29.5.2010 | 09:02
Og Vg vælir yfir Frjálshyggju í auglýsingum sínum.
Samt vinnur VG með höfuðvígi Nýfrjálshyggjunnar og hinnar siðlausu græðgi, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og húsbóndahollari Rakki finnst ekki í heimi hér.
Vælið út í íhaldið er því broslegt. Til hvers ættu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins að kjósa VG þegar VG, svo ég vitni í fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins Þorstein Pálsson, framfylgja þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti að gera.
Þar á Þorsteinn við hið heilaga samstarf við AGS og baráttunni fyrir ICESave skuldbindingunni sem er ákveðinni klíku atvinnurekanda mjög þóknanleg. Klíku sem við kenndum við útrásina og einkavinavæðingu.
Menn eins og Þorsteinn Pálson gráta það krókódílatárum þó Sjálfstæðisflokkurinn fái skell en VG fylgi út á andstöðuna við hann. Slíkt gerir ekkert annað en að styrkja bandalag Steingríms Joð og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það er jú stefnan sem skiptir hið siðlausa íhald mestu máli.
Þessir menn fara allir að sofa með bros á vör eftir fréttir af Magmaránum eða fréttum af blóðugum niðurskurði ríkisútgjalda.
Stefna þeirra hefur jú alltaf verið, "til hvers á ég að greiða skatt til að hjálpa öðrum um menntun og heilsugæslu, getur fólk ekki séð um sig sjálft".
Og í dag er VG sá flokkur sem berst ötulast fyrir því siðleysi.
Spurningin er hvort einhver félagshyggjumaður láti blekkjast og kjósi flokkinn.
Kveðja að austan.
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 164
- Sl. sólarhring: 928
- Sl. viku: 5895
- Frá upphafi: 1399063
Annað
- Innlit í dag: 138
- Innlit sl. viku: 4993
- Gestir í dag: 135
- IP-tölur í dag: 135
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.