4.8.2010 | 16:41
Allt er gott sem endar vel.
En ljót var níðáróðursherferð Samfylkingarinnar gegn Ástu.
Það á ekki að níða fólk niður fyrir það eitt að sækja um starf gegn flokksdindlum Samfylkingarinnar.
Látum það vera þó Samfylkingin hafi gengið sinni eigin jafnréttisáætlun, og hafi fyrirfram ákveðið að ráða flokkshest í starf umboðsmann skuldara.
Pólitísk spilling hefur áður ráðið hjá þeim sem ríkisjötunni stjórna.
En að níða niður hæfa umsækjendur, bara vegna þess að þeir voguðu sér að sækja um starf gegn fyrirfram ákveðnum fulltrúa Samfylkingarinnar, það eru ný vinnubrögð í íslenskri spillingu.
Vinnubrögð sem enginn hefur haft döngun í sér fyrr en spunakokkar Samfylkingarinnar ákváðu að níða niður Ástu, bara vegna þess að hún var hæf.
En sömu spunakokkar lugu ICEsave skuldinni upp á þjóð sína.
Og fullt af fíflum í Netheimum trúðu þeim.
Líklegast sömu fíflin og töluðu gegn Ástu.
Það er alltaf samræmi í lágkúrunni.
Spunakokkar Samfylkingarinnar sanna þau fornu sannindi.
En hvað ógæfufólk fól þessari lágkúru að stýra landi okkar.
Var ekki auðmannsránið nóg????
Hvenær þrýtur þjóðinni þolinmæði sín??????
Verður það eftir Magma ránið og ICEsave landráðin??????
Hvenær verða spunakokkarnir sendir í frí?????
Kveðja að austan.
Ástu boðið starfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hummm!
Eru sumir að vakna við vondann draum og átta sig á því að Nágrímur og Nornin eru ekkert skárri en Bjarni og seðlabruðlararnir.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 17:30
Veit ekki Óskar.
Hvað heldur þú???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.8.2010 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.