5.8.2010 | 13:39
Er ekki allt gott sem endar vel??
Það átti að sniðganga hæfa konu sem hafði það sér eitt til saka unnið að vera ekki flokksvinur.
Þessi kona var hæf til að sinna lítt þekktu og örugglega ekki vel borguðu starfi hjá Ráðgjafastofu heimilanna. Líklegast vildi enginn kall líta við svona starfi, hvað þá einhver flokksvinur.
Þegar vægi starfs hennar var aukið, og það þótti líklegt til að vera í sviðsljósinu, þá var kominn bittlingur, pólitískur bittlingur. Og allt í einu þá var ekki hægt að nota hina hæfu konu.
Starfið var frátekið handa flokksvini.
En bæði flokksvinurinn og ráðherra sáu að sér. Og málið fékk farsælan endi.
Þjóðin fékk líka staðfestingu á því að ef henni ofbíður, og hún lætur vanþóknun sína nógu sterklega í ljós, þá getur hún haft áhrif á ákvarðanatöku ráðamanna.
Og það er frábært að svo sé.
Þetta mun líka hafa þau áhrif að líklegra er en hitt að næstu ráðningar í stjórnkerfinu verði faglegar í þeirri merkingu að hugsanlega komi fleiri til greina en flokksvinir.
Það er ekki líklegt að aðrir ráðherrar vilji draga Svarta Pétur eins og Árni Páll félagsmálaráðherra gerði þegar hann réði flokksvin án þess að aðrir ættu hinn minnsta möguleika að fá starfið.
Tíminn mun skera úr en líklegt er engu að síður að hæft fólk fái tækifæri hjá hinu opinbera án þess að þurfa fyrst að byggja upp pólitísk tengsl.
Og það er vel.
En sumum í bloggheimi finnst málið ekki hafa fengið farsælan endi nema að ráðherra víki einnig.
Mér persónulega finnst það furðuleg krafa.
Tel að stærri mál eigi að skilja milli feigs og ófeigs í lífi ráðherra. Til dæmis svikin loforð um aðstoð við skuldug heimili landsins.
En fyrst og fremst á að virða þá ákvörðun ráðherra að sjá að sér. Að hann skildi vera maður að meiri og leiðrétta hin upphaflegu rangindi.
Ef fólk kann ekki að meta slíkt, og heimtar alltaf blóð, þá eru svo miklu meiri líkur að ráðamenn reyni að verja það sem ekki er hægt að verja, í stað þess að segja afsakið og leiðrétta sín mistök.
Það er nefnilega engin framtíð í sífelldum hanaslag og látum.
Framtíðin fellst í því að reyna að gera það sem rétt er, á réttum forsendum.
Þess vegna er endir þessa máls, farsæll endir.
Þeir sem vilja taka slaginn við Árna Pál, þeir geta gert það núna á næstu vikum þegar lokaorrustan gegn ICEsave svikunum verður háð.
Eða þá tekið skuldaslag við hann og aðra leppa fjármálakerfisins.
Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um grundvallarhluti.
Kveðja að austan.
Ásta skipuð umboðsmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 204
- Frá upphafi: 1412823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 170
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.