Lækkið vextina, og afþakkið AGS lánapakkann.

 

Og það verður hvorki þörf á niðurskurði eða skattahækkunum.

 

Lánapakki AGS er geðveiki, okkur vantar ekki gjaldeyri inn í landið, útflutningur er öflugur og það mikill afgangur af vöruskiptum að efnahagslífið er sjálfbært.

Vaxtagreiðslurnar af óþarfa lánum AGS er um helmingur þess sem þarf að skera niður.  Þessi lán þjóna aðeins einum tilgangi og það er útgreiðsla á krónubréfum á yfirverði.  Með öðrum orðum þá að skera niður í heilbrigðiskerfinu svo hægt sé að linna þjáningar braskara sem veðjuðu á vitlausan hest. 

Slíkt gera aðeins öfgahægrimenn, og þeir eru ekki í stjórn.  Meira að segja Frjálshyggjufélag Íslands hefur fordæmt þessa velferð krónubraskara.

 

Hávextirnir eru svo annar handleggur krónubréfanna.  Landstjóri AGS viðurkenndi í viðtali að þeir væru gjaldið sem AGS tæki fyrir að leyfa gjaldeyrishöftin.  Eins og þeim kæmi það eitthvað við.  Ekki þarf þjóðin á lánum þeirra að halda.  En þessir hávextir soga fjármagn úr hagkerfinu, og þeir soga til sín skattpening almennings.  

Bara það eitt að lækka stýrivexti á sama level og er hjá siðuðum þjóðum, þá næst jafnvægi í ríkisbúskapnum á nokkrum misserum.  Vissulega þarf að hagræða og taka til, en það er ekki þörf á blóðugum niðurskurði.  

 

Grunnspurningin er nefnilega mjög einföld, hvort er mikilvægara fjármagn eða fólk???  

 

Þó Jógríma viti ekki svarið, og boðar blóðugan niðurskurð, þá veit almenningur svarið.  Hann veit að hann getur lifað án fjármagns á meðan efnahagslífið nær jafnvægi, og hann veit að pappírsbréf eru einskis virði ef enginn er eftir til að greiða af þeim.

Þess vegna á Jógríma engan tilverurétt.  

Hún lifir á vitlausum tíma, í dag er fólk ekki selt í skuldaþrældóm þó slíkt hafi tíðkast á dögum Rómverja hina fornu.

Losum því Jógrímu við kaleik sinn.  Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera alltaf út úr kú miðað við samtíð sína.  

Og tækifæri til þess er núna á næsta laugardag.  Fellum fótgönguliða Jógrímu, því hershöfðingjar án hers, munu ekki leggja í þjóðina.  Þeir munu ekki þora lengur að fylgja óráðum AGS.

 

Munum að kosningarnar næsta laugardag snúast um framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. 

Munum að þá fáum við tækifæri að gefa óráðum AGS rauða spjaldið.  

Og þar með tækifæri til að gefa þjóðinni nýja von, og nýja framtíð.

 

Kjósum fólk næsta laugardag, ekki Leppa alþjóðlegra ræningja.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Þetta er einmitt kjarni málsins: hvort er mikilvægara fólk eða fjármagn. Innan tíðar fer fólk að velta þessu fyrir sér og við vitum hvert svarið verður.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.5.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Umrenningur

Sælir félagar.

Ég tek undir með Arinbirni. Þetta er kjarninn og ég heyri á mínu nærumhverfi að fólk er að byrja að átta sig á því. Mér þykir verst að ég get ekki nýtt mér kosningaréttin nema þá til að skila auðu þar sem í mínu sveitarfélagi eru aðeins tveir listar í boði, annars vegar sjálfstæðisflokkur og hinns vegar restin af fjórflokknum saman í einu framboði. Þannig að mitt atkvæði er autt eða ógillt. 

Umrenningur, 25.5.2010 kl. 20:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar.

Ekkert hervald knýr okkur til að taka fjármagn og auðrán fram yfir fólk og framtíðina.  Fái fjármagn og auðrán atkvæði á næsta laugardag, þá er ljóst að hörmung útrásarinnar var með fullu samþykki þeirra atkvæða.  

Það ætti að gleðja þá Sigga Einars og Sigurjón digra í hremmingum þeirra, að vita að þeir eru "ekki alone". 

Þó hefði mér þótt vænna að "ekki  alone" hefði verið notað eftir að geimverur hefðu lent á Snæfellsjökul, eins og þær lofuðu Magnúsi hvalavini, en ekki af því tilefni að ábyrgðarmenn Hrunsins eigi ennþá stuðningsmenn á Íslandi.  

Fái Samfylkingin og VG fleiri en einn borgarfulltrúa samanlagt, þá hefur hluti almennings ekkert lært af Hruninu, og vill ólmur upplifa nýtt, líklegast vegna þess að það tekur fjármagn fram yfir samborgara sína.

Ég trúi því bara ekki fyrr en á reynir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.5.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 999
  • Frá upphafi: 1321551

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 838
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband