Lærum af bankahruninu.

 

Hættum að láta amatöra stjórna landinu.

Hættum að láta af því bara rök gilda  þegar um hundruð milljarða er að ræða.

Rannsökum ICEsave, tilurð þessa reikninga og framkvæmd þeirra.

Rannsökum reglugerð ESB um innlánstryggingar, köllum menn eins og Alain Lipietz til vitnis um hvað stendur í reglugerðum sambandsins.

Hættum að trúa stjórnmálamönnum sem halda að lög séu eitthvað sem þeir geti smurt ofaná brauð, eftir sínum geðþótta.

 

Og eftir þessa rannsóknarvinnu, útbúum mál þjóðarinnar gagnvart réttbærum dómstólum EES, og fáum dóm í málið.

Það eitt mun spara þjóðinni mikið þras, og spara mikla fjármuni fyrir ríkissjóð.

Fjármuni sem heilbrigðiskerfi og almannatryggingar okkar þarfnast.  

 

Munum að ICEsave er ekki pólitík. 

ICEsave snýst um lög og reglur, hvað má og hvað má ekki.

Það ferli þarf þjóðin ekki að óttast.   

Bretar væru fyrir löngu búnir að fara það ferli ef það styddi þeirra málstað.  

Aðeins sá sem er sekur óttast dómstóla réttarríkisins.

 

Bretar og Samfylkingin vilja ekki dóm.  

En Evrópa mun samt dæma eftir lögum og reglum, ekki eftir hagsmunum stórþjóða eða Samfylkingarinnar.

Gleymum aldrei að lögin eru okkar meginn.

Málið er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan. 


mbl.is Rannsaki Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband