"Leyfðum ríkisbákninu að þenjast út"!!!!

 

Hin mikla orsök Hrunsins er aldrei nógu oft margítrekuð, og sök flokksins aldrei nógu oft endurtekin;

"Við leyfðum ríkisbákninu að þenjast út".

Við vissum eiginlega ekki að hinu, og því ekki við okkur að sakast.  En skammist þið ykkar, þið sem höguðu ykkur illa í viðskiptalífinu.

Þið brugðust trausti okkar.  

 

Ætla reyndar ekki að hafa þessa endursögn mína á ræðu Bjarna innan gæsalappa, ekki sanngjarnt en svona er kjarni hennar í mínum augum.

Og á meðan menn horfa ekki meira í eigin barm, og reyna að koma sökina á gamalt baráttumál sitt, minna bákn, þá mun næsta Hrun verða í boði Sjálfstæðisflokksins.

Það er ef flokkurinn kemst til valda.  Og ef marka má ræðu formanns flokksins.

 

En samt má geta að alvöru endurskoðun á sér líka stað innan flokksins, og vil ég vísa í góða grein eftir Óla Björn í Mogganum fyrir 2-3 vikum síðan.  Þar gerði hann upp við þá goðsögn að blind hönd markaðarins væri rétt þó  hún hefði í för með sér myndun örfárra viðskiptablokka og þar með stórskerðingu á samkeppni.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nefnilega að átta sig á muninum á frjálsræði og auðræði, og hið blinda dekur við auðræði sem yfirtók hinn vestræna heim eftir Pyrrhosarsigur Friedmans yfir heilabúum frjálslyndra íhaldsstráka, er langt komið með að ganga bæði frá kapítalismanum og frelsinu.  

 

En þetta var ekki erindi þessa pistils, íhaldið má vera eins og það er, mín vegna.

 

Erindið var að benda á  að flokkur sem boðar iðrun og uppgjör við það sem miður fór, hann rekur Pétur Blöndal úr flokknum eftir háðsyrði hans um fórnarlömb Hrunsins.

Hruns sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á ef marka má ræðu formannsins.

 

Komist þingmenn flokksins upp með að hæðast að þeim sem eiga um sárt að binda vegna afglapastefnu flokksins í efnahagsmálum árin fyrir Hrun, þá er ljóst að Hrunið var í boði flokksins, og honum kærkomið.

Ekkert annað getur skýrt ummæli þingmanns flokksins gagnvart þeim sem tóku gengislán, og sáu svo fram á gjaldþrot, líka í boði flokksins, það er ef stefna Péturs Blöndal, er stefna Sjálfstæðisflokksins.

 

Það þar líka að taka sársaukafullar ákvarðanir ef menn meina eitthvað með tali sínu um iðrun og yfirbót.  Vissulega er sárt að saga líkamshluta af sem drep er í, en ef hinn valkosturinn er sá, að drepið berist út um allan flokkinn, þá er valið augljóst.

Er það ekki?????????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Unnið af fullum heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 1851
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1559
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband