Sammála Gísla.

 

Stjórnmálamaður á að láta verk sín í dóm kjósenda.

Ef engin óeðlileg tengsl eru á milli hans og hagsmunaðila, þá á hann að láta reyna á traust.

Og það er alltí lagi að fólk spái aðeins í orsakir og afleiðingar.

Prófkjör voru viðtekin venja, og þeir einstaklingar sem þar voru, það voru ekki þeir sem sömdu leikreglurnar.

 

En það sem Gísli þarf líka að átta sig á, er að fólk telur þetta kerfi spillt og í raun hafi það skilað okkur gjaldþrota þjóðfélagi.  Stjórnmálamenn sem áttu náð sína undir auðmönnum og stórfyrirtækjum, þeir horfðu alltaf í hina áttina þegar eitthvað kom upp á sem snerti peningagæs þeirra.

Í raun voru þeir stórtækustu í prófkjörum, eign styrktaraðila sinna.

Og þó viðkomandi stjórnmálamenn báru ekki ábyrgð á kerfinu sem þeir urðu að vinna eftir, þá er ljóst að það kerfi skóp ákveðna tegund stjórnmálamanna.

Tegund sem fólk vill ekki sjá lengur.

 

En lokadómurinn er alltaf kjósandinn, og mistök í fortíð eru svo sem engin ávísun á hvernig menn standa sig í dag.  

Vissulega keypti enginn auðmaður Álfheiði Ingadóttur, samt er hún hörð baráttukona um að selja landið bretum.  Kannski er það skýring þess að enginn keypti hana, hún er algjörlega vanhæf.

En hrein mey í styrkjasöfnun.

 

Málið er því miklu flóknara en það að einhver sjálfvirkni eigi að vera í gangi.  

Aðalatriðið er að menn læri af reynslunni, og geri upp sína fortíð.

Án þess að ljúga.  

 

Þar set ég mörkin.

Kveðja að austan. 


mbl.is Gefur skilaboðunum gaum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu Ómar -

vissulega á að skoða þessi mál og þá líka í ljósi tíðarandans eins og hann var -

Athuglissjúkur klerkur sem mun alla sína huds og kattartíð hafa lifað á opinberu framfæri sá hinsvegar ekki aðra leið á Landsfundi til þess að vekja á sér athygli en þá að ráðast á 2 menn -

Eitthvað skolaðist til hjá honum Biblíkunnáttan sem og hans eigi predikanir þá sjaldan hann þarf að vinna -

Hans er lágkúran -

skoðum málin - enn og aftur - í ljósi tíðarandans og lærum af þessum málum.

Hættum að hengja skjóta og skera - ef það á að rústa þessum 2 mætti eins taka Dag B - Helga Hjörvar o.fl. Það er bara engin ástæða til - þeir brutu ekkert af sér heldur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Það er vissulega alveg rétt að þeir sem tala mest um þessa styrki eru þeir sem telja sína menn með hreinna borð en hina.  Bæði innan flokks og utan.

Dæmi mitt um Álfheiði er um stjórnmálamann sem þurfti ekki styrki til að svíkja þjóð sína.

Hin hliðin á málinu er að almenningur treystir lítt þeim stjórnmálamönnum sem þessi tíðarandi skóp, en það er ekki hlutverk álitsgjafa að leysa það mál.

Lýðræðið er sá dómur sem allir þurfa að ganga í gegnum.  

Veikir frambjóðendur draga úr fylgi, en svona ályktanir út i loftið hafa ekkert með það að segja hvernig til tekst.

Þær eru til þess eins að skapa úlfúð.  

Sem er dálítð í anda þess sem menn vilja skilja eftir í Hruninu.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 2035
  • Frá upphafi: 1412734

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1788
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband