9.6.2010 | 20:40
Ljúgandi vinnumaður breta
reynir allt til að koma ICEsave skattinum á Íslenska þjóð.
Þvílík er hans ESB trú, að hann vill fórna öllu, lífskjörum þjóðarinnar og velferðarkerfi svo hægt sé að borga bretaskattinn.
Og hverju lýgur hann núna?????
Jú, ICEsave hindri uppbyggingu atvinnulífsins.
Hefur blessaður bretavinurinn ekki frétt af Hruninu mikla 2008????
Þá féll sá hluti atvinnulífsins sem byggðist á erlendri skuldasöfnun. Ekki aðeins bankarnir féllu, útúrofvaxinn verktaka og byggingaiðnaður féll líka. Skýringin er sú að þessi atvinnugrein var ekki sjálfbær, óhófleg erlend lántaka hélt henni uppi.
Og þegar aðstreymi erlends fjármagns þornaði, þá féll verktakaiðnaðurinn eins og hann lagði sig. Arðsemi hans var ekki meiri en svo að engin króna var afgangs til að mæta mögrum árum.
Þessa atvinnugrein vill bretavinnumaðurinn endurreisa á sömu forsendum og fyrr, dæla inn í efnahagslífið ótæpilegu magni af lánsfé svo hægt sé að byggja og reisa og byggja og reisa, og fara svo á hausinn með ennþá meiri stæl þegar síðasti virkjunarkosturinn er uppurinn eftir 5-7 ár eða svo.
Burtséð frá hinni algjöri heimsku að hafa ekkert lært af Hruninu og þeim undirliggjandi ástæðum sem leiddu til þess, þá setur bretavinurinn nýja vídd í skilgreiningunni á henni, til þess að geta endurtekið sömu vitleysuna aftur, þá á að gulltryggja endanlegt gjaldþrot þjóðarinnar með því að greiða bretum skatt upp á lágmark 507 milljarða og sú tala fer léttilega yfir 1.000 milljarða ef þróun efnahagsmála heimsins verður óhagstæð.
Þetta er það sem bretavinurinn kallar að byggja upp atvinnulífið.
Hvað uppbygging felst í glórulausum virkjunaframkvæmdum hálfgjaldþrota orkufyrtækja á tímum þar sem heimsbyggðin horfir framan í dýpstu fjármálakreppu síðan á dögum Svarta dauða?????
Hvaða lánsloforð bíða ef bretavinir ná að þvinga ICEsave skattinum upp á þjóðina??? Bæði Evrópa og Bandaríkin eru jú hálfgjaldþrota. Er líklegt að fjármálastofnanir sem ráða ekki við að endurfjármagna atvinnulíf heima fyrir, að þau láni hundruð milljarða til Íslands?????
Hvernig ætlar bretavinurinn að tryggja að rúmensk og pólsk fyrirtæki, svona fyrir utan Impreligo, vinni ekki alla þá vinnu sem er úboðsskyld á EES svæðinu???? Það eru ekki bara Kínverjar sem borga lág laun.
Hvað þarf mikinn hagvöxt til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum bretaskattsins???? Þessir peningar verða aðeins teknir með ofursköttum eða þá stórfelldum niðurskurði innlendrar samneyslu, hvorugtveggja þættir sem vinna gegn hagvexti???
Af hverju hvarflar ekki að einum einasta fréttamanni að spyrja bretavininn um rök sín og útreikninga, hvar hann ætlar að fá lánin og af hverju ætti verktakaiðnaður, sem átti ekki krónu eftir síðasta þensluskeið, að geta skapað þann ómælda hagvöxt sem þarf til að borga ICEsave skattinn????
Er það vegna þess að fjölmiðlamenn eru einstaklega vitgrannir, eða er það vegna þess að þeir eru líka bretavinir???
Eða er meint gjaldþrot þjóðarinnar bara grín, líkt og hin meinta skjaldborg heimilanna.
Hvað gengur fólki til??
Kveðja að austan.
ASÍ: Ekki verði veitt atvinnuleyfi utan EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 114
- Sl. sólarhring: 604
- Sl. viku: 5698
- Frá upphafi: 1399637
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 4862
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissi að Ómar skæruliði hefði farið í gang og ekki getað þagað lengur undir ótrúlega ósvífnum orðum eins af Gylfunum. Hvað ætlar þessi manngarmur lengi að djöflast við að koma Icesave-nauðunginni yfir okkur??? Fólk verður að fara að koma þessum manni úr embættinu. Og getur hann ekki flutt til Evrulands? Hann kemur okkur ekki þangað inn, hvorki með góðu né illu.
Elle_, 9.6.2010 kl. 22:31
Þú ert einn skýrasti bloggari sem ég þekki.
Vilhjálmur Árnason, 10.6.2010 kl. 00:04
Maður fyllist smá von á því að það sé ekki stór hluti Íslendinga heilabilaðir eins og þetta lið sem stendur með ríkisstjórninni í þessum landráðum, þegar maður les pistla eftir ekta Íslendinga eins og Ómar.
Vil þakka þér fyrir mjög góða vinnu fyrir land og þjóð Ómar minn.
Geir (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 00:39
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Og alltaf gott fyrir egóið að fá jákvætt hrós.
Elle, þessi gusa er hugsuð sem undirbúningur fyrir ICEsave pistil um ESA álitið. Ef landráðin verða ekki framin fyrir 17. júní, þá langar mig samt að hnykkja á meinvillunni sem hefur lent milli stafs og bryggju í annars ágætri gagnrýni Íslendinga á nauðgun ESA á lögum og reglum Evrópusambandsins.
En sólin og blíðan gerir manni rosalega erfitt fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2010 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.