21.8.2010 | 09:45
Við hverju öðru var að búast???
Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins mótaði þá stefnu fljótlega eftir Hrun að þeir sem settu okkur á hausinn, að þeir myndu stjórna endurskipulagningu atvinnulífsins.
Og hverjum skyldu bankamennirnir þjóna????
Nýjum húsbændum eða sínum gömlu????
Spurningin er marklaus því það var aldrei skipt um húsbændur.
Og af hverju hefur núverandi ríkisstjórn ekki gengið gegn stefnu fyrri ríkisstjórnar???
Og svarið er aftur að spurningin er marklaus, það var vissulega skipt um flokk í ríkisstjórninni, en ekki um ríkisstjórn. Það eina sem gerðist var að Hrunverjar losuðu sig við órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum, deildina kennda við Heimastjórnina, og fengu auðsveipa fylgismenn Steingríms Joð Sigfússonar í staðinn.
Áramótaskaupið síðasta lýsti stjórnarmyndunni ágætlega og hvert hlutverk Steingríms er i þessari ríkisstjórn. Hann er að þrífa og taka til, en hann ræður engu.
Hann er maðurinn sem tekur við fyrirmælum.
Efist einhver, þá skyldi hinn sami íhuga af hverju Steingrímur er stanslaust að senda inn beiðni til breskra stjórnvalda um að fá að greiða þeim ICEsave fjárkúgunina.
Af hverju vonast maðurinn til þess að bretar vilji ræða við hann núna í ágústlok????
Jú, honum var sagt að leita eftir viðræðum.
Og hver gerir það???
Svarið er svo augljóst að engum verðlaunum er heitið þeim sem geta sér til um það.
Kjarninn málsins er sá að ef við viljum breytingar í þjóðfélaginu, þá þurfum við fyrst að losa okkur við Hrunverjana. Til að losna við þá þá þarf að henda AGS úr landi.
Það er aðeins ein skýring á að það hafi ekki verið gert.
Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki.
En það er svo ofsalega gott að beina spjótum sínum í rangar áttir.
Kveðja að austan.
Óska Páli velfarnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.