28.5.2010 | 12:53
Hræsni af verstu gerð.
Samfylkingin meinar ekkert með hinni meintu yfirbót sinni.
Spunakokkar hennar ákváðu að fórna Steinunni Valdísi til að reyna að slá ryki í augun á kjósendum í Reykjavík.
Það sem Samfylkingin óttast er sögulegt afhroð vegna spillingarmála sinna og stefnu.
Ef Samfylkingin meinti eitthvað með þessu siðbótartali sínu, þá myndu þau Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir axla ábyrgð sína á störfum í ríkisstjórn sem var hin versta í sögu lýðveldisins.
Ríkisstjórn sem kaus að sitja með hendur í skauti á meðan auðmenn rændu þjóðina.
Ríkisstjórn sem gerði ekkert til að hindra Hrunadans útrásarvíkinganna, heldur hvatti þá og studdi með öllum ráðum.
Ríkisstjórn hinna fullkomnu afglapa.
Eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis staðfesti afglapaháttinn og aðgerðarleysið, þá er þeim Jóhönnu og Össu ekki lengur stætt að sitja sem ráðherrar í núverandi ríkisstjórn.
Seta þeirra þar er móðgun við þjóðina.
Móðgun við fórnarlöm Hrunsins.
Þess vegna er Samfylkingin gjörspilltur flokkur sem axlar enga raunverulega ábyrgð.
Þurrkum hana út í kosningunum á morgun.
Það eru einu skilaboðin sem valdaklíka auðmanna skilur.
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
Segir Steinunni marka spor í sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 438
- Sl. sólarhring: 732
- Sl. viku: 6169
- Frá upphafi: 1399337
Annað
- Innlit í dag: 370
- Innlit sl. viku: 5225
- Gestir í dag: 341
- IP-tölur í dag: 336
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.