Hvar vorið þið í ICEsave baráttunni????

 

Allt rétt og satt sem fram kemur hjá Öryrkjabandalaginu.

En þetta ágæta bandalag þagði þunnu hljóði þegar ríkisstjórn Íslands reyndi ítrekað að þröngva ICEsave kúguninni á landsmenn.

Sjálfsagt hafa menn ekki talið rétt að skipta sér að pólitík.

Eins og það er pólitík að hindra ólöglega kúgun og ofbeldi.

Og þegar  um er að ræða skattgreiðslur til erlendra ríkja upp á 507 milljarða hið minnsta, þá er þögn sambandsins æpandi.

Hvaðan héldu þeir að peningarnir kæmu??????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Árás stjórnvalda á félagslega kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Polli

Uss og fuss! Sögðu öryrkjarnir ekkert um Icesave? Ódámar alls staðar. En Kvenfélagasambandið? Íþróttasamband Íslands og íþróttafélögin í landinu? Hundavinafélagið? Kattavinavinafélagið? Kennarasambandið og Samtök skólastjórnenda? Hollvinasamtök ýmis konar? Geðhjálp? Svo fáein samtök séu nefnd. Ekki múkk frá þessu liði. Ódámar alls staðar.

Polli, 18.5.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! hér kemur REFSARINN ógurlegi og tekur í þig.

 þegar maður er lítill, styrklaus,veikur og/eða  af einhverjum öðrum orsökum á erfitt með að ná rétti sínum, þá finnst oft styrkurinn sem á vantar í samheldni og því að vera fleiri saman, svo þarf að beina kröftunum sem áunnist hafa með því, þannig að sem best nýtist fyrir þennann litla hóp sem fann styrk í samheldninni, svo hvort það er í verkahring slíkra samtaka að blanda sér í hina almennu landspólítík þar sem sitt sýnist hverjum, eða einbeita sér að því sem að þeim sjálfum snýr, finnst mér hvorki þú né ég höfum neitt með að gagnrýna.

Hitt er svo annað mál að hver og einn einstakur meðlimur slíkra samtaka getur svo verið í allskonar öðrum samtökum, pólítískum flokkum og haft sínar meiningar um mengun, Icesave, frjálshyggju, sósíalisma og allt sem hugurinn girnist, meðan samtökin sem slík hafa sína línu, nei Ómar !, kallaðu alla sem ekki deila þínum skoðunum, heimska og það sem verra er, en láttu í friði þá sem eru að berjast fyrir því smánarlega  litla sem þeir höfðu í "gróðærinu", meðan stærsti hluti þjóðarinnar var í lánasukkinu.

Ég sá einhvern á einhverju bloggi segja að ein af mörgum kröfum sem gera þyrfti, væri að kaupmáttur yrði eins og hann var 2007, en hann nefndi ekki hvort átt var við raunverulega kaupmáttinn eða þann sem "lánasukkið" skapaði villumynd af, allavega held ég að öryrkjar Íslands hafi misst af þessu sukki meir og minna.

MBKV. að "Utan"

KH 

Kristján Hilmarsson, 18.5.2010 kl. 21:08

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Polli, nákvæmlega.

Það er eins og þetta fólk héldi að 507 milljarðar yrðu greiddir af dósasölu eða kökubasar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján minn.

Fyrir hverja ert þú eiginlega Refsari??? Póltiíska hagsmuni VinstriGrænna????

ICEsave er varnarbarátta þjóðar, ekki pólitík.  

Eins og vörn Bretlands byggðist á samheldni og samstöðu gegn kúgun og yfirgangi, ekki pólitík.  Og þeir sem kunna ekki að verja sig, þeir eru kúgaðir.

En ég skal vera stilltur, það getur fleira en heimska valdið því að menn fatti ekki svona einföld samhengi hlutanna.

Og Kristján, áður en þú heldur áfram að sleggjudómast þarna út í Norge, þá skaltu hugsa í eina mínútu hvernig ástand er hjá þjóðum sem fara með bróðurpart tekna sinna í vexti og afborganir af skuldum sem er þröngvað upp á þær.  Íhugaðu í eina mínútu hvernig velferð þeirra er og hagur þeirra hópa sem þú lýstir svona fjálglega.  

Í Argentínu þurfti fullvinnandi fólk, kennarar og hjúkrunarfræðingar að leita á öskuhaugana til að láta enda ná saman.  Hvernig heldur þú að öryrkjar hafi haft það??  Samt öskraði AGS á meiri blóðfórnir, greiðslubyrðina átti að hækka úr um 60 % í yfir 70% af tekjum ríkisins.  Þá sagði Argentínska þjóðin nei, hún hætti meðal annars að hlusta á karla út í Norge sem sögðu henni að það væri pólitík að hafa skoðanir á hvort menn syltu eða lifðu með reisn.

Og hún henti Óbermunum úr landi. 

Og það var ekki pólitík, það var varnarbarátta Kristján.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sæll vertu aftur Ómar !

 

Fyrir hvern ég er refsari ??? spyrð þú, og svarar því svo sjálfur, ekki í línu 2 (Vinstri grænna Ha Ha með þeim betri frá þér lengi)

 

Nei þú svarar þessu miklu neðar í innlegginu, þú gerir mér nefnilega þá stóru gleði (að þú sért ekki alveg samviskulaus) að sýna svo ekki er um villst að þetta hitti sálartetrið þitt svo illa að þú fórst að “gramsa” á eigin “ruslahaug” billegra andsvarsklisja, “sleggjudómast” ÚTI í Noregi, heldur þú virkilega að svona bíti á mig  það að ég bý hér í Noregi og get þar með skoðað gamla landið mitt með “gests” augum um leið og ég bæði kann málið, þekki hugsunarganginn og hef sjálfur verið haldinn (og kannski ekki alveg laus við enn) þessum alhæfingar og fordómaáráttu gagnvart öðrum þjóðum og þeirra siðum/venjum, sem alltof margir Íslendingar hafa, svo ég er faktískt mjög vel í stakk búinn til fjalla um þessi mál vegna þeirrar tegundar víðsýnis sem bara þeir sem dveljast utan landsteina lengur eða skemur öðlast, og ekki síst vegna eigin reynslu af erfiðleikum af ýmsu tagi, bæði meðan ég bjó á Íslandi og einnig hér í Noregi.

 

Og svo þetta að halda fram að Icesave og eða varnir lands/þjóðar sé ekki pólítík ???? hvað er þá pólítík, nei hlutir sem manni mislíkar hverfa ekkert við að gefa þeim ný nöfn.

 

Endar svo allt í einu með að sýna Argentínumönnum (af öllu þjóðum) hellings samúð, eins og þeir séu einasta landið í heimi sem hefur þurft og þarf að horfa upp á borgara sína “róta” á öskuhaugum ?? veist þú hvernig fólk hefur það þar núna ??

 

Ég ætla ekki að úttala mig um hvorki AGS né Icesave akkúrat núna, er svona enn að viða að mér upplýsingum um þau mál, en hef þó svo mikla yfirsýn nú þegar að ég veit að hvorki Icesave né AGS væru á dagskrá á Íslandi einusinni, ef ekki væri fyrir glæfra og bruðllifnað þjóðar sem hagaði sér eins og barn/táningur sem fær kredittkort og alla bankareikninga og aðrar eignir foreldranna til umráða, láta svo óprúttna fjárglæframenn og getulausa stjórnmálamenn sjá um allt fyrir sig.

 

Þessvegna er Icesavemálið og AGS, mál sem Ísland þarf að fást við á einn (þinn) eða annann(núverandi ríkisstj.) hátt, meðan oftast má lesa útúr þínum innleggjum að Bretar hafi búið til Icesave og AGS hafi sett Ísland á hausinn til að geta sett landið í skuldaklafa, þú ert held ég skynsamari en svo, en orðar þig væntanlega svona til að koma þínum sjónarmiðum á framfæri, eða hvað ?

 

En þessi innlegg frá mér snerust/snúast um þessa óþarfa og miður smekklegu gagnrýni þína á Öryrkjabandalaginu sem samtökum, tengt frétt þar sem þeir eru bara að gera það sem þeim ber að gera og er grundvöllurinn fyrir stofnun og virkni þeirra.

 

Og svona til að minna þig á að lesa aðeins hægar og betur, þá sagði ég “getur auðvitað hver og einn meðlimur slíkra samtaka (Öryrkjabandalagsins) verið meðlimur í öðrum samtökum/pól.flokkum og tekið þátt í samfélagsumræðunni sem slíkur” en þetta hentar kannski ekki alhæfingarsyndróminu ;)

 

Eitt máttu svosem eiga, og það er að með þessari gagrýni hefurðu líklega náð þér i nokkra af meðlimum Öryrkjabandalagsins sem nýjum lesendum að blogginu þínu, en það að “tilgangurinn helgi meðalið” ber að far sparlega með.

 

MBKV að “Utan”

KH

Kristján Hilmarsson, 19.5.2010 kl. 12:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Flottur Kristján.

Vissulega þarft þú ekki að óttast að ég ætli að bíta þig, til þess er ekki leikurinn gerður.  

Það er líka flott að þú skulir hafa kynnt þér ICEsave og AGS.  Og þú er flottur að uppgötva að allt eigi sér forsögu.

En hvað kemur það málinu við????

Á sem sagt ég að sætta mig við lokun heilsugæslustöðva og stórlegan niðurskurð í skólastarfi barna minna vegna þess að málið á sér forsögu??  Hvaða áhrif hafði ég á þær ákvarðanir sem lágu þar að baki????

Á ég hvorki að njóta réttar míns samkvæmt stjórnarskrá landsins eða samkvæmt evrópskum lögum vegna þess að forystumenn þjóðar minnar héldu illa á málum????  Á ég að sætta mig við algjörlega óþarfa aðstoð AGS vegna þess að þeir sem klúðruðu málum höfðu ekki manndóm að taka sjálfir til eftir sig með þjóðarhag að leiðarljósi.  

Hefur þú yfir höfuð einhverja hugmynd um út á hvað hin svokallaða aðstoð AGS gengur út á???

Og hvað kemur það helför AGS gagnvart Argentínu við að íbúar annarra landa þurfa líka að róta á öskuhaugum??   Eiga þeir þá bara að vera sáttir????

Setjum þetta upp í samhengi, þú vilt sem sagt meina að sjálfsvörn þjóða (almennings) sé sem sagt pólitík.  Það sé póltík hvort þú eigir að sætta þig við kúgun og yfirgang, fátækt eða þrældóm, og þeir sem sjá ljósið við slíka gjörninga, að þeir vegna þess að þetta sé póltík, að þeir eigi að njóta virðingar hjá hinum sem sitja í skítnum vegna þessara gjörninga.

Að það megi sem sagt nauðga eða drepa ef maður gæti sín aðeins á að kalla slíkt pólitík.  Eða leggja aðra menn í þrældóm, bara ekki gleyma að minnast á póltík.  Og ef fórnarlambið kvartar, þá má alltaf týna til rök úr fortíð sem réttlætir gjörninginn.

Kristján, ég deili ekki þessum skoðunum með þér, og ekki heldur milljarða manna i gegnum aldirnar sem hafa sætt kúgun og ofbeldi.  Misjafnt í hvað aðstöðu það var til að verja sig, en sjálfsvörnin er grunnréttur og viðurkenndur í löggjöf þjóða, þó vörnin eigi að hæfa tilefninu.

Og um þessi sjónarmið hefur verið fjallað af alþjólegum stríðsglæpadómstól.  Niðurstaðan í Nurnberg var skýr, sjálfsvörn þjóða er ekki pólitík.  Og fjandsamleg kúgun og ofbeldi gagnvart öðru ríki er brot á alþjóðalögum.  

Árás Þjóðverja á Pólland var því fordæmd.  Skipti engu þó Pólska millistríðsstjórnin var herská fasistastjórn sem bæði hafði farið með hernaði á hendur Rússum og hún kúgaði minnihlutahópa sem voru mjög stórir í landinu, þeirra stærstir Hvítrússar.  Skipti heldur engu máli að Þjóðverjar höfðu farið fram með sínar ICEsave kröfur sem voru endurheimt landsvæða sem tilheyrðu Prússlandi í den, en Þýskaland missti við Versalasamningana.  Þó var meiri lagastoð fyrir þeim en ICEsave kröfu breta.  Og það skipti engu máli þó í Póllandi voru flokkar sem litu á árás Þjóðverja sem Póltík og vildu alls ekki verjast henni.  

