Siðleysi fjármálakerfisins í hnotskurn.

 

Allt er leyfilegt ef þú græðir.

Skiptir engu máli þó heilu samfélögin eru í sárum á eftir.  

Svona er lögmál markaðarins er sagt þegar slíkar gjörðir eru gagnrýndar.

Og markaðurinn er forsenda hagsældar og velmegunar um allan heim

 

Hvernig stendur þá á því að allt fjármálakerfi Vesturlanda er ein rjúkandi rúst????

Kveðja að austan.


mbl.is Tók stöðu gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt að Norska Ríkið hafi ákveðið að hagnast á fjármálavitleysunni hérna á Íslandi. Ef við getum ekki einu sinni treyst á stuðning þeirra, hvaða þjóðir getum við þá treyst á? Við smáþjóðin Ísland erum greinilega algerlega einangraðir meðal þjóða með enga alvöru bandamenn.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Páll Blöndal

Enföld skýring á því. Frjálshyggjan í hnotskurn.

Páll Blöndal, 22.5.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fjármálahvolparnir íslensku kallaðir "finansvalpar" í Svíþjóð, eru sérstakur þjóðflokkur. Meðan bankar eru í einkaeign verða allir peningar einskonar pókerpeningar. Að peningastofnanir séu einkareknar er gl´pur gegn samfélagi. Það er eins og að selja loftið í hendur einkaaðila. Svo verður þeim bannað að anda sem ekki borgar loftskattinn...

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 15:25

4 identicon

Þetta er vandamálið við ísland, við erum ein og engin vill hjálpa okkur því við höfum kosið að standa ein og viljum það áfram miða við andstöðuna við ESB,  því við höldum að við séum best.

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 15:34

5 identicon

Það er ekki þessum sjóði að kenna að allt fór á hausinn hérna, það er íslendingum að kenna. Norðmenn hafa lengi kunnað að fara með peningana sína, enda eina landið sem er að koma óskaddað út úr fjármálakreppunni. Normenn hafa vitað fyrir löngu hvert stefndi á Íslandi og höguðu viðskiptum sínum eftir því. Þessvegna hafa þeir tekið stöðu á móti Íslenska hagkerfinu, en slíkar stöðutökur hefði íslenskt fjármálíf átt að taka alvarlega, en í staðinn sögðumst við kunna allt og vita allt best og kepptust um að sannfæra hvort annað um að við værum ekki að fara á hausinn. Það skýrir kannski líka afhverju við erum svona einmana á alþjóðavettvangi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 15:58

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Geturðu lýst einagrunnar vandamáli Íslendinga? Hvaða kjaftæði er þetta og væl? Bankastjórar Normanna er skylt gagnvart bankanum sem þeyr stýra, að rúlla peningunum á sem vænlegsta opin markað. Og akkúrat þar liggur hundurinn grafin. Þeir fylgja bara reglum og lögum frá Alþingi. Tekið þetta leyfi til seðlaprentunar í burtu og sjáð hvað skeður...halda krónunni og gera hana sterka með vinnu á framleiðsluvörum. Eilífðrvélin er bara fantasía. Eins og að láta peninga búa til peninga. Peningar fá eigið líf og fara að fjölga sér sjálfir. Það væri meira réttlæti í að láta alla hafa búnt af Ríkisprentuðum seðlum og láta þá ákveða hvernig þeir spila úr þeim. Það eru menn sem fá þá flugu að þeir geti flogið. Svo finnast þeir á stéttinni í klessu. Það er ekki fyrr en maður sér niðurstöðu rannsókna að maður sér í blóðinu að viðkomandi var á allskonar eiturlyfjum...

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 17:26

7 Smámynd: ThoR-E

Það er nú ekki skrítið að Norðmenn komi ágætlega út úr fjármálakreppunni, með þennan olíusjóð sinn.

Tala nú ekki um ef þeir hafa tekið stöðu gegn íslenska fjármálakerfinu eða bönkunum. Hafa grætt eitthvað á því.

ThoR-E, 22.5.2010 kl. 18:28

8 identicon

Það er samt skrítið að þrátt fyrir þennan sjóð þurftu þeir ekki að nota hann til að styðja við bankakerfið sitt.

Svo verða peningar ekki til úr engu, þó að það sé búið að setja "peningaframleiðslu" í hendurnar á einkaaðilum. Ef það eru ekki raunverðmæti (framleiðsla eða verðmætasköpunn) bak við lán sem bankar veita (þannig prenta þeir peninga) þá verða lánin ekki greidd til baka og þá fer allt á hausinn, það gerðist akkúrat á Íslandi.

