25.5.2010 | 06:54
Hroki.
Og aðeins vanmáttug stjórnvöld sjá ekki til þess að hinir ýmsu aðilar vinni ekki saman.
Skilanefndirnar fengu ekki umboð sitt frá guði, þær eru þarna í okkar umboði.
Skilji þeir það ekki, þá eiga þeir að víkja.
Og kjötketillinn er það fullur af feitum keti með sméri að þeir munu aldrei hætta á að vera sviptir aðgengi að honum.
En það þarf náttúrulega ríkisstjórn sem stjórnar í þágu þjóðar, ekki auðmanna og braskara.
Veitum Besta flokknum brautargengi og þessi ömurlegasta ríkisstjórn allra tíma mun liðast í sundur á nokkrum dögum eftir þann skell sem þjóðin mun veita henni í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Það er svo mikið í húfi.
Kveðja að austan.
Skilanefndir ekki í skattrannsóknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Ómar
Störf þessara skilanefnda þarf að rannsaka af sérstakri rannsóknarnefnd. Slík eru vinnubrögðin. Svo vona ég að ósk þín gangi eftir.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.5.2010 kl. 12:59
Blessaður Arinbjörn.
Ekkert land á að líða ríki í ríkinu. Þessir menn eru þjónar okkar, ekki gæslumenn kjötkatlana.
Og öll störf þeirra eiga að þola dagsljósið.
Og já, það þýðir ekki annað en að vona það besta. Ég vona að óháðir bloggarar fylki sér um rassskellingu fjórflokksins.
Og ef það gengur eftir, þá þarf almenningur að axla þá ábyrgð að fylgjast með og styðja allar góðar tillögur. Og láta ekki börnin á Ruv rugla sig í ríminu með lygavaðli og hálfsannleik. Því nagið mun byrja strax daginn eftir.
Og svarið við því er að kalla til meindýraeyðir, ekki láta nagdýrin komast upp með að vernda AGS.
Eftir allt þá er þetta bara komið undir okkur sjálfum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.5.2010 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.