Haustið 2008 var engin heimskreppa byrjuð samkvæmt spám AGS.

 

Samt veit enginn hvernig núverandi kreppa endar.  

Nú þegar sást merki um að spábatinn í Evrópu og Bandaríkjunum láti á sér standa.  Allavega ef má marka þá menn sem stýra efnahagsmálum vestan hafs og austan.

En AGS er ligeglad og sér hagvöxt í kristalkúlu sinni.  

Fyrri reynsla mælir ekki með þeim viskutröllum, en samt, þeir gætu alltaf hitt á rétta spá um bata, svona á meðan þeir spá ekki öðru.

 

Á Íslandi sjást örugg merki um stórminnkaða einkaneyslu.  

Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki.

Unnið er hörðum höndum að koma 60% af tekjum ríkisins í hendurnar á fjármagnseigendum, aðallega erlendum.

 

Sem þýðir á mannamáli, að allar þekktar forsendur hagvaxtar, einkaneysla, fjárfestingar og samneysla eru á niðurleið.  

Samt spá AGS menn því að kreppan sé búinn.

 

Spurningin er hvort einhver sé nógu vitlaus að trúa þeim.

Ég meina fyrir utan það ógæfufólk sem hefur selt gróðaöflunum sálu sína í blindri flokkstryggð.  Og styður hina Norrænu velferðarstjórn íslensku félagshyggjunnar.

 

Kreppan er ekki búinn, hún er rétt að byrja.

Kveðja að austan.


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kreppan sem um er talað er fjármagnseigendanna ... kreppa almennings er enþá til staðar. þeir vinna ekki fyrir almenning og því tala þeir ekki til þeirra. En allt þetta hljómar rétt en þegar að er gáð er þetta ekki rétt. Of gott til að vera satt er ekki satt .

Valdi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdi.

Á  mjög svipuðum tímapunkti eftir kauphallarhrunið 1929, þá kom smá bati, sem var svo undanfari hins endanlega hruns.

Það sem skilur á milli í dag eru varnirnar, en halda þær????

Vandinn sem skóp núverandi fjármálakreppu, hann er til staðar, nema undir teppinu.

En hvað Ísland varðar þá er þetta bull eftir samdráttartölur í neyslu og fjárfestingu, um samdráttinn í samneyslu má lesa um í fjárlögum.  

Og fíflin ætla að skuldsetja landið það mikið að 160 milljarðar eru áætlaðir í vaxtagreiðslur ef þeim tekst að nauðga IcEsave upp á þjóðina.

En það er rétt, atvinnulífið hrundi aldrei, heldur fjármálakerfið.  En til að endurreisa það á að fórna atvinnulífinu, þannig að þegar stefna AGS fer að bíta, þá er út um hagvöxtinn.

Nema náttúrlega að þeim tekst að skipta um þjóð, að flytja inn mjög fátækt fólk sem vill vinna fyrir helming þess sem við gerum.  Sá möguleiki hefur verið orðaður af hagfræðing hjá Seðlabankanum, og vissulega er slíkt partur af prógrammi alþjóðavæðingarinnar.

En endast svik vinstrimanna svo lengi að þeir ná að festa örbirgðina og skuldaþrældóminn svo í sessi að engu verður um þokað?

Aðeins staurblindir vinstrimenn geta svarað þeirri spurningu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.6.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað kreppa? Fjármálgeira kreppan? Íslendingar farnir að borga aftur á fullu fyrir að skiptast á seðlum við stóru þjóðirnar? 

Bakari og sjómaður skiptast á ýsu og brauði. Báðir græða.

Seðlabanki og Seðlabanki skipast á pening og pening og sá efnhagslega þroskaði græðir.

Hver borga brúsann fyrir Seðlabanka leikinn? Bakarinn og sjómaðurinn skuldugir upp fyrir haus.

Some are wise and some are otherwise.

Júlíus Björnsson, 2.7.2010 kl. 03:47

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einu sinn fundu api og mús ostbita. Gátu ekki komið sér saman um hvernig ætti að skipta honum jafnt. Fóru og fundu Uglu. Uglan leit á bitann og skipti honum síðan þannig að annar helmingurinn var örlítið stærri en hinn. Apinn og músin ekki sátta. Svo uglan beit aðeins of mikið af stærri bitanum. Nú var hann minni. Apinn og músin en ekki sátt. Svo gekk þetta drjúglanga stund þangað til að örlitill bit var eftir.  Þá voru músin og sammálum um að nú fær nóg komið af þjónustu uglunnar og kröfðust þess að fá það sem eftir til að skipta sjálf.    Uglan var nú ekki alveg sátt við. Hún sagði "Haldið að ég hafi staðið í öllum þessum skiptum fyrir ekki neitt?" Gleypti svo það litla sem eftir var.

Í þess veru sagði Esop frá  milliliðum 800 fyrir Krist.

Júlíus Björnsson, 2.7.2010 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 2043
  • Frá upphafi: 1412742

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1796
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband