Einkavinavæðing stjórnmálastéttarinnar í sinni tærustu mynd.

Fylgismenn Magma, einkum úr röðum Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar, hafa hamrað á því að Magma sé fjárfestir sem kemur með tækni og fjármagn inn í landið.

Þess vegna eru þeir tilbúnir að láta af hendi yfirráð yfir lykilorkufyrirtæki.

Núna hefur Morgunblaðið sannað, svo ekki verður um deilt, að þetta meinta fjármagn felst í skuldabréfum, fjármögnuðum af opinberum aðilum.

Fullyrðing mín um að einu verðmætin sem komu inn í landið hafi verið blýantur (háð, þetta var kúlupenni) sem notaður var til að skrifa undir skjölin og er núna geymdur á skrifstofu bæjarstjóra Keflavíkur sem dæmi um velheppnaða erlenda fjárfestingu.

Tækniþekkingin er engin, hana á að sækja úr íslenskum reynslubrunni.

Og við þessu gleypir fólk um allt land.  Í blindni og trú er það tilbúið að elta flokksforingja sína í nýtt ævintýri, þó það sé því sem næst nakið í tunnu eftir það síðasta.  Það er sagt að læmingi sem lifir af sjálfsmorð stokk fyrir hamra, að hann fylgi ekki næsta foringja sem hyggur slíkt stokk, einu sinni sé nóg.

En ekki fyrir dygga íhaldsmenn og ofsatrúarmenn á einkavinavæðingu.

 

Höfum það á hreinu, það er ekkert af því að eiga samstarf við erlenda aðila um nývirkjanir.  Ekkert af því að næstu virkjanir séu fjármagnaðar fyrir einkafé, telji menn það á annað borð skynsamlegt að fara í þær.  Ástæðan er einföld, frekari skuldaábyrgðum er ekki komið á almenning.  Sá kvóti er barmafullur þannig að fyrir löngu er flætt yfir.

En forsenda slíks samstarfs er ekki afhending þeirra eigna sem almenningur á fyrir.  Það er siðleysi einkavinavæðingarinnar.  Aðeins almannaeigur tryggja að auðlind sé nýtt í þágu einstaklingsins og fyrirtækja hans.

Að vitna í einhverjar yfirlýsingar  eða orð á blaðamannafundi eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði í gær, það er ekki einu sinni heimska, einfeldnin er svo mikil að ekki eru til nægjanleg öflug mælitæki til að mæla hana.  Með öðrum orðum, það býr eitthvað garúgt undir.

Annarlegir hagsmunir af sjúkustu gerð, vegna þess að menn geta ekki lengur vitnað í góða trú.  Sú góða trú, hafi hún á annað borð verið til staðar, hún gufaði upp í Hruninu haustið 2008.

 

Þess vegna er einkavinavæðing stjórnmálastéttarinnar í dag keyrð áfram af annarlegum hagsmunum, hvort sem það er endurgjald allra styrkjanna eða hvað það er sem fær þingmenn til að bregðast almenningi á neyðartímum.

Og við því eigum við aðeins eitt svar.

Þurrka út alla þá flokka sem ber ábyrgð á landsölunni.

Það er það eina sem stjórnmálastéttin skilur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Magma fær 14,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem hægri maður blöskrar mér hvað hið opinbera er alltaf tilbúið að fjármagna einkageirann hérna á Íslandi, tel ég það vera algera vitleysu ef erlent fyrirtæki ætlar að fá að fjárfesta hér að það sé gert með lánum frá hinu opinbera ! Hver er ábatinn, hvað fær hið opinbera í staðinn? Tel ég víst að ef HS Orku vanti fjármagn, mætti álveg fara í hlutafjárútboð eða selja innlendum aðilum, ég er tilbúinn að fá lán hjá hinu opinbera til þess.

Rex (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 08:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Rex, það er allt að þessu ferli.

Og fólk lærir ekki af reynslu annarra þjóða.  En kjarni sá lærdóms er að fjöregg samfélagsins eru ekki tæk fyrir gambl.  Og allir, jafnt hægrimenn sem aðrir eiga allt sitt undir þessum fjöreggjum.

Orkuauðlindir í almannaþágu og orka til stóriðjuvera, þetta er ekki sami hluturinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 09:22

3 identicon

Þetta mál væri allt hið fyndnasta ef það væri ekki svona sorglegt. Það er greinilegt að viðskiptavit þessara manna er á við saurbjöllu.

Í flestum löndum, þar sem auðlindir hafa verið seldar erlendum fyrirtækjum, þurfti til þvinganir eða kúganir. Hér á Íslandi þá gefum við þetta bara frá okkur með bros á vör.

Það er eitthvað rotið í gangi.

Jón Flón (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Flón.

Ég er svo oft sammála þér að mig sundlar. 

Það er sko þetta með Flónið, það er efinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 09:57

5 identicon

Er ekki málið að ríkisstjórn Íslands er búin að leggja blessun sína yfir þetta og síðast þegar ég vissi er Sjálfstæðisflokkurinn hvergi þar á meðal nema í litlu apprati sem kallast Reykjanesbær og þykist vera að feta nýjar slóðir í orkusölu  landsins. En við skulum líta á þetta aðeins. Skuldir Orkufyrirtækisins eru til sölu og eðlilegt að þeir sem kaupa yfirtaki þær er í rauninni ekki hægt að segja að þeir fái þær að láni nema íslensk stjórnvöld (ríkisstjórn Íslands) leggi blessun sína yfir það.

Þar fyrir utan eiga Íslendingar ekki að selja orkufyrirtæki landsins með þessum hætti. Allstaðar þar sem orkufyrirtæki hafa lent í einkaeigu hefur gosið upp vesöld. Sjá Suður Ameríku sem dæmi. Það er líka pottþétt að hvernig sem þeir reyna að sig út úr þessu Magma Energy þá er fyrsta og eina markmið þeirra að græða og hvernig fara menn að því að græða. Með þvíi að hækka orkuverðið. 

Er mjög mótfallinn þessari sölu svo ekki sé meira sagt. 

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 12:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Baldvin.

Mikið sammála þér um meintar afleiðingar þessarar sölu.

En Sjálfstæðisflokkurinn dregst beint inn í þessa umræðu af tvennum orsökum.  Lagbreytingin sem heimilaði sölu orkufyrirtækja til einkaaðila er runnin undan rifjum flokksins og HS var bara byrjun á því ferli sem á eftir átti að fylgja.  En fyrir fortíð má bæta, og þar komum við af hinni orsökinni, talsmenn Sjálfstæðisflokksins verja glæpinn með klóm og kjafti, bæði hér í Netheimum sem og á Alþingi.  

Flokkurinn hefur sem sagt ekkert lært af sínum mistökum í aðdraganda Hrunsins.

En það er rétt og má aldrei gleymast, að núverandi stjórnarflokkar eru samt þeir sem bera ábyrgð á glæpnum, þeir hafa vald til að hindra hann, en gera ekki.  Og eru svo óforskammaðir að reyna að blekkja fólk til fylgis við ósómann með einhverju japli um að það eigi að taka upp viðræður, eftir á, og væla út breytingar.  

En ekki er við öðru að búast, þetta er hvort sem er þrælastjórn, skipuð Leppum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Þess vegna ítreka ég, það á að þurrka þetta fólk út, pólitískt séð, og hleypa nýrri hugsun að.

Þetta fólk er búið með sinn kvóta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 13:49

7 identicon

Sammála

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband