10.6.2010 | 21:37
Aumingja Páll. Þetta eru laun vanþakklætisins.
Fréttastofa hans hefur staðið dyggan vörð um lygar og rangfærslur ríkisstjórnarinnar í ICEsavedeilunni.
Þannig að hún stendur berstrípuð eftir án æru og sóma sem Lygaveita Íslands.
Engin rök breta hafa verið það aum og ómerkilega að þau hafa ekki fengið fyrstu frétt í Sjónvarpi eða ítarlega úttekt í fréttaskýringum. Á meðan hefur verið þaggað niður í málsvörum Íslands, þó með einni undantekningu.
Umsjónarmaður Spegilsins tók viðtal við Stefán Már Stefánsson lagaprófessor þar sem hann hakkaði í sig lagaálit ESA, þannig að öllum sem hlustuðu var ljóst að sá snepill átti ekkert skylt við lög og reglur Evrópusambandsins.
Er verið að refsa Ruv fyrir þessu einu undantekningu?????
Eða er þetta enn eitt dæmið um að enginn treystir svikurum, allra síst þeir sem njóta þjónustu þeirra???
Allavega hefur ICEsave málflutningur Ríkisútvarpsins fyrirgert tilverurétt þess. Þegar bretaskatturinn leggst á með fullum þunga þá verður hvort sem er enginn peningur eftir í slíka almannaþjónustu.
Kallast þetta ekki að sér grefur gröf sem grefur???
En ég hélt að Lygaveitan fengi eitt ár í viðbót á meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn næði endanlega tökum á stjórn landsins með skuldaneti sínu.
Það er greinilegt að landstjóri sjóðsins óttast ekki lengur innlenda andstöðu, fyrst að hann aflífar áróðursvél sína.
En farið hefur fé betra.
Kveðja að austan.
Eðlisbreyting á starfsemi RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki verður eftirsjá af Icesave-lygafréttavél Jóhönnu Sig. og co. Og þó löngu fyrr hefði verið. Ætli bresku og hollensku ríkisstjórnirnar komi ekki núna og bjargi Icesave-lygavélinni, svona til að vera vissir um að Jóhanna og Steingrímur ljúki Icesave-kúguninni??
Elle_, 10.6.2010 kl. 21:59
Þessi færsla er aumkunarverð. Ertu viss um að þú viljir standa við hana? Er kannski eitthvert blint hatur að sá sér í augun þín, eyrun þín og kollinn þinn, minn kæri?
Fólk hatar þá sem lætur það finna til minnimáttar síns.
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 22:35
RUV hefur flutt Icesave-lygar og -rangfærslur Jóhönnu beint úr munni hennar án allrar gagnrýni og eins og fréttir séu og því er færslan hans Ómar nákvæmari en nokkur Icesave-frétt RUV getur talist. Og aumkunarvert af stjórnvöldum að rukka okkur nauðungarskatt fyrir RUV rangflutning um Iceave.
Elle_, 10.6.2010 kl. 22:51
Elle, er ekki bara þjóðarskömm af þessu RÚV dæmi? Þarf ekki Þjóðarheiður að hafa afskipti af RÚV?
Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 23:23
Jú, flutningur Icesave-stjórnar-útvarpsins er skömm. Hin spurningin kemur pistli Ómars ekkert við.
Elle_, 10.6.2010 kl. 23:39
Blessaður Björn.
Alltaf gaman að heyra í þér.
Elle, vissulega get ég játað fyrir þér í trúnó að mér yrði eftirsjá í Ruv, þó ekki Lygaveitunni. En hennar von fellst í eins og þú bendir réttilega á, að bretar krefji AGS um nauðsynlegar fjárveitingar til hennar á meðan ICEsave er nauðgað í gegnum Alþingi.
Bretar geta jú ekki treyst á sina eigin fjölmiðla, þeir ljúga jú ekki hverju sem er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2010 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.