27.5.2010 | 17:38
Samfylkingin fórnar fótgönguliðum til að bjarga Reykjavík.
En Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson bera fulla ábyrgð á hruninu.
Þau voru i ríkisstjórn sem gerði ekki neitt til að hindra rán bankamanna.
Það er engin iðrun ef þetta fólk situr áfram á Alþingi.
Það er ekkert grín að gera heilt þjóðfélag gjaldþrota.
Aðeins alvörun iðrun afsakar þetta fólk.
Segið af ykkur og þá má ræða fyrirgefningu.
Þið eruð sek.
Kveðja að austan.
![]() |
Steinunn Valdís segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 908
- Frá upphafi: 1430937
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 800
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér og það sætir furðu að þau skuli sitja á þingi við stjórnvölinn.
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 17:46
Það er löng hefð fyrir því að fórna pólitísku peði til að verja drottningu eða kóng.
Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 18:37
Steinunni er fórnað - rétt er það - ekki bara af Sf heldur eru ofbeldisaðgerðirnar enn og aftur að bera árangur.
Það er verið að innleiða þjóðfélag ofbeldis í þessu landi .
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 18:52
Konan varð að víkja þó. Hinsvegar hefði allt flokksliðið mátt fjúka með henni.
Elle_, 27.5.2010 kl. 19:41
Nú er komið að sjöllum að moka út flórinn úr eigin húsi eftir að hafa vælt í öðrum að þurrka ryk úr hillum sér.
Óskar, 27.5.2010 kl. 19:48
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Vill aðeins ítreka að Steinunn Valdís var ekki ráðherra í Hrunstjórninni.
Hún var ekki ber af afglöpum og heimsku eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis sannar upp á ráðherra fyrri stjórnar.
Vissulega á hún að víkja, en ekki sem friðþæging til að slá ryki í augun á kjósendum á laugardaginn.
Hún á að víkja sem liður í uppgjöri við þá sem ábyrgðina bera á mestu klúðri og vanhæfni lýðveldisins.
Það má ekki láta Samfylkinguna komast upp með þessa blekkingu,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 22:10
Ómar get ekki verið meira samála þessi blekking er sýndarmennska af versta tagi og ég tek það fram að samfylkinguna mun ég aldrei kjósa!
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.