Það er ár og 230 dagar síðan bretar réðust á Ísland.

 

Afsökun þeirra var löggjöf ESB um innlánstryggingar.

Þá voru liðin tæp tíu ár frá því að íslensk stjórnvöld tóku upp löggjöf Evrópusambandsins um innlánstryggingar, og á þeim langa tíma kom ESA aldrei með ábendingar um að einstök aðildarríki ættu að ábyrgjast innlán.

Enda mjög skrítið þar sem skýrt er kveðið á um í tilskipun ESB að innlán séu á ábyrgð innlánsstofnana, ekki á ábyrgð einstakra aðildarríkja.   

 

Látum það  vera af hverju ESA kemst af þessari niðurstöðu.  Hugsanlegur möguleiki er að stofnunin vilji láta lögsækja sig vegna þess að ekki heyrðist múkk frá henni allan þennan tíma.  Þó á hún að þekkja skýrslu núverandi Seðlabankastjórna Evrópu, þegar hann var Seðlabankastjóri Frakklands, að innlánstryggingarkerfið geri ekki ráð fyrir kerfishruni.

En kannski voru snillingar ESA þá á gönguskíðum í norskum Hytte, og fylgdust því ekki með.

 

En betur er seint en aldrei.  

Núna  eiga íslensk stjórnvöld að krefja EFTA dóminn um dóm í þessu máli.  Falli hann gegn réttarríki Evrópu, þá á íslenska þjóðin skaðabótarétt gagnvart ESB að setja reglur um ótakmarkaða ríkisábyrgð, án þess að geta þess í lögum sínum og reglum.  

Slíkur dómur hlýtur alltaf að  byggja á afleiddri túlkun, líkt og hjá ESA, ekki skýrum lagatexta.  

Og afleidd túlkun, eftir á getur aldrei verið forsenda þess að heilu þjóðríkin séu gerð gjaldþrota og eigur  þess boðnar hæstbjóðanda, líkt og kveðið var á um í Svavarssamningnum hinum fyrri.  

Ef svo er þá gilda mannréttindi einskis á móti alræði embættismanna í þágu fjármálafursta.  

Fjármálafurstar eru sirka tíuþúsund, en almenningur er um 390 milljónir.  

 

Er virkilega einhver svo heimskur að trúa að það sé hægt að hneppa almenning í þrældóm vegna innlánstrygginga????

Svona fyrir utan stuðningsmenn Samfylkingarinnar.

 

Aðeins EFTA dómurinn getur skorið úr um það.

Og það er skyld hans.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Eykur líkur á dómstólaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ómar, þú lýsir þessu vel.  Ótrúlega er þetta mál orðið spillingarlegt.  Mætti að halda að Jóhanna og Össur og co. hafi náð völdum þarna í ESA líka.  Já, óendanleg ábyrgð saklausra ríkisborgara á einkabönkum og glæpabönkum.  Fjarstæða sem fær ekki staðist neinn dóm. 

Elle_, 26.5.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Við skulum vona það Elle, að þetta standist ekki dóm. 

Annars hafa mannréttindi okkar farið þúsund ár aftur í tímann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband