3.8.2010 | 19:50
Runólfur maður að meiri.
Og hann er alltof hæfur til að þurfa einkavinafyrirgreiðslu.
Það er allstaðar þörf fyrir kraftmikla eldhuga, með fullt af göllum, en þá hugljómun að sjá til lands þegar aðrir sjá aðeins brimgarðinn, hafi þeir þá á annað borð lagt af stað í ferð sem þarf að fara.
En þjóðin hefur ekki lengur þörf fyrir lítillækkun spillingar og flokksráðninga, þær minnka bæði þann sem þiggur og þann sem veitir.
Þetta mál er til að læra af.
Kveðja að austan.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skoffínin gerast varla verri en Arni Páll. Þetta viðrini er bara lélegt jók.
Guðmundur Pétursson, 3.8.2010 kl. 19:59
sumum er ekki nein takmörk sett - það er göslað áfram uns "drullan" nær þeim upp í eyru og þeir dregnir upp að "fólkinu" og hent frá - gjörsamlega óþolandi þega fólk vill ekki kannast við sín "takmörk"
amen
Jón Snæbjörnsson, 3.8.2010 kl. 20:02
Guð sé oss næstur. Þessum uppalingum samspillingarinnar og fréttablaðsins er gjörsamlega fyrirmunað að kunna að skammast sín. Hefur allt óvit vög óeldi frá miðlum Jóns Ágeirs og launaða stóðinu sem stundaði ítroðsluna á Bifröst.
Kári (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:06
Þetta mál hefur ekkert með Runólf að gera, heldur Árna Pál. Runólfur er búinn að leggja línuna. Árna Pál er varla stætt á öðru en að segja af sér.
joi (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:06
Hann átti einfaldlega ekki um annað að velja......Maður að meiri... hvað ?
Han kom mér nú ekki fyrir sjónir sem stórbrotinn mannkostamaður hann Runólfur..sorry.
hilmar jónsson, 3.8.2010 kl. 20:10
ég kalla efir heiðarlegur fólki til að stjórna - hef bara ekki tíma í meira svona bullráðningar - allt svona tekur "kraft" frá því sem virkilega þarf að taka á og við flest öll hér vitum hvað það er og þurfum ekki "hulduráðningar" sem og "vinaráðningar" til að spilla því verkefni öllu - fólkið þarf að finna fyrir trausti
Jón Snæbjörnsson, 3.8.2010 kl. 20:15
Vel mælt, Ómar.
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 20:15
Mér finnst þetta vera svona ,,það mátti reyna" mál, ég er þér sammála því að hann tók þó mark á hvað fólkið var að segja um þessa ráningu, en árni Páll er á hálum ís.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.8.2010 kl. 20:19
gaman að sjá hvað sumir eru hneykslaðir hér og nú,ekki þótti mikið mál á sínum tíma þegar verið var að ráða drykkjufélagana í hæstarétt eða son aðals í dómarann..
árni (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:31
Segi eins og Björn; vel mælt hjá þér.
Elínborg, 3.8.2010 kl. 20:42
Reynsla er hafa aðhafst og hún getur verið jákvæð eða neikvæð, sá sem hefur reynsluna skilur manna best hvernig þeim líður sem hafa farið í gegnum hliðstætt ferli. Er embættinu best borgið í höndum einhvers sem enga reynslu hefur?
Reynir (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:26
Takk fyrir illitið kæra fólk.
hilmar. Það er alltaf spurning hvort breyskir menn geti verið menn að meiri, og jafnvel talist til mannkostmanna. Sitt sýnist hverjum um það. Ég persónulega vill skoða hjartalagið, og engum dylst eftir að hafa lesið stórgóða reisubók Runólfs, að hann er með hjarta strákurinn, sumir sem þekkja hann segja hann með gott hjarta.
En kjarninn er sá að ef við þökkum ekki rétta breytni, þá þurfum við ekki að vera hissa að fólk sé tregt til að sýna hana. Magma málið er gott dæmi um slíkan vítahring. Þar á að hengja sig á röng lög í þeirri von að almenningur gefist upp fyrir auðræningjunum. Í stað þess að breyta rétt og hindra auðlindaránið.
joi, vissulega má margt segja um Árna Pál, og ég er einn af þeim sem hef sagt ýmislegt um hann. En bloggið var um breytni Runólfs.
Árni, fannst þér þau vinnubrögð vera til eftirbreytni????
Reynir, það sótti margt fólk um með ágæta reynslu og hæfni,fleiri er Runólfur. Og ég efast ekki eina mínútu um að Runólfur hefði látið kveða að sér í þessu embætti. Skil þess vegna ekki þessa ráðningu Árna. Það er jú hann og ríkisstjórnin sem er með allt niðrum sig í skuldamálum almennings.
En það er ekki kjarni málsins, kjarninn er sá að aðrir komu ekki til greina.
Fyrirfram.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.8.2010 kl. 21:59
Árna verður hent út í haust ásamt öllum hinum landráðamönnunum sem eru á alþingi það er lítil sem eingin von til þess að hann fari firr!
Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.