26.6.2010 | 08:58
Maðurinn sem kallaði fórnarlömb Hrunsins "Bruðlara"
Hann á ekki erindi í íslensk stjórnmál.
Ekki nema þá fyrir flokk sem stendur til hægri við lýðskrumara danskra Glistrupa eða öfgabullara franskra Pennara.
Svívirðan er að maðurinn skuli yfir höfuð fá að mæta á fund flokksins.
Það skiptir ekki máli þó Pétur Blöndal hafi lagt eitthvað gott til einhverja góðra mála, Stalín var líka góður við börn, allavega tvisvar.
Það sem skiptir máli er það innræti að hæðast að þeim sem þú sjálfur komst á kaldann klaka.
Þetta er eins og að láta nauðgarann komast upp með í réttarsalnum að kalla að fórnarlambi sínu, "sjáumst", og sýkna hann síðan á þeim forsendum að fórnarlambið hafi getað sjálfu sér um kennt. Það þurfti ekki að kaupa sér íbúð og bíl.
En framboð Péturs Blöndal til formanns flokksins reynir fyrst á innri styrk Sjálfstæðisflokksins.
Hefur hann kraft og þann dug að gefa skýra yfirlýsingu um að sumt sé ekki liðið???
Ef svo er þá fær Pétur Blöndal 0,0 atkvæði.
Og er síðan rekinn úr flokknum.
Kveðja að austan.
Pétur vill formanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert greinilega ekki í jafnvægi Ómar yfir því að Pétur sagði sannleikann enda sannleikanum hver sárreiðastur.....
Bragi Sigurður Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 09:04
Pétur er gamall þjófur og skúrkur. Enn það er kanski þess vegna sem hann getur orðið formaður...Pétur er einn sá mesti fantur sem ég hef nokkurtíma komið nálægt. Það góða við framboðið er að hann mun slátra Sjálfstæðisflokknum algjörlega...
Óskar Arnórsson, 26.6.2010 kl. 09:10
Þetta er sami maðurinn sem sagði í ræðustól alþingis skríllinn gæti vel lifað af 100.000 kr á mánuði (er það satt) sami skríllinn og hann þyggur 5-600.000 kr í laun af á mánuði og kallar það lélegt
Pétur ætti að vera með þér í Kína Bragi þar valta þeir bara á skriðdrekum yfir þá sem segja sanleikan en dubba fíkúrur eins og hann uppí ræðupúlt
Róbert (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:21
Blessaður Bragi, alltaf gaman að heyra í Kínverjum.
Finnst þér það dæmi um ójafnvægi að kynda undir samblástur gegn kallinum??? Ætli ég léti mér þá ekki duga að kalla kallinn asna í stað þess að nota IP tölur mínar til að hjóla beint á undirstöður kallsins.
Og einhver árangur er að því fyrst að þú lagðir á þig þá fyrirhöfn að ræða um sannleika við mig.
Kveðja að austan austur í Kínaveldi.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 09:21
Óskar, mér fyndist rétt að þú segðir af hverju þú kallar hann þjóf og skúrk -þú segist hafa "komið nálægt" honum á e-n hátt- afhverju seturðu það ekki uppá borðið þá bara alveg? hverju rændi hann osfrv?
Ómar, ég tók gengistryggt lán, -ég hefði alveg getað sleppt því, þ.e.a.s. ég hefði lifað af án þess og ég held að margir þeirra hefðu getað valið öðruvísi. En ég fagna samt þessum dómi hæstaréttar því þó svo maður skrifaði undir eitt -er ekki þarmeð sagt að bara annar aðilinn eigi alltaf að standa við sín loforð en ekki hinn.
Marí (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:39
Marí.
Hvað þú eða ég gerðum, kemur kjarna málsins ekkert við.
Um grundvallarspurningar er að ræða.
Í helgri bók var það orðað að þú átt að gæta bróður þíns. Sú hugsun stýrir því að á slysstað byrjar þú ekki að spyrja hvort hinir slösuðu hafi unnið fyrir meiðslum sínum. Svona almennt séð hafa sumir gert það en aðrir ekki.
Það gefur Pétri Blöndal, af öllum mönnum, ekki þann rétt að kalla fórnarlömb afglapa fyrri ríkisstjórnar, "Bruðlara". En hann má alveg gangast við að hann sé afglapi og biðji þjóð sína afsökunar á sínum hlut í hörmungunum.
En fyrir þá sem skilja ekki siðfræði, en aðeins budduna, þá er líka til hugsun um af hverju þú kemur fólki til aðstoðar sem hefur orðið fyrir tjóni í hamförum, hvort sem þær eru að völdum manna eða náttúrunnar.
Líklegast er þekktasta orðun hennar, allavega þegar björgun mannslífa er talin, ábending gamals heimspekings og fræðimanns til Kublai Kahns, þess Mongólahöfðingja sem lagði undir sig Kína, að þó fornir siðir Mongóla væru þeir að drepa allt kvikt og ræna á þeim svæðum sem þeir lögðu undir sig, þá væri það bæði tímafrekt og kostnaðarsamt því Kína væri stór sem og hitt að dauður maður framleiddi ekki og þar með væru skattgreiðslur hans í formi rána á eignum hans, endanlegar.
Kublai var skynsamur maður, og stoppaði tafarlaust útrýmingu Kínversku þjóðarinnar en talið var að Mongólar hafi þá þegar verið búnir að drepa milljónir í Norður Kína. Og voru rétt nýbyrjaðir þó móðir væru.
Arðrán mjög stórra hópa í samfélögum er aldrei mjög hagkvæm, þó yfirstéttin geti haft af því ágætar tekjur, þá dregur það alltaf úr heildarhagkvæmni þjóðfélagsins.
Þess vegna þarf að leiðrétta gengis og verðtrygginguna. Í aðdraganda Hrunsins varð forsendubrestur, forsendubrestur sem fólk gat ekki reiknað með. Og þó það hafi átt að geta reiknað með honum, þá var það ekki gert.
Afleiðingar þess heita skuldakreppa og hana þarf að leysa.
Okkar allra vegna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 10:38
Það sem mun gerast á landsfundinum er þetta:1. Það tekst sátt á elleftu stundu og Pétur dregur framboð sitt til baka eða að verður kosið og Bjarni fær amk. tvöfalt fleiri atkvæði en Pétur.2. Bjarni heldur áfram sem formaður. Ólöf Nordal verður næstformaður. Yfirgnæfandi samkomulag um að hvetja til þess að ESB-umsóknin verði dregin til baka. Síðan business as usual.
3. Pétur ákveður að bjóða sig ekki fram til þings 2012, enda búinn að fá sig fullsaddan.
Ef þetta stenzt ekki (í stórum dráttum), þá skal ég éta marzipanhattinn minn.Vendetta, 26.6.2010 kl. 12:22
Það eru ellilífeyrisþegar sem tapa á því að verðtryggingin sé tekin úr sambandi og gráðugt fólk sem vill taka lán fyrir lífstíl sem það á ekki fyrir græðir á því. Finnst þér það góð siðfræði?
Svo er flokksþing kommúnistaflokksins í N-Kóreu núna í haust. Á að skella sér?
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 12:24
Það skoluðust til greinaskil vegna netvandamála. Vona að það skiljist.
Vendetta, 26.6.2010 kl. 12:25
Mari. ég er búin að leggja þetta fram og gefa skyrslu um þetta fyrir löngu síðan og hans þáttur var ekki einu sinni tekin til rannsóknar. Flestir sem hefðu þurft að vitna móti honum voru háður honum fjárhagslega. Mér óar við því að svona snákar komist til valda. Ég held að Vendetta hafi hitt naglan á höfuðið. Pétur er svona týpa sem finnst gaman að stjórna bakvið tjöldin. Og hann á að halda áfram myrkraverkum sínum þannig og ekki opinberlega.
Óskar Arnórsson, 26.6.2010 kl. 12:57
"Greidd voru 925 atkvæði og féllu 573 Bjarna í skaut, en 281 greiddu atvæði með Pétri H. Blöndal." Spot on.
Hvað sagði ég kl. 12:22? Ég sagði að Bjarni fengi amk. tvöfalt fleiri. Og nú kl. 14:32 fékk Bjarni 2,04 sinnum fleiri. Ég held að þessi marzípanhattur minn muni endast mér til elliáranna.
Nú bíð ég bara spenntur og sé hvort ekki verða þingkosningar 2012 þar sem Pétur býður sig ekki fram. Í staðinn mun honum bjóðast stjórnarseta í lífeyrissjóði, því að hann er snillingur í að halda í peningana. Og þá á ég við: virkilega að halda peningum sjóðsfélaga kyrrum í sjóðnum langt út yfir gröf og dauða. Tvílæstum. (Hvernig á ég að skrifa þetta þannig að það skiljist? Hmm...)
Vendetta, 26.6.2010 kl. 16:17
Takk fyrir innlitið gott fólk, og góðar dulverur.
Bjöggi, ef þú veist um ódýrt far, þá mun ég glaður fara til að sjá goðin.
Vendetta, þykir þér marsípan gott???
Óskar, Pétur má bara alveg fara í sturtu. Og ekki koma inná í næsta leik.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.