Svo virðist samkvæmt féttinni að Norski olíusjóðurinn hafi tekið stöðu gegn bönkunum með því að hækka álag á skuldatryggingar sem þeir gáfu út, sem þýðir að þeir voru tilbúnir að tryggja lán til íslensku bankanna, en gegn háu gjaldi. Það hafa þeir gert af því að stax 2005 hafa þeir verið búnir að missa trúna á íslenska hagkerfinu og talið mikla áhættu í að fjárfesta í eitthverju sem tengdist Íslandi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 19:01

9 identicon

Óháð ESB, þá þurfa flestar þjóðir á einhverjum bandamönnum að halda. Viljum við virkilega verða einhvers konar Norður Kórea, og trúa því að við séum mikli betri en allir aðrir? Alþjóðleg vandamál Íslands er að stórum hluta pólitísk, sem krefjast pólitískrar lausnar. T.d. ef við hefðum passað upp á diplómatisk samskipti Íslands árin fyrir hrun í stað þess að ráðamenn lýstu því yfir að við værum gædd þvílíkum viðskiptagáfum að venjuleg viðmið giltu ekki um Ísland, þá hefðum við staðið mun betur að vígi í Icesave málinu. Í því máli hefði verið gott að hafa einhverja vinaþjóðir, og þá einhverjar sem voru ekki bara að reyna að græða á okkar tapi eins og Norðmenn.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 20:00

10 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég stórlega efast um að Norðmenn hafi grætt á þessum viðskiptum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:22

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að Norðmenn hafi grætt eða ekki, skiptir ekki höfuðmáli..

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 21:26

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Sé  að vinir Samfylkingarinnar átta sig ekki á dýpri rökum málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2010 kl. 08:31

13 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sæll Ómar ! og innleggjendur aðrir, löglegt en siðlaust eins og Vilmundur heitinn svo rétt sagði, ekki til að afsaka neinn, en svona er þetta eins og Ómar er að reyna segja okkur ( sést ekki alltof vel stundum bak við öll gífuryrðin) ;), en þessi svokallaði olíusjóður er orðinn að "Ófreskju" sem lifir eigin lífi, þrátt fyrir tilburði norskra stjórnvalda til að stýra fjárfestingum hans á siðferðilegann hátt, enda stórvaxandi andstaða gegn því að halda honum úti í núverandi mynd hérlendis, en svo lengi sem sjóðurinn er byggður á þessu hugtaki að ávaxta sig sem best verður á kosið, á þann hátt sem viðgengist hefur alltof lengi, til þess fengnir útlærðir spekúlantar, sem viðskiftadeildir allra landa hafa "ungað" út í áratugi, þá er og verður þetta svona.

Prufið að lesa "milli" lína hjá Ómari, þá skiljið þið hvað hann á við.

MBKV, að Utan

KH

PS. “Bjöggi” og “Óskar” skiftir svosem ekki máli, en líklega tapaðist það litla sem þeir hugsanlega “græddu” hvort eð er við “hrunið” ;) og það er hin hliðin á “brjálæðinu” að spila með fé skattborgaranna. og tapa því svo.

KH

Kristján Hilmarsson, 23.5.2010 kl. 17:42

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tími aðalsins á Íslandi er að líða og reyndar í nokkrum öðrum þjóðfélugum eru blóðugir bardagar um samskonar spillingu og vandamál. Hvort Norðmenn hafi ávaxtað olíustjóðinn sinn eða ekki er ekki málið. Málið er að reglur sem segja að allir sjóðir eru skyldaðir að ávaxta sig samkv. lögum og það án tillits hvaða heildaráhrif það hefur, sem er aðalmálið. Þetta er stórmál og er viðkvæm umræða fyrir þá sem lifað hafa góðu lífi á að prenta peninga heima hjá sér. Þessi endalausa prentun eiðileggur öll hagkerfi. Ísland gæti orðið fyrsta landið sem breytir þessu.

Óskar Arnórsson, 23.5.2010 kl. 20:11

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Tækifærið er til staðar núna Óskar, en er viljinn ??

kv.KH

Kristján Hilmarsson, 23.5.2010 kl. 20:59

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er með viljan...

Óskar Arnórsson, 24.5.2010 kl. 00:30

17 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Efast ekki um það Óskar !

MBKV.

KH

Kristján Hilmarsson, 24.5.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband