26.5.2010 | 18:10
Rök Bjarna eru rétt og sönn.
Samt er hann talsmaður þeirra raka að ICEsave deilan sé pólitísk.
Að það sé pólitík að neyða sjálfstæð þjóðríki að greiða öðru ríki skatta, af því bara.
Í raun nákvæmlega sömu rökin og dæmd voru ógild í Nurnberg réttarhöldunum. Ekkert ríki getur lengur tilkynnt kröfur sínar og þvingað þær fram einhliða.
Þeir félagar Hitler, og Miliosevic höfðu því rangt fyrir sér.
Líka Gordon Brown og Steingrímur Joð Sigfússon.
En ESA hefur umsagnarrétt, og ekki nema gott um það að segja. En hvar hefur Bjarni Ben verið í eitt ár og 230 daga???
Af hverju er flokkur hans ekki fyrir löngu búinn að vísa málinu til ESA, sem síðan verður að vísa því til EFTA dómstólsins.
Trúir Bjarni ekki sínum eigin rökum???
Þó eru þau bæði sönn og rétt.
Hvað dvelur því Orminn langa??'
Vilji Alþjóðagjaldeyrissjóðsins????
Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sjálfstæður flokkur.
Munum að ólög gilda því aðeins ef menn leita ekki eftir rétti sínum.
ICEsave deilan væri löngu leyst ef íslenskir stjórnmálamenn væru með bein í nefinu og hefðu vísað deilunni fyrir langa löngu til ESA.
Ábyrgðin er því þeirra.
En betur er seint en aldrei.
Bjarni Ben getur bjargað æru síns flokks, á síðustu stundu, ef hann heldur sig fast við rök réttlætis og laga, ekki pólitísk rök uppgjafar.
Þá má fyrirgera honum margt.
Kveðja að austan.
Álitið gegn lagahefð á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.5.2010 kl. 06:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 425
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6156
- Frá upphafi: 1399324
Annað
- Innlit í dag: 357
- Innlit sl. viku: 5212
- Gestir í dag: 330
- IP-tölur í dag: 326
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, hann getur ekki bjargað flokknum núna. Hann kemur með rökin alltof seint. Hann og stjórnmálamennirnir eru sekir eins og rukkararnir.
Elle_, 26.5.2010 kl. 23:42
Mér finnst að Bjarni Ben þurfi fyrst að bjarga sinni eigin æru, áður en hann er að tjá sig um svona alvarleg mál. Hann er einn af þeim sem eiga að segja af sér, það er mín skoðun á honum... Hann er í rauninni ómarktækur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2010 kl. 01:18
Blessaðar stöllur.
Það er lengi hægt að bæta fyrri misgjörðir sínar. Og á meðan þeir sem við töldum marktæka, berjast í liði breta, og ef þeir ómarktæku mega ekki tjá sig um tilveru rétt þjóðar okkar, þá er ljóst að varnarlið Íslands er þunnskipað.
Ef réttlætiskennd þess i neðra er misboðið, þá má hann vera í okkar liði mín vegna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.