6.8.2010 | 19:04
Seðlabankinn er bara deild í stjórnkerfinu.
Vissulega trúði þjóðin að hann væri sjálfstæður og óháður á meðan Davíð þáði þar laun. Enda Davíð Steingeit og þær vilja sjálfstæðar vera.
Og út á þá trúgirni slapp annar af tveimur Hrunflokkunum, Samfylkingin við afhroð í vorkosningunum 2009. Nógu margir trúðu Barbabrellunni um sjálfstæði Seðlabankans og eitthvað meint aðgerðarleysi, eða ekki aðgerðarleysi, eða orð Davíðs eða það sem hann lét ósagt, hafi verið Hrunforsenda.
Ekki meint aðgerðarleysi stjórnvalda og algjör afglapaháttur stjórnmálamanna að trúa því að þjóðarhagur gæti endalaust vaxið og dafnað á akri erlends lánsfjár.
Fólk trúði því að það hefði engin ríkisstjórn verið á Íslandi, að embættismenn stjórnuðu landinu.
Borgarahreyfingin gerði dálítið út á þá trú, og virðist ennþá trúa að í Seðlabankanum séu hulin öfl sem öllu ráði, eða leyni, ef þau fái ekki að ráða.
Hverju ræður Seðlabankinn???? Litnum á tilvonandi tíuþúsund króna seðli???
Hverju leyndi hann????? Aðgengistryggingin væri ólögleg????
Allir sem það vildu vita gátu lesið skýra röksemdafærslu Marínós Njálssonar sem hann setti fram mjög fljótlega fram eftir Hrun á bloggi sínu. Þeim rökum hefur aldrei verið hnekkt.
Og það blogg var ekki í leynum í neðanjarðarhólfi djúpt undir Kolviðarhóli.
En það er svo sem ágætt að trúa þessu.
En kjarninn er einfaldur.
Það er ríkisstjórn í landinu. Og daginn sem VinstriGrænir seldu sálu sína illu öflum alþjóðlegs auðmagns, þá var ljóst að ekkert yrði gert til að aðstoða heimili landsins.
Samstarf Samfylkingarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sá til þess.
En það er mjög gott að gagnrýna Seðlabankann.
Það er eitthvað svo 2008.
Gæti gengið í vitgranna blaðamenn.
Og jafnvel skorað stig í skoðanakönnunum.
En það mun engu breyta.
Kveðja að austan.
Gagnrýna Seðlabankann harkalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 611
- Sl. sólarhring: 631
- Sl. viku: 6342
- Frá upphafi: 1399510
Annað
- Innlit í dag: 524
- Innlit sl. viku: 5379
- Gestir í dag: 480
- IP-tölur í dag: 474
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seðlabankinn er EKKI deild í stjórnkerfinu!
Með því að segja slíkt er verið að viðurkenna og samþykkja að hann sé það!
Spurningin er hver ræður yfir Íslenska Seðlabankanum með mútum og öðrum álíka barnalegum og vanþroskuðum aðgerðum/hótunum/mútum? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.8.2010 kl. 22:18
Blessuð Anna.
Seðlabankinn er það, okkar orð breyta þar engu um.
Seðlabankann skipa embættismenn, sem lúta ríkisvaldinu..
Vissulega voru sett gervilög um sjálfstæði Seðlabankans, líkt og við værum stórþjóð með áratugahefð fyrir sjálfstæðum Seðlabanka. En allar forsendur vantar fyrir slíku sjálfstæði, enda hefur eina sjálfstæði Seðlabankans verið fólgið í því að skella á hann skuldinni vegna vaxtahækkana.
Og úti, þar sem um raun sjálfstæði er að ræða, þar ganga bankar ekki gegn einbeittum vilja stjórnvalda, því stjórnvöld voru jú kosin, en hinir eru umboðslausir embættismenn.
En það er samspil þar á milli sem báðir aðilar þurfa að virða.
Slíkt var ekki til staðar hér, og er ekki til staðar hér.
Annars væri AGS ekki hér á landi, Davíð vildi ekki sjá fólin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.8.2010 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.