Hvarflar aldrei að fræðingum að fólk geti líka haft ógeð á stefnu flokkanna.

 

Íslenskir stjórnmálflokkar eru í heilögu bandalagi við mestu Óbermi vestrænnar sögu, Nýfrjálshyggjuplebba Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem virðast einna helst hafa lært hagfræði sína í tímum hjá engisprettum og telja það sitt hlutverk að skilja þau þjóðfélög, sem lenda í klóm þeirra, eftir í rúst, líkt og engisprettufaraldur sem fer yfir blómlega akra.

Almenningur er látinn borga skuldir auðmanna og borga fyrir afglöp stjórnmálamanna.  Í stað þess að ganga að eignum þeirra sem rændu þjóðfélögin með braski sínu, þá er skólum og elliheimilum lokað, laun lækkuð og ellilífeyri skertur.

Og almannaeigur og auðlindir afhentar bröskurum fyrir hrakvirði.

 

Þetta er stefna íslenskra stjórnmálastéttarinnar í hnotskurn.  Hún afhjúpaði óeðli sitt í Magmaráninu.  Þar sýndi hún að hún hefur ekkert lært.  

Það var engin tilviljun að hún kom Íslandi í þrot, það var engin tilviljun að hún neitaði ungu fólki um aðstoð til að halda heimilum sínum, það var engin tilviljun að hún ætlaði að greiða hina ólöglegu fjárkúgun breta.

Innrætið hennar er svona rotið.

 

Og gegn þessu rotna innræti er fólk að kjósa með því að styðja Besta flokkinn.

Hann kom Íslandi ekki á hausinn, hann athenti ekki einkavinum sínum almannaeigur á silfurfati, hann er ekki svo siðblindur að vísa fórnarlömbum fjármálahrunsins á skuldafangelsi greiðsluaðlögunarinnar.

Besti flokkurinn er skipaður óspilltu fólki sem ætlar að reyna sitt besta til að endurreisa landið.

Hann er ekki skipaður fólki sem reynir sitt besta til að eyða landinu.

 

Á þessu er mikill munur og þó stjórnmálafræðingar skilji það ekki, þá skilur almenningur það.

 

Almenningur lætur ekki spila með sig tvisvar.

Tími stjórnmálastéttarinnar er liðinn.

Hún mun þurrkast út.

Kveðja að austan. 


mbl.is Vopnlausir stjórnmálaflokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill hjá þér að venju. Jón Gunnar er 100% heiðarlegur og leggur metnað sinn í að vera það. Tími atvinnumanna í stjórnmálavafstri er vonandi að taka enda..

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 15:28

2 identicon

Svo er líka annar möguleiki í boði, xE er nýtt framboð óháðra borgara sem vilja láta til sín taka í borgarmálunum.

Sif (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 18:42

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekki Reykjavíkurframboði til gæfu að byrja á persónulegum árásum á fólk. Enn ef hroki Reykjavíkurframboðsins minnkar eitthvað þá eiga þeir einhverja möguleika, og er þeirra stefna mjög góð. Ég ætla samt að kjósa Jón Gnarr....

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé nú eiginlega ekki þessa góðu stefnu Reykjavíkurlistans sem hér er haft orð á. Þarna eru á ferðinni verkfræðingar sem telja sig geta bjargað þessari borg úr skuldafjötrum með þvi að slá lán út á botnlausa Vatnsmýri.

Hver eru þessir fjárfestar sem bíða grenjandi eftir lóðum í Vatnsmýrinni?

Hvaða starfsemi á að vera þarna- kannski önnur Smáralind?

Er ekki rétt að fara að byrja að slá upp fyrir grunninum að flugvellinum á Lönguskerjum?

Marga dreymir núna stóra drauma um orkusölu með sæstreng til Færeyja, Grænlands og svo til meginlandsins. Ennþá vantar að vísu orku handa álverinu í Helguvík og gagnaverinu á Vellinum auk einhverrar orku til álversins á Bakka og svo er nú eitthvað fleira í farvatninu af stórbrotnum hugmyndum um orkufrekan iðnað. 

Eiginlega vantar ekkert annað en orkuna!

Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað ætli að yrði sagt um slökkviliðsmenn sem settust út á tún og héldu fund um hvernig ætti að skilja elsupptökin áður enn það er ráðist í að slökkva eldinn? Satt hjá þer Árni ef ég hef skilið þig rétt. "Það vantar orkuna Í FÓLKIÐ. E kki raforku. Það er nóg af henni, nema einhverjir kjánar setji upp í skuld...Þá stendum við eftir eins og Indiánar í Amazon...fátækasta fólki á heima í Ríkustu landsvæðunum. Háskólagegnir íslendingar fá vinnu á við gluggaþvott í einhverri verksmiðjunni. ..

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 22:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Vissulega eru fleiri framboð en Besti flokkurinn og fjórflokkurinn.

Þetta blogg dregur keim af þeirri skoðun minni hvern ég tel líklegast til að útrýma fjórflokknum.  En skoðun er jú bara skoðun.

Árni, það er ekki á allt kosið, þó kannski gáfulegra að selja orku sem er ekki til en að ætla sér að velta City úr sessi sem fjármálamiðstoð.  Var ekki orðræðan komin út í óendanleika himinhvolfa heimskunnar.  

Við erum kannski að snúa til baka aftur yfir í skiljanlega heimsku.

Óskar, sammála þessu með orkuna, já og reyndar öllu hinu líka, en orkan í huga okkar er núna líkt og borhola með þykkum tappa í.

Spurning hvort hún verði bestuð og streymi aftur óhindruð um borgi og bæi.

Vona það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband