Blóðug afleiðing frjálshyggjustefnu ríkisstjórnarinnar.

 

Ríkisstjórn Íslands, "Norræna velferðarstjórnin", tók pólitíska ákvörðun að fórna heimilum landsins fyrir hið endurreista bankakerfi.  

Fyrri ríkisstjórn gerði ekkert til að hindra þenslu og fasteignabólu og kórónaði skömm sína með því leyfa auðmönnum að gera skipulagða aðför að gjaldmiðli landsins.  

Fyrst var krónan þaninn upp í himinhæðir, síðan var hún felld.

Eftir sat skuldsettur almenningur með lán sín gengis og vísitölutryggð.  

 

Þessi lán þurfti að leiðrétta miðað við eðlilegar forsendur verðlags, það þurfti að láta eins og geðveikin 2007 hefði ekki átt sér stað.  Slík leiðrétting hefur þegar fengist gagnvart kröfuhöfum bankanna, en ávinningnum af þeim er ekki skilað áfram út i þjóðfélagið.

Norræna velferðastjórnin mat hagsmuni ameríska vogunarsjóða meiri en almennings á Íslandi.

Hið nýja bankakerfi á að blóðmjólka hverja krónu út úr heimilum landsins.  

Þetta gengur á meðan almenningur lætur bjóða sér svínaríið, á meðan almenningur trúir þeim hjúum Steingrími og Jóhönnu að þau séu að vinna fyrir hann, ekki auðmenn og auðleppa.  

 

Daginn sem almenningur sér í gegnum svikin, þá hrynur kerfið.  

Með öðrum orðum þá er meint endurreisn efnahagslífsins á brauðfótum.  Vegna þess að svona endurreisn hefur hvergi tekist nema þar sem hervaldi er beitt til að halda almenningi niðri.

Er ekki skynsamlegar að þurrka út VG og Samfylkinguna í Reykjavík og forða þjóðinni frá hörmungum átaka og upplausnar.  

Hefur Best flokkurinn ekki rétt fyrir sér að þetta fólk sé best geymt í Húsdýragarðinum.  

Það er hægt að endurreisa Ísland án þess að fórna fólki.  

Það þarf bara að drífa í því.

Kveðja að austan.


mbl.is Erfið staða hjá 40% heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hvernig átti að endurreisa atvinnulíf á Íslandi án þess að endurreisa bankana?

Ég er einn af þeim sem hef notað mér þá möguleika að fá greiðslu- og höfuðstólsbreytingu í mínum banka en ég hafði breytt ísl. húsnæðisláni að hluta í erlent lán.  Ég tel mig geta vel við unað.

Það eru mikil tækifæri hjá fjölmörgum skuldurum að fé lækkun á sínum skuldum í bönkunum þremur en ég veit ekki til að það sé hægt hjá Íbúðalánasjóði.

Núverandi Ríkisstjórn tók við skelfilegum vandamálum og ég er viss um að allar Ríkisstjórnir, hver sem hefði myndað þær, þyrfti nokkur ár til að komast út úr mestu kreppunni. Það er greinilegt að þú ert áhangandi Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks (eða beggja) og svífst einskis til að ausa núverandi Ríkisstjórn skömmum.

Heldurðu að ástandið væri betra ef þessir tveir flokkar, flokkarnir sem gáfu fjárglæframönnum bankana, væru enn við völd.

Ég á aðeins eina ósk þér til handa: Að þú farir að ræða um menn, málefni og stjórnmál af einhverju viti en stundaðir ekki stöðugt árásir og svívirðingar um þá sem ekki eru þér þóknanlegir í stjórnmálum.

Smá viðbót: Af hverju kemurðu ekki "að austan" og kippir öllu í liðinn, þú veist nákvæmlega að það er hægt og að þú getur það.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.5.2010 kl. 14:11

2 identicon

Fyrst ryksuguðu útrásarvíkingar bankana, síðan reisti ríkið bankana við og nú hafa bankarnir ryksugað heimili landsins miskunnarlaust. Þvílík þvæla.

eva sól (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 14:12

3 identicon

Nù tharf ad koma glæpamönnum eins og Karli Wernerssyni, Björgòlfsfedgum og fleirum bak vid làs og slà. Enn er til fòlk, sem verslar vid Karl Wernersson ì lyfjabùdum hans, Lyf og heilsu, Apòtekaranum og Skipholtsapòteki. Hvad er svona fòlk eiginlega ad hugsa?

Steini (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 14:31

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við þurfum jafnvel að fara í samvinnu við umheiminn? Eða hvað? En við getum staðið sterk ef við stöndum saman sem þjóð! Það er eina leiðin! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2010 kl. 15:01

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! (og Sigurður GG)

Þetta er slæmt ástand og líklega rétt hjá þér Ómar að hér var vont gert verra, með hvernig var staðið að endurreisn bankanna, en Sigurður er heldur ekki alveg úti að aka hvað varðar það að endurreisn atvinnulífs og þar með von um betra ástand almennt, væri ekki hægt án einhverskonar endurreisnar bankakerfisins, en hvort það var gert á réttann, að ekki segja réttlátann hátt er svo allt annað mál.

Það eru æ sterkari raddir um allann hinn efnahagslega heim, að þeir sem taka áhættuna í því að bæði kaupa áhættubréf og/eða lána fé þangað sem áhættan er stór á að erfitt geti reynst að fá tilbaka, eigi að bera skaðann af slíku hruni að mestu leyti, margir segja alfarið.

Meðan hér er jú greinilegt að mesti þunginn er settur á almenning í formi endurkröfu lána (hjá skuldurum) en ekki síður í sköttum,niðurskurði og minnkandi kaupmætti, þar hefur ríkistjórnin brugðist, en er svosem ekki ein um það, þetta er búið að viðgangast meira og minna um allann heim í áratugi.

Hafandi sagt það, þá er ég viss um að almenningur, með einhverjum undantekningum þó, væri alveg til í að taka á sig "herta ól" um tíma til að komast útúr ógöngunum, en ekki þetta óréttlæti, að taka á sig ALLANN skellinn, nú veit ég að Ómar hoppar til og segir, "Sko !Kristján er sammála mér um að hafna eigi bæði AGS og Icesave" en svo einfalt er það ekki held ég, Icesave þarf að fara fyrir dómstóla, og fá tvímælalaust úr því skorið hvort Ísland beri ábyrgð á því að ekki voru nógu öflugir tryggingasjóðir bak við þessa reikninga.

AGS er annað mál, þarna er um að ræða lán, sem að stórum hluta á EKKI að nota, heldur standa sem stoð fyrir endureisn og uppbyggingu trausts Íslands í alþjóðaviðskiftum, svo mikill hluti af þessu AGS láni fer þá seinna (vonandi) í að greiða sjálft sig (skilað) vextirnir eru það sem skapar greiðslubyrðina, hvort það megi fá lá annarsstaðar og á betri kjörum en AGS, er ekki gott að segja, en ef það er hægt þá myndi það væntanlega gefa yfirvöldum eitthvað frjálsari hendur varðandi hvernig tekið skal á skulda, banka, skattamálum ofl., er núverandi ríkisstjórn treystandi fyrir því frjálsræði ? ef ekki hverjum þá ?

Nei þjóðarskútan er í gersamlega óþekktu umhverfi eins og er og þar af leiðandi algerlega háð lóðsinum sem er í brúnni núna, til að komast gegn um verstu boðana, en þó lóðsinn sé strangur um stefnuna, þá á ekki skipstjórinn og hans yfirmenn að láta áhöfn og farþega svelta, hann þarf á þeim að halda þegar út á úthafið kemur aftur.

Steini! Það er verið að vinna í því að setja þá inn, óháð afkomu heimilanna ;)

MBKV að "Utan"

KH 

Kristján Hilmarsson, 21.5.2010 kl. 15:32

6 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það tala margir um að það sé ásættanlegt að fá 10-20% niðurfellingu á verðtryggðum lánum og 25-35% á erlendum,en menn eru sjaldan að taka inní dæmið að fasteignaverð hefur fallið líka og stór hópur stendur eftir eignalaus.

Fólk sem þurfti að setja allan sinn sparnað í fasteign til að tryggja börnum sínum heimili og hefur barist fyrir því að eignast á starfsæfi kofa til að eiga skítsæmileg eftirlaun hafa að miklu leyti misst það,þurfa svo að skilja að bankabækur hjá því fólki sem átti meira eru tryggðar í topp hjá ríkinu,hvernig í andskotanum á fólk að getað skilið það og byrja aftur á botninum brosandi,því þó sumir sjái það ekki þá er það rosalegt áfall fyrir venjulegt fólk að tapa 1milljón hvað þá kannski 10.

En ég er alveg sammála þér Ómar en ég vil ganga lengra og þurrka út líka sjálfstæðisflokkinn og framsókn líka,íslensk pólitík er rotin og þarf að stokka upp frá grunni,það er nóg til af menntuðu fólki til að taka til eftir þessa aumingja.

Friðrik Jónsson, 21.5.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 230
  • Sl. sólarhring: 773
  • Sl. viku: 5514
  • Frá upphafi: 1327060

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 4892
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 198

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband