26.7.2010 | 16:33
Þegar fár að viti talar
Þá er ljóst að hið einfalda er orðið flókið.
Þingmaður Vg vitnar í söguna, telur að Sigmundur Davíð megi ekki hafa þá skoðun að landsala orkuauðlinda Suðurnesjamanna sé að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Framsóknarflokkurinn var nefnilega í stjórn þegar íslenskir auðmenn keyptu sálir Framsóknar og íhalds, og þeim var afhent orkuauðlindir landsins fyrir skrautritaðan pappír.
Skrautritaðan pappír sem núna eru í eigu einhvers þrotabús, verðgildið núll því ekki er hægt að nota hann til að hreinsa óæðri endann.
Þá var AGS ekki hið æðsta stjórnvald Íslands, aðeins spilltir, gjörspilltir stjórnmálamenn báru ábyrgð á landsölunni.
Segir maðurinn sem er fár að viti.
Hann segir að ekki megi breyta, ekki megi laga það sem miður fór.
En ógæfa okkar þjóðar að svona snillingar fari með stjórnataumana er um leið gæfa annarra.
Ég vildi ekki vera brúnn á hörund og heita til dæmis Osmil eða með kollhúfu á höfði og lúta Jave, ef ég ætti heima í Þýskalandi nútímans.
Ekki ef þessi snillingur hefði mótað hið nýja Þýskaland sem reis úr rústum mannvonsku nasismans.
Hann hefði talið lögin sem samþykkt voru 1933 um hinn hreina kynstofn, vissulega vera slæm, og jafnvel í andstöðu síns flokks, en lög engu að síðu sem þyrfti að virða.
Og hann hefði frekar vegið sín eigin flokkssystkini en að bregðast þeim sem völdin fóru í den, og notuðu þau á þann hátt að allt fór í kalda kol, lög beri að virða.
Jafnvel þó þau kosti landsal og örbirgð þegar fram í sækir.
En af hverju kaus þjóðin fólk til valda sem er fátt að viti og telur það sína æðstu dyggð að framfylgja ólögum auðmanna og gróðapunga.
Af hverju?????
Kveðja að austan.
Sérstakar yfirlýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þær eru margar spurningarnar sem erfitt er að svara.
Hitt er þó verra að svarið við þeirri gátu hvar bera eigi niður til að velja fólk sem er treystandi fyrir lyklum að stjórnsýslustofnunum okkar er ekki auðfengið.
Þeir einstaklingar eru örfáir inni á Alþingi og í stjórnarráði sem ég myndi trúa fyrir umboði mínu.
Árni Gunnarsson, 26.7.2010 kl. 17:43
Blessaður Árni.
Við þurfum svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Frekar að vona að einhver alvöru siðvæðing hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum. Klúður þeirra sem eru vinstra megin við miðju er þvílíkt og algjört að aðeins tímaspursmál hvenær sá ágæti flokkur nær aftur öllum völdum.
En ég á ekki algilt svar við þessari gátu, tel þó að vandi nýrrar aldar, sem er ærinn og jafnvel endanlegur ef ekki er tekist á við hann af fullri alvöru, verði ekki leystur af tæknikrötum, eða öðrum þeim sem ættu að teljast hæfastir til verka.
Þetta snýst frekar um grunnhugsun og skilning á því sem má og því sem ekki má.
Styrmir útskýrir grunnforsendur Magma málsins ágætlega í pistli sínum í Sunnudagsmogganum.
Magma er mál, mikið mál vegna þess að menn þekkja ekki muninn á réttu og röngu.
Það er sama hvernig það er orðað, grunnhugsunin er alltaf sú að það er rangt að afhenda erlendum aðilum auðlindir landsins.
Málið er ekki flóknara en það.
Og fólkið sem stjórnar þarf að þekkja þann mun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.7.2010 kl. 22:38
Ég held að ég geti verið sammála flestu þessu. Það er ekki svo langt síðan að mér hefði verið óhætt að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn væri öllu heilbrigðu fólki óhugsandi. Nú er ég tekinn að efast.
Fyrir tveim árum hefði líka fáum komið til hugar að ef V.g og Samfylkingin mynduðu ríkisstjórn yrði Samfylkingarmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon leiðtogi Vinstri grænna.
Norrænu velferðarstjórninni hefur tekist það óframkvæmanlega sem er að verða þegar á fyrstu mánuðum til muna skelfilegri en ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar sem þjóðin hrakti frá völdum þegar borgarastyrjöld var orðin yfirvofandi.
Árni Gunnarsson, 26.7.2010 kl. 23:38
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, en hann rúmar samt ekki þessi undur.
Grundvallarsvik VG liða við hugsjónir sínar og lífsskoðanir eru ekki þessa heims, og mér er til efs að einhver annar heimur rúmi þau.
Aðeins skrattanum er skemmt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.7.2010 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.