Þeirra álit skipti ekki máli, það er grunnréttur þjóða að verja hendur sínar, og þó hluti þeirra vilji ganga erlendu valdi á hendur, þá réttlætir það ekki hinn fjandsamlega yfirgang.  Og hinir sem eru í fullum rétti að verja þjóð sína,  eru í fullum rétti að fordæma svikarana fyrri landráð.

Sorry Kristján, varnarbarátta er ekki pólitík.

En kveðja í bili, næst ætla ég að ræða lítillega um það sem þú beinir að mér persónulega. 

Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 23:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Víkjum þá að því sem þú beinir að mér.  Verð að fara á hundavaði þar sem þú kemur víða við.

" meðan oftast má lesa útúr þínum innleggjum að Bretar hafi búið til Icesave og AGS hafi sett Ísland á hausinn til að geta sett landið í skuldaklafa,"

Veistu það Kristján, ég veit ekki hvort þú ert að gera mér upp skoðanir eða annað, en það er greinilegt að þú kemur seint inn í blogg mitt.  Hverja einustu fullyrðingu sem ég set fram í áróðurspistlum mínum, hef ég rökstutt ítarlega í eldri bloggpistlum, þó ég sé ekki reglulega að endurprenta þá.  

Ég hef aldrei haldið því fram að breta hafi búið til ICEsave.  ICEsave reikningarnir voru stofnsettir af Landsbankanum eftir heimild í evrópska regluverkinu.  Og samkvæmt því regluverki var ekki um ríkisábyrgð að ræða á innlánum, aðeins kvöðin að stofna tryggingasjóði sem voru fjármagnaðir af fjármálafyrirtækjunum sjálfum.  Þess vegna er lögin kennd við Tryggingar, ekki Ríkisábyrgð.  Og eftir þessum lögum verður að fara því það eru þau sem tengja ábyrgð heimalands banka við fjármálamarkaði annarra ríkja þar sem bankar þeirra starfa.  

Fyrir þessi lög voru ekki slíkar tengingar, ef banki fékk starfsleyfi í öðru ríki, þá var innlánsvernd á hendi viðkomandi þjóðríkis, og hafði slíkt verið alveg frá því í Kreppunni miklu en innlánsvernd var einn af lærdómum hennar.  

Krafa breta er svo með öllu ólögleg því þeir höfðu ekki fyrir því að fá dóm áður en þeir fóru að innheimta.  Slíkt kallast fjárkúgun samkvæmt öllum nútíma lögum í öllum ríkjum heims.

Ef þú áttar þig á ekki muninn á þessu tvennu, að búa til IcEsave, og bregðast við á ólöglegan hátt, þá veit ég ekki hvað ég á að segja.  En ég trúi því ekki án staðfestingar að svo sé.  

Ég hef hvergi haldið því fram að AGS hafi sett þjóðina á hausinn, við vorum fullfær um það sjálf.  Og þeir sem þekkja til skrifa minna vita að ég oft og við margvísleg tækifæri hamrað á því.  Og það eru meginrök mín fyrir því að ég vill ráðast á kerfið, og fyrirkoma því svo sömu atburðir endurtaki sig ekki.  

Hinsvegar hef ég gagnrýnt óráð AGS og fylgi þar í fótspor fremstu hagfræðinga heims, og AGS hefur sjálft beðist afsökunar á afleiðingum þeirra gagnvart þjóðum Asíu og Suður Ameríku.  Ég hef ítrekað vitnað í Joseph Stiglitz og Michael Hudson, auk innlendra hagfræðinga í fremstu röð, eins og Lilju Mósesdóttur og Jón Daníelsson, bæði með doktorspróf í faginu.  

Og sú gagnrýni sem ég set fram, hljómar um allan heim, og orð Evu Joly í Silfri Egils endurróma hana vel.  Eva sagði að stefna væri ill, hún ylli félagslegum hörmungum, og væri fjárhagslega óskynsamleg, því hún veldur meiri vanda en hún leysir.  

Þetta kallar þú að ég haldi því fram að ég telji okkur saklausa en AGS seka um okkar kreppu. En ég afsaka þig með vanþekkingu.  

En hvernig þú færð það út að tengja visun mína í Argentínu við "að sýna Argentínumönnum (af öllu þjóðum) hellings samúð" fæ ég með engu móti skilið.  Argentína er þekktasta dæmið þar sem AGS var næstum því búinn að kippa tilverugrundvellinum undan heilli þjóð sem átti við mikla erfiðleika að etja.  Þar var greiðslubyrðin komin upp í 70% þegar þjóðin sprakk.  Tilvísunin átti við því með óþurftarlánum AGS og ICEsave skattinum ólöglega, þá var greiðslubyrðin okkar komin yfir 60% af tekjum ríkisins.  Þess vegna er augljóst mál að tengja þessi tvo dæmi saman og vara við að það sem gerðist í Argentínu muni gerast hér.  Samneysla er jú borguð með skattpeningum, ekki óskhyggju.

Þú spyrð mig um hvort ég viti hvernig þeir hafi það í dag.  Það vill nú svo til að ég útbjó greinarflokk um það sem gerðist í Argentínu og aflaði mér því mikilla upplýsinga um málið.  Í stuttu máli þá snérist allt til betri vegar þegar AGS var knúið til að yfirgefa landið, og þó USA og ESB hafi hótað og framkvæmt viðskiptaþvinganir vegna einhliða ákvörðunar Argentínumanna að hætta að borga "krónubréf" (pesos) þá fundu þeir sé nýja markaði og seldu grimmt.  Hagvöxtur var um 8 til 9 prósent næstu 5 ár á eftir og landið gat greitt hratt niður sinar skuldir.  Maður sem þekki vel til þar og á vini í Buenos kom inn í athugasemdakerfið og sagði að menn bæru sig bara vel, kannaðist ekki við þær hörmungar sem fjölmiðlar hér lugu upp á Argentínumenn vegna þess að þeir hættu að fylgja AGS.  

Hvað varðar spurningu mína um hvort Refsarinn væri VG maður, þá var það spurning því það er augljóst þegar menn tala gegn staðreyndum, þá hafa þeir annarlega hagsmuna að gæta.  Líkt og íslenskir stjórnarsinnar.  En annars var þetta stríðni, maður fær ekki hressileg viðbrögð án þess að kynda.  

Þetta með Sleggjudómana svaraði þú sjálfur "ef ekki væri fyrir glæfra og bruðllifnað þjóðar sem hagaði sér eins og barn/táningur sem fær kredittkort og alla bankareikninga og aðrar eignir foreldranna til umráða, láta svo óprúttna fjárglæframenn og getulausa stjórnmálamenn sjá um allt fyrir sig."  Og þú ert ekki eini landi okkur í Norge og víða á Norðurlöndum sem gerir það.  Ég á til dæmis bróður út i Svíþjóð, sem heldur að hann sé maður af meiri að bulla um þjóð sína. 

Þið mættuð taka öldnu heiðursmennina bresku sem komu til landsins og báðu þjóðina afsökunar á framferði breskra stjórnvalda.  Svona hagar sér engin gagnvart smáþjóð í neyð.  Þetta veit siðað fólk, og í því felst engin syndaaflausn fyrir því sem úrskeiðis fór.  

Í þriðja innslagi mínu hér á eftir ætla ég að svara spjótum þínum vegna tilefnis þessa bloggs.  En almennt um það álit sem fram kemur hjá þér á skrifum mínum, þá get ég ekki rifist um það.  Það sem þér finnst, það finnst þér.  

Fyrir mig þá skiptir það engu máli, ég veit hvað ég er að gera, og veit að ég er helvíti góður í því.  Skæruliðablogg mitt er velheppnað.  Geti þú gert betur, þá er það þér velkomið.  Þér er líka velkomið að láta mig fara í taugarnar á þér.  Það er jú tilgangur bloggsins, að erta þá sem eru mér ósammála.  

En mér finnst þú stundum ósanngjarn í gagnrýni þinni.  Það liggur við að þú gerir þær kröfur að ég semji fræðiritgerð í hvert sinn sem ég opna munninn.  En til þess er ekki leikurinn gerður, það les enginn slíkt, ég hef prófað það oftar en þrisvar og oftar en fimm sinnum.  En ég ítreka að ég lendi í slag um ýmsa hluti við menn með miklu meiri menntun og þekkingu en ég hef, og ég hef haldið sjó.  Megin ástæða þess eru jú þessir pistlar sem eru dýpri og rökin sett fram.  

Og umræðan er alltaf opin.  Til dæmis fyrri komment eins og "ég er svo sammála þér, að ég finn til, þetta er svo sárt".  Eða takk fyrir Ómar, eða "er ekki alltí lagi með þig?"

Og ég mæti henni.

Kveðja í bili.

Ómar Geirsson, 20.5.2010 kl. 00:35

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Kristján.

Best að ég klári mig af þó syfjaður sé.  En þú losnar við langhund núna.  

Ég sæki lesendur og skammast mín ekkert fyrir það.  En ég sæki þá ekki til að sækja, ég sendi út hugsun og gagnrýni sem ég vil að ílendist í hugum fólks, eða veki andsvar, sem þá kryfur málið dýpra.  

Þetta skot mitt á Öryrkjabandalagið er ekki sú fyrsta, og ég á mörg svipuð skot á aðra.  

Kjarni málsins er sá að ef 507 milljarðar eru teknir úr sameiginlegum sjóðum, þá lætur velferðarkerfið undan. Og ef þú bætir svo við AGS pakkanum, þá fer þjóðin í greiðsluþrot.  Og þá er velferðin það fyrsta sem hverfur.

Þess vegna er ICEsave ekki póltík, heldur brýnasta hagsmunamál samtaka eins og Öryrkjabandalagsins.  Þeir sem meina því að álykta gegn bretaskattinum, þeir láta flokkshagsmuni vega þyngra en hagsmuni öryrkja.  

Öryrkjar munu nefnilega svelta ef þessar tillögur ganga eftir.  

Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.5.2010 kl. 00:41

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sæll Ómar (þori ekki alveg ennþá að segja "minn", en geri það örugglega bráðum ) !!

Gaman að þú skulir nenna að atast svona við mig, en ert líklega löngu búinn að sjá að einmitt með svona ati, bæði lærir maður og skerpist í umræðunni, en nú ætla ég að reyna að orða mig þannig að við getum lokið okkur af á þessum streng,sem er farinn að dragst afturúr, og hittast heldur á nýrri strengjum.

Tek þetta svona pínu í systemi, svo í innleggi nr. 6 þar "froðan" virkilega freyðir kringum "kjaftinn" á þér vegna þess að ég kallaði "skóflu" fyrir "skóflu" og skildi ekki hversvegna þú ekki vilt kalla varnir landa og þjóða "pólítík" og í gegnum "froðusletturnar" ætlar mér að vera að verja gerðir nasistana og ég veit ekki hvað ???

En svo við nánari umhugsun, kom mér í hug ein skýring og VONA að hún sé sú rétta að mestu leyti, og það er að orðið "pólítík"  hafi að hluta eða alveg fengið einhverja aðra merkingu við að íslenskast, en hún hefur í öðrum tungumálum, því pólítík getur auðvitað verið bæði góð og/eða vond, óréttlát og/eða réttlát, hrottaleg eða varfærin og þannig er hægt að halda áfram lengi, en að hægt sé að sleppa undan henni, hvort sem maður gegnir trúnaðarstarfi í litlum samtökum öryrkja eða stjórnmálaflokki (political party) eða reynir að láta sér fátt um finnast, þá verðum við ÖLL fyrir annahvort barðinu á henni, eða njótum hennar ef vel tekst til, þannig að ef þú í alvöru heldur fram að það sem þú ert að gera og berjast fyrir sé ekki pólítík (stjórnmál) policy (stefna) þá er ég búinn að gleyma meiri íslensku en mér líkar. 

En Ok nóg um það, svo róast þú heldur í innleggi 7:

1: Eva Joly um AGS, ég sá þáttinn og rétt, hún sagði að 3 ára væri of stutt fyrir Grikkina, en hef bæði lesið þónokkuð um/eftir hana og séð og heyrt hana í viðtölum, án þess að minnast þess að hún deili þínum skoðunum á AGS (sem ég er EKKERT að verja, maður lifandi ef það er tilfellið að Ísland og önnur lönd græja sig betur án AGS "so be it") hennar sérfag og það sem hú brennur fyrir, er fjármálaspilling og baráttan gegn henni.

2: Argentína: "Bítur" ekki á mig að þú, tekur EINN mann trúanlegri, en fjölmiðla þegar ÞÉR hentar, svo öfugt þegar þér hentar það (gamalt og gott triks).nefndi hann nokkuð Öryrkjana í Argentínu ??

3: Þetta er svo aftur torkennilegra ??: " Þetta með Sleggjudómana svaraði þú sjálfur "ef ekki væri fyrir glæfra og bruðllifnað þjóðar sem hagaði sér eins og barn/táningur sem fær kredittkort og alla bankareikninga og aðrar eignir foreldranna til umráða, láta svo óprúttna fjárglæframenn og getulausa stjórnmálamenn sjá um allt fyrir sig.Og þú ert ekki eini landi okkur í Norge og víða á Norðurlöndum sem gerir það.  Ég á til dæmis bróður út i Svíþjóð, sem heldur að hann sé maður af meiri að bulla um þjóð sína." 

Átti þetta síðasta "komment"  ekki heldur að vera við þetta hér grobb í mér ? " "heldur þú virkilega að svona bíti á mig ;) það að ég bý hér í Noregi og get þar með skoðað gamla landið mitt með “gests” augum um leið og ég bæði kann málið, þekki hugsunarganginn og hef sjálfur verið haldinn (og kannski ekki alveg laus við enn) þessum alhæfingar og fordómaáráttu gagnvart öðrum þjóðum og þeirra siðum/venjum, sem alltof margir Íslendingar hafa, svo ég er faktískt mjög vel í stakk búinn til fjalla um þessi mál vegna þeirrar tegundar víðsýnis sem bara þeir sem dveljast utan landsteina lengur eða skemur öðlast, og ekki síst vegna eigin reynslu af erfiðleikum af ýmsu tagi, bæði meðan ég bjó á Íslandi og einnig hér í Noregi."  Það hefði allavega passað betur þannig séð, er það ekki ?

Tökum svo þetta í lokin: "

"Þess vegna er ICEsave ekki póltík,(???) heldur brýnasta hagsmunamál samtaka eins og Öryrkjabandalagsins.  Þeir sem meina (??) því að álykta gegn bretaskattinum, þeir láta flokkshagsmuni vega þyngra en hagsmuni öryrkja.  

Öryrkjar munu nefnilega svelta ef þessar tillögur ganga eftir. " 

Hagsmunamál eru pólítík, það vita og kunna talsmenn Öryrkjabandalagsins MIKLU betur en þú, og vita hvernig þeir best geta gert það sem þeim ber, þeir vita einnig á hvern verður gengið harðast sama hvor leiðin verður valin, AGS eða ekki, Icesave er meira pólítík en lagadeila, en ætti að vera öfugt, með því meina ég að "pólítíkusar" hefðu fyrir langt löngu átt að vera búnir að koma þessari deilu þangað sem hún á heima, fyrir dómstóla og þar með orðið meira lagadeila en pólítík.

Ég geri ráð fyrir að þú "vitir" hversvegna þetta ekki er gert, hef séð allskonar "conspiracy theories" um það hjá hinum ýmsu bloggurum og þú hefur örugglega þína kenningu, nei Ómar. það er ekkert erfitt að vera sammála þér oftast nær, en sumt er bara svoldið svona "það á aldrei að rigna á 17 júní" ekki erfitt að vera sammála því heldur, en svo ertu meira en helv... góður með eitt og annað, ekki síst hvernig "gróðafíflin" og þeirra "pótintátar" í valdastöðum, eru búnir og eru enn að fara með það sem gæti annars verið stöðugri og betri efnahagsheimur fyrir okkur að lifa í, þú átt alla mína aðdáun fyrir það kallinn !

MBKV að "Utan"

KH

 

Kristján Hilmarsson, 20.5.2010 kl. 15:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján minn, amma mín kallaði mig alltaf Ómar minn, og þér er það alveg heimilt líka.

Já, það er ekki örgrannt að ég hafi gaman af debati, það skemmtilegasta fram að þessu átti ég við mikinn baráttujaxl, Rúnar Þór, og þú getur lesið þér til um það á þessum link.  

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/934624/#comments

Útskýrir ágætlega það sem drífur þetta blogg áfram.

En hins vegar er þetta síðasta rimma okkar í bili allavega, ég fer í sumarfrí eftir kosningarnar. Það er nefnilega vor i lofti og hreyfigetna mín er komin á það stig, að ég get upplifað dásemdir sumarsins án þess að vera uppdópaður.  Ég á 2 gutta, næstum þvi 6 ára og þeir eru að uppgötva leyndardóma fótboltans, og pabbinn fær að vera með.  Það er ekki þannig að ég hafi getað það áður í þeirra lífi, ég fór því sem næst beint af fæðingardeildinni í bakuppskurð út af slæmu brjósklosi og síðan þá hafa nokkrir bæst við, án þess að heilsa hafi náðst.

Ég þekki því mæta vel hvað er að draga fram lífið á örorkubótum, og hef ekki nokkurn áhuga á að nota hluta af því, sem þegar er of lítið, til að borga öðrum þjóðum skatt, eða borga út krónubréf á yfirverði eins og stefna AGS er.  

Og talsmenn Öryrkjabandalagsins vita ekki miklu betur en ég hvað öryrkjum er fyrir bestu ef þeir halda að það sé bæði hægt að nota 60% af þjóðartekjum og síðan að halda hér úti velferðarkerfi.  

Þeir sem átta sig ekki á því að það er ekki hægt að nota sama peninginn tvisvar, þeir hafa ekkert að gera að leiða hagsmunasamtök á svona tímum.  Tímum þar sem alþjóðlega fjármálakerfið rær lífróður og ætlar að láta almenning blæða fyrir syndir stjórnvalda og auðmanna.  Ef það er ekki hægt að greiða skuldir án þess að rústa velferðarkerfum, þá á að afskrifa skuldirnar.  

Og þetta er átakalína vestrænna stjórnmála í dag.  

Ég ætla að skjóta á þig tveimur innslögum í viðbót, annars vegar þar sem ég vitna í nokkra hagfræðinga um það sem er að gerast, og svo upplýsa þig betur um Argentínu, en hún er dæmi um þjóð sem var næstum knésett, en reif sig upp á sínum forsendum, ekki forsendum AGS og fjármálakerfisins.  Og þeir sem vita ekki hvað gerist hjá þjóðum sem lenda í 60-70 greiðslubyrði af tekjum ríkissjóðs, ættu að kynna sér sögu Argentínu mjög vel.  

Vítin eru til að varast.

En ég ætla þér ekki að verja gjörðir nasista, ég var að tala um árásarstefnu Þjóðverja sem var dæmd ólögleg í Nurnberg réttarhöldunum og sú hugsun sem þar var mótuð kemur svo fram í Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Þar er árásarstríð fordæmd, en sjálfsvarnarréttur þjóða viðurkenndur.  Hann er ekki stjórnmál, háður gildismati, hann er grunnréttur allra þjóða, rétturinn til að verja hendur sínar.  

Ástæða þess að ég tók Þjóðverja er mjög einföld, árás þeirra á Pólland hóf seinna stríð, og var seinna dæmd ólögleg.  Að slepptum útrýmingarbúðunum, sem komu til sirka 1942, þá var hegðun þeirra dæmigerð fyrir stórveldi í útþensluhug.  Og hermdarverkin sem voru framin, ekkert einsdæmi i mannkynssögunni.  Japanir voru miklu ógeðfelldari í Kína, Tyrkir við Armeni, svo dæmi séu tekin.  Og árásin á Pólland var ekkert mjög öðruvísi en þegar Prússland, Austurríki og Rússland lögðu landið undir sig á 18. öld. 

En við réttarhöldin i Nurnberg var slík hegðun fordæmd.  

Árásarstríð fordæmd, en réttur til sjálfsvarnar viðurkenndur.  

Í raun hefði ég alveg eins getað talað um landi X og land Y, því ég var að tala um forsendur, að slæm hegðun þjóða réttlæti ekki árás annarra þjóða.  Framganga breta fellu öll undir skilgreininguna á efnahagsstríði eins og hún er skilgreind í Britannicu, en þú getur lesið um hana á þessum link. 

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1018894/

En þar finnur þú þessa klausu.

Economic warfare

the use of, or the threat to use, economic means against a country in order to weaken its economy and thereby reduce its political and military power. Economic warfare also includes the use of economic means to compel an adversary to change its policies or behaviour or to undermine its ability to conduct normal relations with other countries. Some common means of economic warfare are trade embargoes, boycotts, sanctions, tariffdiscrimination, the freezing of capital assets, the suspension of aid, the prohibition of investmentand other capital flows, and expropriation."

Og varðandi sleggjudóma þína þá eru þeir þekkt rökvilla, þú sérð nokkur stór tré, og ályktar út frá þeim um allan skóginn.   Vissulega var margt brjálað hérna, ég til dæmis hristi hausinn þegar ég var í Reykjavík haustið 2009 og sagði einmitt við konuna mína þegar við virtum fyrir okkur enn eitt stórmennskuæðið í umferðarmannvirkjum, að það væri ekki nema von að allt hafi farið á hliðina.  En þú fordæmir ekki heila þjóð út frá gjörðum einstaklinga, jafnvel þó um fjölmennan hóp hafi verið að ræða.  Flestir lifðu sínu lífi og höguðu því eftir þeim aðstæðum sem voru í þjóðfélaginu.  Og þær aðstæður voru falskur kaupmáttur alltof hás gengis.  En við fundum ekki upp þá efnahagsstefnu sem lét Seðlabankann bregðast við þenslu með því að skapa þensluástand hágengis.  Og það er staðreynd að aðrar þjóðir sem hafa lent í svipuðum aðstæðum, að þær hafa safnað skuldum og farið síðan á hliðina þegar forsendur hágengisins bresta endanlega.  

Þetta er aldagömul saga, ekki fundinn upp af íslenska ofurneytandanum.  

Og það sem gerðist hérna, það er græðgivæðing efnahagslífsins, var einnig byrjuð í Noregi, svo dæmi sé tekið.  Ég las fyrir 2-3 árum grein eftir gamla hægri forsætisráðherrann, hann Kára Willoch þar sem hann fordæmdi þessa Ameríkanavæðingu samfélagsins.  Svíar eru miklu lengra komnir, þarlendir tala mikið um skammtímagróðafíkn og siðleysi fjármálafursta.  Þeir eiga sína starfslokasamninga og sína auðjöfra sem lifa fyrir skattaskjól.

Kjarni málsins, að öll lönd Vestur Evrópu voru að falla í þennan fúapytt, þau voru aðeins mislangt komin.  Það er þessi tímafaktor sem ég minntist á við þig.  Og ef þetta hefði verið séríslenskt fyrirbrigði, þá væri ekki verið að tala um dýpstu kreppu i heila öld, svo ég vitni franska seðlabankastjórann.

En svo er annað mál hvort þú takir þennan pól Kristján, ég geri það og er ekki einn um það.

En spjallið var skemmtilegt, hafðu það sem best.  

Lokaorðin eru þín.

Kveðja, Ómar 

Ómar Geirsson, 22.5.2010 kl. 18:04

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Kristján.

Þú spurðir mig um hvort ég tryði einum manni frekar en fjölmiðlum heims þegar kæmi að ástandinu í Argentínu.  Eins spurðir þú mig hvort ég vissi um hag öryrkja þar í landi.  Það vill svo til að ég bloggaði nokkrar greinar um Argentínu undir þemaheitinu Öskuhaugahagfræði AGS.  

Linkarnir eru hér.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984264/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984295/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984299/

Ég las bæði Morgunblaðið frá þessum árum og ég las mér til á netinu.  Argentína lenti í sinni kreppu á næstum því sömu forsendum og við, þeir tryggðu gengisstöðugleika án þess að forsendur væru fyrir því hágengi sem var valið.  Í kjölfarið lenti innlendur iðnaður í miklum erfiðleikum, útflutningur dalaði en innflytjendur græddu á tá og fingri.  Og þjóðin hélt að hún væri rík.  Afleiðingin var glórulaus skuldasöfnun. 

