Að koma ofan af fjöllum.

 

Er mjög vinsælt þessa daganna.

Þessi frétt er dæmi um slíkt.

Af hverju halda menn að Vestamannaeyingar megi ekki til þess hugsa að láta bjóða í allan fisk innanlands, áður en hann er fluttur út???

Svona fyrir utan góðlátlega trúgjarna íhaldsmenn, sem trúa öllu sem auðræningjaklíkan segir þeim, er nokkur sem trúir þeirri röksemd að þeir séu svo hræddir við að fá hærra verð fyrir fiskinn innanlands en úti????

Það er nefnilega langt síðan að sjálfstæðir fiskkaupmenn á Íslandi náðu betri sölusamböndum en fiskkaupmenn ytra.

 

Hvað veldur að menn vilja ekki hærra verð fyrir vöru síðan????

Svarið er mjög einfalt, það þjónar ekki hagsmunum eigendanna.

Hvert er þá ríkisfang þeirra??????

Eða hver eru hagsmunatengslin????

 

Ef fréttamaðurinn væri ekki upp á fjöllum, þá myndi hann spyrja, af hverju er fyrst núna verið að grafa í þessari úldnu tunnu erlends eignarhalds á sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi????

Hefur það eitthvað með þá einföldu staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í þeirri aðstöðu að nota blinda augað???

Eða hvað????

 

Allavega hefur erlent eignarhald verið lýðnum ljós í langan tíma.

Kveðja að austan. 


mbl.is Vill vita hver eigi Storm Seafood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Flottur Ómar og látta það svo koma austfirðingur

Kristbjörn Árnason, 7.8.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristbjörn.

Þér leiðist ekki ádrepur á íhaldið. 

Alltí lagi að halda því inn í umræðunni að það var saga fyrir árið 0,  og það voru stjórnvöld fyrir Hrun.  

En þó tímatöl séu núllstillt við mikla atburði, þá er megintilgangur þessa bloggs hið heilaga stríð mitt við ICEsave og AGS, sem til kom eftir Hrun. 

Sagnfræðin er aðeins hobbý, svona til gamans gert á meðan tíðindalaust er á meginvígstöðvunum þar sem framtíð þjóðarinnar er ráðin.

Og þar sem við höfum ekki sömu Sýn á þá örlagaatburði reikna ég ekki með að þér líki skotin þegar ég læt þau koma.  En mér til betrunar vil ég segja að það skiptir mig engu máli hvað flokkarnir heita sem starfa með AGS, leppstjórn hans á að víkja.  

Og taki ný leppstjórn við, þá á hún líka að víkja.

Allt þar til við tökumst sjálf á við okkar vanda eins og fólk.

Siðað fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.8.2010 kl. 08:28

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sum mál eru bara það stór, að einhverjir flokkar geta ekki mega ekki þvælast fyrir umræðunni. En annars þér að segja hefur Jón Bjarnason fengið margar ádrepurnar frá mér þótt auðvitað lesi hann þær aldrei. Ég hef það fyrir fastan sið á hverjum degi að gagnrýna VG hressilega því það er eðli vinstri manna eins og þú veist að era upp á kant við ríkisvaldið. Er þá ekki að tala um anarkisma.Varðandi þessi ICEsave og AGS, sem til kom eftir Hrun.  Kemur þú þér í mikinn vanda, því eini flokkurinn ef flokk skyldi kalla sem ekki er aurugur af þessum málum er „Hreyfingin „ stóra og VG af uppvaskinu einu saman.Við losnu við AGS með því að vinna okkur út úr súpunni og ef allt fer vel verður þjóðin laus við  þetta fyrirbæri innan 5 ára. En þetta Icesave klúður fortíðarinnar er ég viss um að íslenskur almenningur verði að bera.  Við erum með eitt slíkt klúður á herðunum íslenskir launamenn, en það íslenska lífeyrissjóðkerfið sem er afleiðing af afskiptum AGS á 7. áratugnum. En þú talar undir rós. Er ég að nálgast það sem þú meinar með síðustu tilgátu minni?

Kristbjörn Árnason, 9.8.2010 kl. 08:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristbjörn.

Já, ég er oft í rósaræktinni þegar ég fer fínt í hlutina.  Og þó við skæruliðarnir eigum til að skjóta fyrst og spyrja svo, þá er það ekki þannig að við getum ekki líka rætt málin, allavega í mínum skæruliðabúðum.

Ég hef oft tekið eftir ádrepum þínum á þína menn, og líka lesið rökstuðning þinn og skilið, enda bæði ítarlegur og rökfastur, um af hverju þú þrátt fyrir allt kýst að styðja núverandi stjórnvöld, þó þér eins og allflestum stuðningsmönnum stjórnarinnar af VG vængnum geðjist ekki af því sem AGS auðvaldið stendur fyrir.

Ég hef líka lesið og sérstaklega hlustað á leiðtogann, manninn sem er ríkisstjórnin, útskýra af hverju hann er að semja um ICEsave og af hverju hann er í samstarfi við AGS.  Og af hverju hann er að gera meira en honum gott þykir.  Og ég dreg það ekki í efa að hann trúði því sjálfur þegar blaðamaður spurði hann hvernig hann ætlaði að greiða AGS lánin eftir 5 ár og byrja að greiða ICEsave eftir 7 ár, að þá sagði hann að það væri ekki efst í huga hans, heldur vandi dagsins í dag sem væri ærinn, og jafnvel ókleyfur.

Tækist að vinna á honum og koma þjóðarbúinu í betra ástand, þá myndi hitt líka takast, það yrði að takast.

Hetjulega mælt en ég er ekki sammála, bæði í grundvallaratriðum minnar lífsskoðunar, og hún er það grunnafl sem rekur mig áfram, sem og hitt að hið ómögulega er ekki hægt þó sterkir menn segi að það verði hægt, að það verði að takast.

Raunveruleikinn er sá að svona háar skammtímaskuldir í erlendum gjaldeyri ganga frá sjálfstæði þjóða, svipta þær efnahagslegu sjálfstæði og þar með tilverugrundvelli þeirra.  Þegar AGS var hrakinn frá Argentínu þá var það vegna þess að sjóðurinn gaf landsmönnum ekki grið þó greiðslubyrðin stefndi í um og yfir 70% af tekjum ríkisins.  En þegar sjóðurinn kom inn með ránskrumlur sínar, þá var ekki lagt upp með 70% greiðslubyrði, vissulega yrði hún þung, um og yfir 30% af tekjum en það stóð aldrei opinberlega til að leggja niður almannaþjónustu.  

En það var afleiðing af stefnu sjóðsins.

Á Íslandi leggja þeir upp með efnahagsplan þar sem um 60% af tekjum þjóðarinnar fara í vexti og afborganir.  Hvernig heldur þú að það verði í raun????

Jafnvel þó það standist, þó þolir engin velferð slíka greiðslubyrði.  Og ekkert ríki stendur undir slíkum afborgunum.  Á það hafa hlutlausir erlendir skuldasérfræðingar bent á.  Þegar ég segi hlutlausir, þá á ég við virta fræðimenn sem hafa ekki selt fjármálaauðvaldinu sálu sína.

Kristbjörn, VG er að tala um að tryggja yfirráð yfir auðlindum, og þar eigum við til dæmis snertiflöt.  En gangi AGS eftir, þá verðum við ekki spurð.

En jafnvel þó við gætum þetta allt eins og þú gerir þér vonir um, þá myndi skæruliðaflokkur minn samt berjast til síðasta manns, til síðasta blóðdropa.  Vegna þess að barátta þjóðar okkar er grunnbarátta eins og baráttan við nasismann var á sínum tíma.  Þar var mannhatur og arðrán klætt í búning kynþáttahyggju, í dag er mannhatur og arðrán klætt í búning réttlætingar græðginnar.  Þeir sem aðeins þekkja til sögunnar, kannast við öll meginrök Nýfrjálshyggjunnar þegar hún réttlætir þrælabúðir í þriðja heiminum, þrælakaupmenn Bristol og Liverpool notuðu þau öll gegn Wilberforce á sínum tíma.

Þess vegna sætti ég mig aldrei við AGS, og aldrei við ICEsave.  Ekki frekar en kynþáttahatur, mannhatur, arðrán og grímulausa kúgun ofbeldismanna.

Skynsamir menn segjast kannast við hugsjónaeldinn að berjast gegn alþjóðlegu græðgiauðmagni, en það sé ekki árangursríkara en vindmylluslagur þekkts Spánverja.  

Gott og vel, ég er ósammála.  Ég tel að þetta stríð þurfi að heyja, allstaðar.  Og það er eðli slíkrar baráttu að sá sem byrjar andófið gegn ómennskunni, það er ekki víst að hann njóti sigursins.  

Af hverju kusu Belgar ekki dönsku leiðina????  

Hún hefði þýtt þægilegt líf og óskemmdar borgir.  Í stað þess var Antwerpen fyrsta stórborgin sem var rústuð og þúsundir saklausra týndu lífinu.  Vegna baráttu sem var dæmd til að mistakast.  

En Belgarnir skynjuðu einhverja ómennsku og þeir vörðustu á meðan þeir gátu.  Og fyrir vikið komst breski herinn yfir sundið, og Bretar gátu haldið áfram, þá reyndar vonlausri baráttu.  

En baráttu sem varð að heyjast. 

Þess vegna er ég í stríði við ICEsave/AGS.  Sumt má ekki.

Þá er sagt, voru hinir ekki líka slæmir, er þetta ekki allt þeim að kenna.  Og hvað með það????  

Dæmi má taka úr sama stríði og Belgar háðu gegn illskuöflum.  Úkraínumenn hikuðu í nokkra vikur um hvort þeir ættu að verja land sitt með sovéska hernum.  Þar með voru þeir að berjast fyrir ómennsk stjórnvöld sem höfðu blóð milljóna samlanda þeirra á höndum sér, óþvegið.

Myndir og frásagnir af hangandi konum og gamalmennum, tóku af þeim ómakið að gera upp hug sinn.  Sjálf mannvonskan holdi klædd hafði ráðist inn í land þeirra.  Uppgjör við það sem var, þurfti að bíða betri tíma.

Og sá tími kom.  Úkraínumenn fengu sitt frelsi án þess að hafa nokkurn tímann þurft að ganga ómennskunni á hönd.

Það er betra að vera fátæk þjóð, eða sigruð þjóð, en þjóð sem vinnur fríviljug með ómennum.

Ómenni á að mennska, ekki láta þá afmennska okkur.  Það er valkostur að falla, en það er aldrei valkostur að starfa með ómennum.

Og sá dagur mun renna upp að fleiri en ég tala á þessum nótum.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.8.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 2528
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2170
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband