3.8.2010 | 12:23
Meintar skuldir Runólfs eru ekki kjarni málsins.
Kjarni málsins er að núverandi ríkisstjórn, þrátt fyrir fögur fyrirheit sem jafnvel áttu stóran þátt í að koma henni til valda, að hún hélt áfram á þeirri braut flokks og klíkuráðninga sem höfðu stórskaðað þjóðfélagið á undangengnum árum.
Og eitt er að vera spillt ríkisstjórn, ljúgandi spillt ríkisstjórn er ennþá ógeðslegri.
Þjóðin fór ekki í gegnum þrengingarnar 2008 til að fá yfir sig sömu vinnubrögðin, sömu gjörspilltu stjórnarhættina.
Sá tími á að vera liðinn að nauðsynlegt skilyrðir fyrir ráðningum hjá hinu opinbera sé rétt flokkspólitísk tengsl.
Málið snýst ekki um að Runólfur hafi verið hæfur í embættið, málið snýst um að það komu ekki aðrir til greina.
Þar liggur hnífurinn í kúnni.
Kveðja að austan.
Vissi að Runólfur tapaði fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þú meinar - það komu ekki aðrir til greina að mati þessa ráðherra samspillingar
Jón Snæbjörnsson, 3.8.2010 kl. 12:34
Akkúrat það er málið spilling og mafíustarfsemi af versta tagi!
Hendum þessu pakki út í haust þegar þingið kemur saman!
Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 13:17
Algjörlega sammála ykkur strákar, og hann er greinilega ekki meðvitaður, segist hafa vitað að Runólfur hafi tapað eitthverju en ekki hversu miklu... Hvernig voru hans mál skoðuð fyrir ráðninguna langar mig að vita, hverslags vinnubrögð eru þetta... En málið er eins og þú segir Sigurður það er þessari Ríkisstjórn sem verður að koma frá hið snarasta...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.8.2010 kl. 14:48
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Hvað sem öðru líður þá tókst almenningsálitinu að koma vitinu fyrir málsaðila.
Flokksráðning í þetta embætti var alltaf dauðadæmd, burtséð frá meintri hæfni flokkshestsins.
Og ef almenningur heldur vöku sinni þá mun þetta ekki gerast í bráð. Þingmönnum þykir alltof vænt um stóla sína til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.8.2010 kl. 21:47
Þeir munu ekki sitja stólana öllu lengur Ómar við sjáum til þess í haust að koma pakkinu frá!
Sigurður Haraldsson, 4.8.2010 kl. 00:41
Blessaður Sigurður.
Ég sé um títuprjónana, þú mætir í útburðinn.
En eru ekki allir ligegladir???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.8.2010 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.