Skuldasöfnun sem ennþá plagar þjóðina.  En allar hagtölur þar eru jákvæðar og efnahagslífið framleiðir í dag gjaldeyri til að borga skuldir en ekki skuldir eins og var.  Þjóðin lenti í hremmingum með AGS, og tók að lokum þann kost að losa sig við þá úr landi, og endurgreiddi þeim lán sín.  Eins samdi hún einhliða við eigendur skammtímabréfa og sú gjörð kostaði vissar kárínur, og landinu var hótað efnhagsþvingunum.  Og einhverjar hömlur voru settar á innflutning þaðan, bæði hjá ESB og USA.    En heimurinn þarf hráefni og mat, og mjög auðvelt var að finna nýja markaði.  

Afleiðingin var blómlegur útflutningur og mikið innstreymi erlendra fjárfestingar, því hún leitar þar sem gróska er.  Og Suður Ameríkumenn virða Argentínumenn og þeir eru á ný forystuþjóð í álfunni ásamt Brasilíu sem líka tók til hjá sér á sínum forsendum.  

En hér eru nokkrar beinar tilvitnanir úr ágætri samantekt á Wikipediu og þær útskýra sig sjálfar.  Veit ekki alveg með öryrkjana, en tel að hlutskipti þeirra finnist í upplýsingunum um fátækt, sem nota bene snöggminnkaði eftir að AGS var rekinn úr landi.

"Argentina has managed to return to growth with surprising strength; the GDP jumped 8.8% in 2003, 9.0% in 2004, 9.2% in 2005, 8.5% in 2006 and 8.7% in 2007. Though average wages have increased 17% annually since 2002 (jumping 25% in the year to May 2008),"

"The 2003 estimation of 30,000 to 40,000 people scavenged the streets for cardboard to eke out a living by selling it to recycling plants. This method accounts for only one of many ways of coping in a country that at the time suffered from an unemployment rate soaring at nearly 25%.  While unemployment has been considerably reduced (it's been hovering around 8.5% since 2006), Argentina has so far failed to reach an equitable distribution of income (the wealthiest 10% of the population receives 31 times more income than the poorest 10%). This disparity, nevertheless, compares quite favorably to levels seen in most of Latin America, Asia and Africa."

Og hér er tafla um þróun fátæktar:

"Although GDP has grown consistently and quickly since 2003, it was only in late 2004 that it reached the levels of 1998 (the last year before the recession). Other macroeconomic indicators have followed suit. A study by Equis, an independent counseling organisation, found out that two measures of economic inequality, the Gini coefficient and the wealth gap between the 10% poorest and the 10% richest among the population, grew continuously since 2001, and decreased for the first time in March 2005.

Poverty in Argentina
Date of
measurementExtreme
povertyUnder
poverty
line
May 200111.6%35.9%
October 200113.6%38.3%
May 200224.8%53.0%
October 200227.5%57.5%
May 200326.3%54.7%
2nd sem 200320.5%47.8%
1st sem 200417.0%44.3%
2nd sem 200415.0%40.2%
1st sem 200513.6%38.5%
2nd sem 200512.2%33.8%
1st sem 200611.2%31.4%
2nd sem 20068.7%26.4%
2nd sem 20075.9%20.6%
1st sem 20085.1%17.8%
2nd sem 20084.4%15.3%

The table on the left shows statistics of poverty in Argentina, in percent of the population. The first column shows the date of the measurement (note that the method and time changed in 2003; poverty is now measured each semester). Extreme poverty is here defined as not having enough money to eat properly. The poverty line is set higher: it is the minimum income needed for basic needs including food, clothing, shelter, and studies.

"

Vona að þessar tilvitnanir upplýsi að fleiri en einn Íslendingur haldi því fram að margt fór betur en verr eftir að AGS yfirgaf landið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.5.2010 kl. 18:41

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Þjóðin lenti í hremmingum með AGS, og tók að lokum þann kost að losa sig við þá úr landi, og endurgreiddi þeim lán sín."???? 

Kristján Hilmarsson, 22.5.2010 kl. 19:44

13 Smámynd: Polli

Ég veit um öryrkja. Ég veit um öreiga. Ég veit um fjöldann allan af fólki sem ruglar þessum orðum saman. Sem er broslegt. Svo veit ég um hóp fólks sem hatar AGS. Sem er líka broslegt. AGS hefur vit á fjármálum og er kallaður til hjálpar stjórnvöldum sem ekkert vit hafa á fjármálum. Stjórnvöldum sem vilja bara halda vitleysunni og sukkinu áfram. Er hin gullvæga regla að eyða ekki umfram efni enn í gildi? Er það kannski bara púkó?

Polli, 22.5.2010 kl. 20:28

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Og ég er ekki einn um að krítesera AGS.

Hér eru nokkur dæmi frá virtum hagfræðingum og öðrum sem láta sig ómennsku og heimsku AGS varða.

Lilja Mósesdóttir.

"Markmið hagstjórnarinnar á að vera að auka efnahagslega velferð og leiðirnar að því markmiði eru aðgerðir sem tryggja fulla atvinnu, hagvöxt og stöðugleika til lengri tíma.  Efnahagsstefna AGS og íslenskra stjórnvalda mun ekki tryggja þessi markmið.  Við framkvæmd hennar er aðeins tveimur hagstjórnartækjum beitt, þ.e. hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft.  Bæði þessi hagstjórnartæki  miða að því að draga úr útstreymi fjármagns og þar með frekari lækkun á gengi krónunnar.

Hátt vaxtastig og skortur á fjármagni er að sliga bæði fyrirtæki og heimili. Til að þóknast stefnu AGS þarf ríkið auk þess að skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum og vaxtagjöldum af lánum frá AGS og vinaþjóðum. Á meðan að heimilin hrópa á hjálp til að takast á við stóraukna skuldabyrði og atvinnuleysi keppast fyrirtæki og ríkisstofnanir við að ná niður kostnaði með því m.a. að segja fólki upp eða banna nýráðningar en það bitnar hvað harðast á ungu fólki. Aukið atvinnuleysi leiðir til vítahrings minnkandi tekna ríkissjóðs á sama tíma og opinber útgjöld aukast. Við þessar aðstæður dregur úr spurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja. Þörfin fyrir niðurskurð hjá hinu opinbera og fyrirtækjum eykst í kjölfar aukins atvinnuleysis. Atvinnulífið sogast inn í vítahring aðhaldssamrar efnahagsstjórnar sem mun með tímanum draga úr hagvexti og þar með möguleikum þjóðarinnar til að geta staðið undir skuldabyrðinni sem einkavæddu bankarnir lögðu á hana.
"

Lilja úr ræðustól á Alþingi.

" Virðulegi forseti, við verðum að losna undan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, annað hvort með eða án Norðurlandanna.  Þetta snýst um sjálfstæði komandi kynslóða og náttúrauðlindir þjóðarinnar. "

Micel Hudson.

"Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum. En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugir skuldunautar á borð við Bandaríkin og Bretland munu siga áróðursmeisturum sínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum á Íslendinga og krefjast þess að þeir verði hnepptir í skuldafangelsi með því að þvinga þá til að greiða skuldir sem þessar þjóðir myndu aldrei greiða sjálfar."

Joseph Stiglitz.

" að Íslendingar ættu að spyrja sjálfa sig hreint út hvort þeir þyrftu á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að halda.

. Kostnaðurinn við varasjóðina samsvarar niðurskurðinum í heilbrigðismálum eða menntamálum og Íslendingar spyrja sig: Er það þess virði?« sagði Stiglitz. »Ég held að þetta séu góðar og lýðræðislegar spurningar."

James Galbraith og William K. Black.

"AGS skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar, og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn þá verður erfiðara fyrir þá eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það."

Nathan Lewis.

"The government of Iceland may not actually have the money to pay this off. They would have to borrow it. When the IMF makes a "rescue loan" to a government, the money spends no time in Iceland or Latvia. It goes directly to the foreign creditors, in places like New York and London.

However, the debts remain, to be paid off by the taxpayers of Iceland. Taxes rise, which just makes a bad economic situation worse. Valuable and important services are cut -- precisely when they are most needed. Then, the IMF "advisors" come in and start to make a lot of demands.

For example, they may demand that the government sell off "public infrastructure" and the assets of failed banks (which still have considerable value) to pay off the loans which were used to bail out the bankers in New York and London. Who buys this "public infrastructure"?

Typically, it's the bankers in New York and London! Normally, at very good prices -- very, very good prices. Extraordinarily good prices.

Prices for assets in a crisis are normally very low. But, a government that can be coerced into bailing out the bankers can also usually be coerced into selling off state assets at values that no private owner would accept."

Aðeins nokkur dæmi um orð fræðimanna gegn óráðum sjóðsins, óráðum sem skilja almenning viðkomandi landa eftir í skítnum.  

Og það er að gerast í löndum eins og Lettlandi, Ukraníu og Grikklandi.  

Það er þetta sem Eva Joly  á við, ekki sem sérfræðingur, heldur sem vitsmunavera og manneskja með samúð.

Er ekki flóknara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.5.2010 kl. 23:10

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján,

Sé að þú þekkir forsögu málsins ekki nógu vel.  Hefðbundin borgaraleg stjórn fór hina hefðbundnu leið og leitaði ásjár AGS.  Mig minnir, nenni ekki að fletta því upp, að IFM hafi veitt Argentínu um 30 milljarða dollar að láni til að styrkja gengi pesosans.  Það tók um það bil 4 klukkutíma fyrir "fjárfesta" og eignafólk að millifæra þessa peninga til New York.  Eftir sat landið upp með skuldina og verðlausa pesosa.

Í millikaflanum sem fylgdi á eftir, þá hríðjókst atvinnuleysið, fátækt jókst gífurlega og skuldabyrðin miðað við tekjur ríkissjóðs fór í um 70%.  Og samt gerði IFM frekari kröfur um niðurskurð sem Argentínumenn höfnuðu, sögðu að þá legðist opinber þjónusta af.  Samhliða logaði allt í ófriði í helstu borgum landsins.  

Nýr forseti tók við sem lét gengið fljóta, og eftir miklar sviptingar festist það í um 3 á móti 1, það er við dollar, en var 1 á móti 1.

Eftir gengisfallið rétti hagkerfið úr kútnum og gjaldeyrissjóður byggðist hratt upp.  Fyrir þann pening og um 8 milljarða lán frá Venezulea endurgreiddu þeir lán IFM 2008.

Kveðja. 

Ómar Geirsson, 22.5.2010 kl. 23:19

16 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar minn !

Jú ég kann að "gúggla" líka, og það að peningastuðningur AGS fór á "fjórum" tímum til New York var auðvitað gerspilltri stjórn landsins að þakka/kenna, samfara afskiftaleysi AGS af akkúrat þeim þjófnaði, því eitt er að setja kröfur um niðurskurð og aðhald sem skilyrði fyrir aðstoð og annað hitt að að láta vera að tryggja að peningarnir séu þar sem þeim var ætlað að vera, þetta sínir meir en annað hversu mikilvægt er að hafa stjórn sem vill og þorir að gera það sem rétt er án þess að hafa áhyggjur af næstu kosningum, hvort eitthvað álíka er í gangi á Íslandi í dag, er ekki gott fyrir okkur að segja, en illt auðvitað ef svo er, og þar leggur þú allavega þitt af mörkum Ómar ! þannig að fólk hafi augun opin fyrir því.

Hvað varðar gengið, eru því miður alltof margir sem halda að ísl.krónan eigi eftir að stíga til baka til 2007 gildis, meðan þeir sem einhv. glóru hafa í kollinum vita að svo skeður ekki, betra að taka útgangspunkt í gildinu eins og er í dag, gera allar ráðstafanir útfrá því, og svo má auðvitað vona að hún styrkist eitthvað, en ekki mikið því það getur bara orðið til bölvunar.

En já ! þetta eru myrkir tímar Ómar, en gott að geta glaðst yfir góðum stundum líka, njóttu sumarsins eins og best og þú og þínir geta, verðum í sambandi á blogginu þínu seinna.

MBKV að "UTAN"

KH

Kristján Hilmarsson, 24.5.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 5212
  • Frá upphafi: 1328025

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4675
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband