Samfylkingin fórnar fótgönguliðum til að bjarga Reykjavík.

 

En Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson bera fulla ábyrgð á hruninu.

Þau voru i ríkisstjórn sem gerði ekki neitt til að hindra rán bankamanna.

Það er engin iðrun ef þetta fólk situr áfram á Alþingi.

 

Það er ekkert grín að gera heilt þjóðfélag gjaldþrota.

Aðeins alvörun iðrun afsakar  þetta fólk.

Segið af ykkur og þá má ræða fyrirgefningu.

Þið eruð sek.

Kveðja að austan.


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hárrétt hjá þér og það sætir furðu að þau skuli sitja á þingi við stjórnvölinn.

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er löng hefð fyrir því að fórna pólitísku peði til að verja drottningu eða kóng.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 18:37

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Steinunni er fórnað - rétt er það - ekki bara af Sf heldur eru ofbeldisaðgerðirnar enn og aftur að bera árangur.

Það er verið að innleiða þjóðfélag ofbeldis í þessu landi .

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 18:52

4 Smámynd: Elle_

Konan varð að víkja þó.  Hinsvegar hefði allt flokksliðið mátt fjúka með henni.  

Elle_, 27.5.2010 kl. 19:41

5 Smámynd: Óskar

Nú er komið að sjöllum að moka út flórinn úr eigin húsi eftir að hafa vælt í öðrum að þurrka ryk úr hillum sér.

Óskar, 27.5.2010 kl. 19:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Vill aðeins ítreka að Steinunn Valdís var ekki ráðherra í Hrunstjórninni.

Hún var ekki ber af afglöpum og heimsku eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis sannar upp á ráðherra fyrri stjórnar.

Vissulega á hún að víkja, en ekki sem friðþæging til að slá ryki í augun á kjósendum á laugardaginn.

Hún á að víkja sem liður í uppgjöri við þá sem ábyrgðina bera á mestu klúðri og vanhæfni lýðveldisins.

Það má ekki láta Samfylkinguna komast upp með þessa blekkingu,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 22:10

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ómar get ekki verið meira samála þessi blekking er sýndarmennska af versta tagi og ég tek það fram að samfylkinguna mun ég aldrei kjósa!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 111
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 816
  • Frá upphafi: 1320663

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 704
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband