreyju, flóknara var það nú ekki.

 

Moldvörðustarfsemi vestrænna kerfiskalla er miklu meira þreytandi.

Dregur úr trúverðugleika þeirra sem taka þátt í leiknum.  Trúverðugleika sem viðkomandi stofnanir þurfa að hafa. 

Og margir gera sig að fífli að trúa þeim.

En það trúði enginn Rússum, það vissu bara allir að svona var þetta bara.

 

En það er leiðinlegt að það skuli aldrei vera hægt að trúa fyrstu fréttum i vestrænum fjölmiðlum, því þú veist ekki hver er að misnota þá.  

Til hvers halda menn að allir almannatenglarnir séu???

 

Tek fram að ég hef engar forsendur til að meta sannleiksgildi þessarar fréttar, en hún er ekki trúverðug.  Samræmið við hagsmuni þeirra sem vilja þagga niður Wikileka er of mikið.

Og það eina sem hægt er að segja með vissu um refsskák valdanna er að hugtakið tilviljun er aldrei með gildi þar.  

Þannig er það bara.

Kveðja að austan.


mbl.is Stofnandi WikiLeaks sakaður um nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"Mér fannst Rússar alltaf vera heiðarlegastir í þessu eftir að þeir sögðu skilið við arfleið Stalíns og hættu að skjóta menn. Þeir sem unnu gegn kerfinu eða voru á einhvern hátt í andstöðu við það þannig að stjórnvöldum mislíkaði, þeir voru geðveikir. Og settir í spennitreyju, flóknara var það nú ekki."

Ég er ekki alveg viss um að ég sé að skilja þig rétt. Blaðamenn, sem gagnrýna stjórn Putins og eru álitnir hættulegir af þeim sökum, eru enn myrtir af leigumorðingjum rússneskra yfirvalda. Svo að hvað hefur breytzt?

Annars er ég sammála þér um að nauðgunarkærurnar gegn Assange eru falskar og það getur hvert mannsbarn séð í gegnum þetta. Þeir einu sem gera sér ekki grein fyrir því eru sænsk yfirvöld sem létu nota sig. 

Vendetta, 21.8.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Vendetta.

Nei, ég var ekki nákvæm, kveiki kannski ekki alltaf að menn eru ekki eins gamlir og ég.

Tilvísun mín er í þróun sem var í gömlu Sovétríkjunum og hófst með Krushchev.  Fyrst hættu þeir að skjóta menn, svo fóru þeir að fara eitthvað eftir lögum landsins, sem voru ágæt hvað mannréttindi varðaði, það er lagabókstafurinn.

En hvað átti að gera við andófsmenn???  Sérstaklega þá sem voru þekktir???

Svarið var að dæma þá á geðsjúkrahús og þar sættu menn ýmsum kárínum, til dæmis lýsir Sakharov hvernig ýmsum ofskynjunarlyfjum og öðru var dælt í hann.  Og sovéskir geðlæknar hlutu mikla ákúrur fyrir að taka þátt í skrípaleiknum, o.s.frv.

Í þetta tímabil Sovétríkjanna er ég að vitna, vissulega ónákvæmni hjá mér að tala um Rússa, en það var alltaf gert í den því flestir litu á Sovétblokkina sem hjálendur Rússa.  Enda fóru þessi ríki um leið og þau gátu.

En hvað varðar gerðir rússneskra stjórnvalda í dag, þá greinir menn á um hvort þetta sé sjálfstæð starfsemi öryggissveita, og þá sjálfsagt með þegjandi samþykki æðstu ráðamanna, eða þá hvort þetta sé meðvituð stjórnarstefna, svona tilbrigði við mannlausu sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna.

En Vendetta, þetta er örgrein, innihald hennar byggist á alhæfingum, og ég er að vekja athygli á að ekki er allt sem sýnist, og tilviljanir þrífast illa í þessum bransa.

Eða er einhver sem trúir því í fullri alvöru að byssurnar sem skutu þá John, Róbert og King, hafi ekki verið stýrt???  

Þá finnst mér miklu betra að trúa á álfa og huldufólk, það er þó þjóðleg trúgirni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.8.2010 kl. 14:14

3 Smámynd: Durtur

Svíinn er því miður búinn að vera leyfa Kananum að ráða heldur meiru í Svíaríki undanfarið en verið hefur; sjá t.d. Pyratbyran-málið, sem amerískir aðilar eru búnir að snúa alveg á hausinn. Svíþjóð var "land frelsisins" í kannski svona tvö ár. Sjáum til hvernig gengur hjá okkur þegar þeir sem valdið hafa sjá ástæðu til að hrista eitthvað upp í okkur...

Durtur, 21.8.2010 kl. 14:32

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er deginum ljósara að tímasetningin á þessum nýja ferli Wikilekandans er aðeins of hentug fyrir kanann. "Tilviljun" er útilokuð.

Villi Asgeirsson, 21.8.2010 kl. 14:48

5 identicon

Aumingja Julian.   Hann kemur til ekki til með að hafa 7 dagana sæla.  Fyrir nokkrum tíma síðan,  fengu sænskir leikarar og söngvarar þá hugmynd að óperusöngvarin Tito Beltran (kom frá Chile sem smábarn með foreldrum.) Lærði óperusöng og leiklist í Svíþjóð.  Þessi maður var að stela senunni frá þeim"innfæddu"  Þess má geta að Tito Beltran er með færustu tenórum í Evrópu. Það var ekki nógu gott fyrir svenskana. (Jantelagen)"þú skalt ekki halda að þú sért nokkuð".  Jú,jú,  þeir ákærðu hann fyrir nauðgun sem skeð hafði fyrir 7 árum síðan.  Réttarhöld gengu fyrir sig. Tito hafði undanfarin ár sungið með Robert Wells, í Rhapsodien.  Tito var fráskilinn þegar "nauðgunin skeði" Öll dagblöð töluðu um "barnanauðgunina sem Tito gerði. Stúlkan var þá 18 ára. Hún er fyllda 26 ára þegar hún kærir.  Einu sönnunargögnin voru þau eftir 7ár vor þau að ein leikkonan hafði þefað af klobótinni í buxum stúlkunnar og fann ótvíræða spermalykt.  Síðan vitnaði "Carola stórsöngkona" að hún hafði beðið til guðs með stúlkunni alla nóttina.Hm.  2 ára óskylorðsbundið fangelsi fékk Tito fyrir þessi vitni síðan.  7 árum  síðar.  Nei, þú skalt ekki skera þig upp fyrir fjöldann í Svíþjóð.  100%  öfundsýki ræður þar ríkjum.  Svo það er eins gott að Julian komi sér úr landi illa kvikkt, því svíar eru handfljótir að framkvæma hlutina þegar B.N.Ameríku á í hlut. Þeir hafa alltaf verið undirlægjur kanana,meira segja Olaf Palme var kanasleikja. Hann bar bara kápuna á báðu öxlum

J.þ.A. (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband