Og Jóhanna er ennþá meira fífl á eftir.

 

Af hverju gat hún ekki viðurkennt að mat ríkisstjórnarinnar hefði verið að láta gengistryggðu lánin standa.  

Af hverju þykist hún ekkert vita eða hafa vitað um þessa umræðu.

Af hverju þykist hún ekki vita að þegar fagráðuneyti fær gögn þá er það sama og láta stjórnvöld fá gögnin.  Það þarf ekki að senda lesara með bréf til hvers og eins ráðherra og lesa fyrir hann allan póst, svona til öryggis að hann hafi meðtekið efni þeirra.

Af hverju þykist hún ekki vita að hennar ráðuneyti, að stjórnvöld, að Alþingi, að allir gátu leitað eftir lögfræðiáliti um hið meinta ólögmæti gengistryggðu lánanna.  Hún gat meira að segja lesið sér til um það sjálf.

Af hverju þykist hún ekki vita að allir fyrir utan þá sem hagsmuni áttu, eða voru á launum hjá hagsmunaaðilum, sáu að mikill vafi lék á lögmæti lánanna, þetta var ekkert leyndarmál sem haldið var leyndu í dýpstu kjöllurum Seðlabankans.  Umræðan var æpandi í þjóðfélaginu.

 

En Jóhanna kaus að leika fífl, sem ekkert vissi, sem ekkert veit.

Þó hún sé trúverðug i því hlutverki eftir ICEsave landráðin, þá fer þetta henni samt mjög illa.

Og hún gengur of langt í fíflshlutverki sínu þegar hún reynir á aumkunarverðan hátt að láta hengja einhverja lágt setta embættismenn fyrir yfirhylmingu.  Slíkt er ekki sæmandi manneskju í hennar stöðu þó slík lágkúra gangi í hennar tryggustu stuðningsmenn.  

Það er því tími að fólk hætti fíflalátum i stjórnarráðinu, hysji upp um sig buxurnar og biðji þjóðina afsökunar, bæði á leikritinu, sem og hitt að hafa látið það ógert að hjálpa fólki í neyð.

 

Og segi síðan af sér.

Kveðja að austan.


mbl.is Töldu lögfræðiálitin ekki skipta sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hef engu við þetta að bæta og samþykki!

Það eru áreiðanlega ekki margir að frátöldum ráðherrum og mökum þeirra sem bera traust til ríkisstjórnarinnar. Þegar forsætisráðherra er farinn að taka til varna fyrir alvarleg stjórnýsluglöp með því að skírskota til eigin flónsku- þá held ég að ekki verði lengra gengið. Þetta mætti kalla að"gefa þjóðinni fingurinn."

Árni Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Jóhanna leikur fífl. Í þessu máli, sem og flestum málum sem þessi endemis ríkisstjórn hefur fengist við, blasir tvennt við:

1)  Leikritið er fádæma illa skrifað.

2)  Hlutverkin eru fádæma illa leikin.

Áhorfendur vita ekki hvort þeir eiga að gráta eða hlæja. En klappið er mjög lágt. Nánast bara einnar handar.

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.8.2010 kl. 13:31

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málþroski Íslenskra ofurfræðinga í alþjóðasamanburði hefur greinilega farið mikið aftur.

Þegar ungir lögfræðingar hér áður lásu lög þá var það til þess að heyja sér m.a. lagalegar merkingar orða síns starfsvetfangs. Til að vera fljótir að bregðast við á starfsævinni.

Almenningur getur hinsvegar í daglegu lífi haft sínar almennu og mismunandi skoðanir á merkingum orðs sem líka er notað sértækt á opinberum og lagavetfangi.

Hér ver skilgreining á hugtakinu vertrygging bundin í lög um 1982, eftir þann tíma er enginn afsökun fyrir opinbera aðila að þykkjast ekki þekkja sína sértæku merkingu það er lagamerkinguna.  

Með vertryggingu er átt við leiðréttingu fjárhæðar á gjalddaga  miðað við opinbera mælingu á heildarneyslu allra neytenda. Það hlutfallsleg breyting á neysluverðlagi er í prósentum sem jafngilda vaxtaleiðréttingu fjárhæðarinnar á gjalddaga.

Skuldin fylgir breytingunni 100% en tengist henni ekki á þann átt hún verði í það minnsta hærri, þetta er þroskaður skilningur utan Íslands í dag.

Glitnir mun haf talið almennum neytendum trú um að verðtrygging væri gengistrygging þótt hann vissi betur.

Þetta er klárt lögbrot. Glitnir er opinber aðili og á hans starfsvetfangi merkir vertrygging formlega að leiðréttingar á gjalddaga skuldar fylgja neysluvístölunni.

Þetta kemur álíti ekkert við að mínu mati.     

Lög er rammar sem oftast hafa að markmiði að eyða opinberu skoðana frelsi.   

Blondý verður að sætta sig við það að sumt þarf ekki að skilja heldur meðtaka.

Júlíus Björnsson, 17.8.2010 kl. 14:10

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Magnús, klappið er allavega í tvíund, sá það á bloggi mínu í gær.

Júlíus, það þarf að ráða þig til að kenna þessu fólki að lesa.

Árni, ég var dálítið hissa að sjá þig sleppa gegnum hulinshjálm minn.  Hélt að fyrirsögn mín sæi til þess.  Hún var jú hugsuð til þess að fólk hristi hausinn.  

Alveg þar til fólk fengi nóg af lyginni.

En sér fólk í gegnum lygavaðal spunakokkanna, sem semja handritið fyrir Jóhönnu og fréttamenn Ruv???

Allavega hafa orð þín vigt sem hugsandi spunakokkar geta ekki hundsað.  Þau koma jú vinstra megin frá miðju frá manni sem trúði að þetta fólk myndi gera eitthvað gott.

En hvað um það, þegar bloggarar komast upp með svona fyrirsögn, þá er margt rotið í Rómarveldi.  Og hjá íslenskum vinstrimönnum.

Og ég get ekki lengur toppað stóryrði mín, en málið er ennþá á toppnum á ísjakanum.  Ergo, það þarf skynsamar Skagfirskar raddir til að tjá þær.

Ekki afdala raddir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 3566
  • Frá upphafi: 1330396

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 3021
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband