25.5.2010 | 08:34
Mótmælum ránum á eignum landsmanna.
Auðmenn og útrásarvíkingar komu landmönnum á kné.
Nokkrir féllu, en flestir halda sínu braski áfram, þú undir dulnefnum sé. Við finnum skítlyktina af þeim í Magma, við finnum skítalyktina af þeim á krónubréfunum sem stjórnvöld breyta nú óðum í erlendan gjaldeyri, líkt og hann rigni af himnum ofan.
Og við finnum stæka skítalykt leggja af stjórnarráði Íslands.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sannar svo ekki er hægt um að deila, að stjórnvöld gerðu ekkert til að hindra sjálftöku og rán auðmanna.
Stjórnvöld eru sek.
Þegar þjóðin kaus nýja stjórn, þá hélt það að það hefði kosið fólk, manneskjur með sál og siðleg viðhorf, til að stjórna landinu í þágu almennings, í þágu fólksins í landinu.
Samt er ekki farandi um miðbæ Reykjavíkur fyrir megni skítalykt sem leggur af stjórnarráði Íslands.
Þar eru launráð brugguð gegn þjóðinni.
Þar er þjóðin föl ef einhver vill kaupa eða ef einhver segir ICEsave.
Þessari skítalykt er Heimavarnarliðið að mótmæla. Fólk með mikla réttlætiskennd, fólk með ríka samúð, fólk sem er tilbúið að gefa af sér og vill að þjóðin standi saman.
Fólk sem vill ekki að ungt fólk sé borið út af heimilum sínum vegna afglapaháttar stjórnvalda.
Þessi mótmæli gegn ránsskap fjármálabraskara eru við stjórnarráð Íslands, því þar kemur blessunin á ránsskapnum, þar er aðgerðarleysið skipulagt og kallað Skjaldborg heimilanna.
Og ég legg til að gjörningalistamaður að Norðan verði fenginn með tusku sína og fötu, og látin þrífa þá sem út koma. Það yrði mikil blessun fyrir allt andrúmsloft í miðbæ Reykjavíkur. Nóg er svifrykið þó andlega mengun bætist ekki þar ofan á.
Og ég legg til að Reykvíkingar muni hverjir sviku þá í tryggðum, og refsi þeim harðlega.
Fái Samfylkingin og Vinstrigrænir meira en eitt sæti í komandi borgarstjórnarkosningum, þá er um grundvallarsvik að ræða við fólk í neyð, og grundvallarsvik við börn okkar og framtíð landsins.
Látum ekki lengur ræna okkur.
Látum Magmaránið vera þá svívirðu sem fyllti bikar þolinmæði okkar.
Það er ekki gott fólk sem stjórnar Íslandi í dag.
Og allir vita að það er ekki hæft.
Til hvers þá að sitja uppi með það?
Kveðja að austan.
Boða til mótmæla við Stjórnarráðshúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 572
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 6303
- Frá upphafi: 1399471
Annað
- Innlit í dag: 488
- Innlit sl. viku: 5343
- Gestir í dag: 448
- IP-tölur í dag: 441
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll, Ómar. Já, andlega mengunin er orðin manni um megn. Veit ekki hvort fata og tuska dugar á slíkt??
Elle_, 25.5.2010 kl. 12:12
Blessuð Elle.
Besti listinn sér um restina.
Sannaðu til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.5.2010 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.