6.8.2010 | 20:05
Þjónusta ohf fyrirtækja er engin.
Ríkisfyrirtæki með áralanga farsæla sögu, breytast í skrípafyrirtæki um leið og blauti draumur ungra íhaldsdrengja, sem öllu réðu hér á árunum fyrir Hrun, rættist um ofh væðingu.
Ohf fyrirtæki þiggja vissulega peninga landsbyggðarfólks, en allt annað er kostnaður.
Kostnaður sem á ekki að eiga sér stað fyrir utan Rauðhóla.
Þess vegna er það liðin tíð að opinber fyrirtæki þjónusti landsbyggðina.
Varahlutir, viðgerðarmenn, er allt staðsett í 101 Reykjavík, miðað við umferðarteppuna þar, þá er gott að fá viðgerð innan þriggja daga, svo langan tíma tekur að koma mannskap og hlutum út á flugvöll.
En hvernig væri það ef tekjurnar hættu að berast utan af landi?????
Fyrst að Hrunið losaði þjóðfélagið ekki við sóðaskap Nýfrjálshyggjunnar, þá þarf landsbyggðina alvarlega að íhuga sína stöðu.
Það er óviðunandi að almannþjónustu detti út í ótalklukkutíma vegna mannanna heimsku.
Það þarf aftur að endurvekja þann hugsunarhátt sem byggði upp Ísland.
Þá var ekkert Ohf heldur almannafyrirtæki sem veittu þjónustu á þann besta hátt sem þau gátu.
Þá var markmiðið að byggja upp og veita þjónustu, ekki að útbúa söluvæn fyrirtæki handa fjárfestum.
Þá var landið ekki gjaldþrota.
Þá var ekki eina markmið valdaelítunnar að afhenda auðlindir landsins erlendum ræningjum eða starf með mestu illskuöflum heimsins í dag, Óberum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þá tókst þjóðin sameinuð á við afleiðingar hamfara.
Og þá vorum við ein þjóð.
Kveðja að austan.
Sjónvarpslaust á Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega
Haraldur Bjarnason, 6.8.2010 kl. 20:12
Fyrir það fyrsta hefurðu augljóslega ekki hundsvit á fjarskiptum, og notar bilun í fjarskiptakerfinu til að fá útrás á því sem þú kallar "blauta drauma íhaldsdrengjanna". En það virðist vera ljóst að þínir eigin blautu draumar virðast verða að veruleika þegar upp kemur bilun í íslenska fjarskiptakerfinu.
Bilanir og varsla varahluta eru að mestu byggð á líkindareikningum, hverjar eru líkurnar á því að viðkomandi component í netinu klikki og svo framvegis. Útfrá því er svo hægt að ákvarða hversu marga varahluti og hvar þeir eiga að vera staðsettir.
Nú vitum hvorki ég né þú nákvæmlega hvað klikkaði, en mér segir svo hugur að þarna hafi verið um bilun að ræða í stofnnetinu, og mjög líklega SDH búnaði (ljósleiðarabúnaði) í símstöðinni á Vopnafirði. Slíkur búnaður kostar skildinginn, og útilokað að hafa varahluti liggjandi um allt land. Þetta er örlítið tæknilegra og flóknara heldur en að byggja upp sólpall, og svo passa uppá að hafa 2-3 extra spítur liggjandi , ef eitthvað klikkar. Fyrir utan að kostnaðurinn er margfalt meiri.
Og fyrst við erum farnir að tala um líkindareikning, þá er spurning hvort "Það er óviðunandi að almannþjónustu detti út í ótalklukkutíma vegna mannanna heimsku."
Nú er það svo að heimur fjarskiptanna er flókinn, en með mjög einföldum líkindareikningi get ég bent á að 3-4 klukkutíma rof ef miðað er við að þjónustan hefur keyrt án rofs í langan tíma (síðustu 5-6 árin ef ekki lengur án rofs), þá get ég bent þér á að uppitími þjónustunnar er mjög líklega nálægt 99.99% , sem er einmitt það sem fjarskiptakerfi eru hönnuð til að uppfylla. Og í þessu tilfelli líklega 99.99999% sem hlýtur að vera ásættanlegt, meira að segja fyrir vælukjóa eins og þig...
Það að þú komir og vælir vegna 3-4 tíma rofs, þó það væru 10 tímar, er auðvitað hlægilegt..
og þegar þú talar um "mannanna heimsku" , áttu þá við að vegna þess að Síminn/Míla var einkavæddur, þá hafi kerfið klikkað í gær ?
Ef svo er , þá ertu klikkaðari en ég hélt..
"Varahlutir, viðgerðarmenn, er allt staðsett í 101 Reykjavík, miðað við umferðarteppuna þar, þá er gott að fá viðgerð innan þriggja daga, svo langan tíma tekur að koma mannskap og hlutum út á flugvöll."
Aftur komum við að tæknilega flóknum heimi fjarskiptanna. Nú er það svo að þegar upp koma bilanir, þá fer það allt eftir eðli bilunarinnar hvernig brugðist er við. Við getum talað um þrjár tegundir bilanna:
1. Bilun þar sem strengur hefur rofnað, eða annarsskonar bilun þar sem ekki er krafist mikillar sérþekkingar, og eitthvað sem hægt er að laga á staðnum, af heimamönnum, eða almennum starfsmönnum Símans...
2. Bilun í t.d. ljósleiðarabúnaði og eða SDH neti á símstöð, bilanaleit krefst tíma, og mikillar sérþekkingar. Þegar bilun er fundin þarf annaðhvort að að fá varahlut frá RVK eða jafnvel að utan. Ljósleiðarabúnaður er í flestum tilfellum dýr, og útilokað að liggja með varahluti útum allt land.
3. Alvarleg bilun í búnaði í símstöð, annaðhvort ljósleiðarabúnaði eða símstöðvarbúnaði, bilun þar sem "allt" eða svo gott sem allt sem tengist símstöð er niðri. Bilalanaleit krefst "level 3" aðstoðar, þar sem þeir einstaklingar sem framkvæma bilanaleit undir mikilli pressu vegna þess einmitt að allt er niðri, eru sérfræðingar í hæsta flokki í þeim búnaði sem um er að ræða. Í mörgum tilfellum felst þessi bilanaleit í því að sérfræðingur eða jafnvel hönnuður búnaðarins frá framleiðenda er með í ráðum. Bilun þar sem allt er gert til þess að fá sambönd upp aftur svo fljótt sem hægt er. Þesskonar bilun verður aldrei leist með einhverjum local bónda, þó svo að oft á tíðum séu bilanir í fjarskiptakerfinu þess eðlis að hver sem er getur stungið korti, fært kapal úr einu porti í annað o.s.f. þ.e.a.s bilanir þar sem eingöngu er krafist "handleggja og fóta" ÞEGAR bilun er fundin.
En það væri auðvitað hægt að planta einum sérfræðingi á nokkra staði á landinu, en vandamálið er að við erum að tala um innan við 5 menn á Íslandi sem geta höndlað slíkar bilanir, þ.e.a.s. bilanir af hæstu gráðu. Fyrir utan stressið sem fylgir því að vinna í umhverfi þar sem öll sambönd eru niðri og fólk vælandi allt um kring. Þá krefst bilanaleit mikillar sérfræðiþekkingar, og fyrst og fremst langrar reynslu. Hjá Símanum myndi ég giska á að það séu 4-5 sem geta klárað svona scenario (allt eftir hvers eðlis bilunin er) og hjá fjarskipta yrirtækjum almennt 3-4 menn sem geta gert þetta, í samstarfi við hönnuði og framleiðenda kerfanna. En framleiðendur kerfanna (t.d. Ericsson, Cisco, Siemens(NSN) o.fl.) kljást við sambærilegar bilanir um allan heim í hverjum mánuði, bilanir sem kannski koma upp á Íslandi einu sinni á 10-15 ára fresti.
Þannig að þetta er auðvitað aðeins meira mál heldur en að hafa ekstra ljósperu klára heimavið, þegar önnur klikkar..
En auðvitað sorglegt að þú skulir nota þetta tækifæri til þess að blanda einkavæðingar tali inní svona bilun. Bilanir koma alltaf til með að gerast, alveg sama hvort um er að ræða einkavædd fyrirtæki eða ríkisbákn.
Og svo er auðvitað sorglegt hvernig þú talar um hluti sem þú augljóslega hefur enga þekkingu á....
Bloggarar almennt eru þekktir fyrir að hlaupa upp til handa og fóta með fullyrðingar um hluti sem þeir hafa enga þekkingu á...
Þú ert einn af þeim...
Fyrrum Símamaður (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 11:43
Takk fyrir innlitið Haraldur.
Og blessaður Fyrrum Símamaður.
Það liggur við að ég sjái eftir því að hafa hent þessari færslu inn í gær. Vissulega er einn tilgangur hennar að ergja, en samt mjög lítill tilgangur hennar. Aðallega vegna þess að ég reiknaði ekki með að markhópur slíkrar ergi mitt lesa þetta blogg.
En þegar ég las þessa færslu mína þá hugsaði ég "guð minn góður, hvað hef ég gert??? " Flestir sem verða argir láta sér duga að segja "Hættu þessu bulli asninn þinn, þú veist ekki hvað þú ert að segja." eða eitthvað álíka.
En svona innslag nær yfir allan þjófabálk, ég vona að þú sért ekki giftur, og töskurnar séu út á tröppum, eða börnin séu grátandi því þau misstu af helgarferðinni.
Tíminn maður, tíminn sem það tekur að slá svona inn.
En fyrst þú eyddir svona miklum tíma í þetta, þá skal ég svara þér mjög kurteislega. Það er rétt að ég hef ekki nokkurn áhuga á biluninni á Vopnafirði, ég greip gæsina eins og þú gast þér réttilega til. Hefði hún mig eitthvað varðað, þá hefði ég til dæmis kvartað yfir af hverju ekki var strax hægt að lesa sér til um það í vefmiðlum, sem eru náttúrulega Mbl.is, hvers eðlis hún væri, og ég gæti því rólega haldið áfram að horfa á Stöð 2 eða hlustað á Bylgjuna. Jafnvel hefði ég fengið útrás yfir þeirri heimsku að fyrsta verk Mílu hér fyrir austan hefði verið að segja upp vönu fólki en halda lærlingum.
En ég gerði það ekki, ég fabúlaði um bilunina. Að minnast á 101 þegar fyrirtækið er einhvers staðar upp í óbyggðum, á höfðum eða hólum, og tala um nokkra daga umferðarteppu í stað þess að halda sig við efnisatrið málsins, það bendir til að efnisatriði málsins séu skrifara ekki hugleikinn.
En það er rétt hjá þér að ég er argur yfir ohf væðingunni, og á það sammerkt með mörgum landsmönnum. Hér að ofan kom inn stutt athugasemd af sömum rótum, þar er maður sem þekkir vel til misþyrmingarinnar á svæðisútvörpum landsmanna, og hann fattaði til hvers pistillinn var saminn, að tjá gremju.
Og þar sem þú er greinilega þokkalega lesinn maður, Fyrrum Símamaður, annars kæmir þú ekki frá þér svona skýrum texta, þá veistu að dropinn sem fyllir mælinn er ekki endanlega allt rúmmál mælisins. Til dæmis er það góð saga að gáleysisleg orð Maríu Austurríkisprinsessu um kökur hafi verið sá dropi sem fyllti bikar Parísarbúa en líklegra er að þau orð hafi verið gæs æsingarmanna sem vildu bylta þjóðfélaginu.
Um 220 árum seinna þá var annar dropi sem hratt af bálförum í París, gróusaga um misþyrmingu lögreglu dugði til.
Vegna þess að gremja var til staðar.Og einhverjir nýttu sér hana.
En þetta er langt mál um einfaldan hlut, þeir sem þekkja blogg mitt vita eins og er að hjá mér enda öll skrif á annaðhvort AGS eða ICEsave. Og af hverju ég var að hafa fyrir því að tengja Mílu greyið við tilgang þessa bloggs, það á sér dýpri skýringu.
En þú ert heppinn, konan er farin að pakka niður, svo þú losnar við að lesa það sem þú hefur engan áhuga á að lesa.
Nú ef þú ert ekki að lesa, þá lofaði ég að vera kurteis, og engar pílur í lokinn, sem eru annars eitt af vörumerkjum mínum.
En af hverju er þér svona illa við bloggara???? Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið bloggvini mína, um margt mjög ólíkir menn, en tjá skoðanalitróf þjóðarinnar.
Varla er þér illa við þjóð þína??? (úps)
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.8.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.