Loksins sér Ögmundur Jónasson samhengi hlutanna.

 

"Ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum".

 

Í ICEsave skattinum, með samstarfinu við AGS, með aðgerðarleysi sínu gagnvart ungu fólki í skuldaerfiðleikum.

Og með því að gefa útlendum bröskurum auðlindir okkar.

Að kalla Magma fjárfestir er jafn fyndið og að kalla Hannes Smárason viðskiptasnilling.

Og það er engin tilviljun að þeir sem sjá ekkert athugavert við þessa gjöf, það eru þeir sem sjá ekkert athugavert við bretaskattinn, eða níðingsháttinn gagnvart fólki í skuldafjötrum.

Og þetta er fólkið sem fékk sigg á hendur við að klappa upp útrásina og útrásarvíkingana.

Dómgreind þeirra er margprófuð og margsönnuð sem algjört flipp.

Og þetta er fólkið sem ræður framtíð okkar.

Framtíð sem Ögmundur Jónasson kallar að það sé verið að bregðast komandi kynslóðum.

 

Hve djúpt er þjóðin sokkin að lúta ráðum þessara snillinga heimskunnar???

Bara spyr.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir braskað með auðlindir þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. mikil kalhæðni í því, að ríkisstjórn sem ætlaði sér í orði gefnu, að verja hagsmuni smælingjans - að þeirra aðgerðir gagnast best þeim sem eiga undir sér.

Þetta var ágætlega útskýrt í Silfri Egils, fyrir viku - þ.s. borgari einn kom fram og skýrði mál skv. sinni upplifun.

----------------------

En, þ.e. einmitt ákvörðunin, að endurreisa 3. banka ásamt því, að tryggja inneignir 100% sem er grunnorsökin.

Eins og kom fram nýlega, ef innistæður hefðu verið tryggðar upp að 5 milljónum, hefðu stórar upphæðir sparast ríkinu, á sama tíma og um 85% innistæðueigenda hefði verið bjargað.

Þá hefði verið peningur fyrir hendi, til að framkvæma verulegar afskriftir lána -

Þess í stað, var valin sú leið, að tryggja ríka fólkið líka -

En, á því altari - er ekki hægt að afskrifa lán hjá almenningi, þ.s. ef það væri gert, þá væri ekki til staðar nægar eignir í bönkunum á móti inneignar-reikningum.

----------------------------

OK - það var ríkisstjórn Geira og Sollu, sem tók þessa ákvörðun, á sínum tíma.

En, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, hefur ekki reynt að vinda ofan af því óréttlæti, sem þá var framið.

---------------------------

Grunnvandinn er sá, að þessi peningur er raunverulega ekki til - þ.s. almenningur mun ekki geta staðið undir þeirri skuldabirði sem reynt er að leggja á hann.

Þannig, að þarna er innbyggð bóla í kerfinu.

Þetta getur valdið nýju fjármálahruni,

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Polli

Þú nefnir AGS alloft, eðlilega. Lestu þetta: Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar lagði mikla áherslu á að hagrætt yrði í menntakerfinu. Hann nefndi sem dæmi að ekki væri sjálfgefið að hægt væri að halda úti laganámi í fimm háskólum á landinu eins og verið hefur undanfarin misseri.

Fimm háskólar fyrir 320 þúsund manna þjóð! Þetta er rosalega fyndið, er það ekki annars? Hvað útskrifast margir lögfræðingar á ári hérlendis?

Þessi heimska og bruðl er aðeins ein af ástæðum þess að Geir og Solla kölluðu á AGS. Þjóðinnni hefur verið svo illa stjórnað að nauðsynlegt hefur reynst að kalla eftir ráðgjöf og hjálp að utan. Því miður.

Polli, 16.5.2010 kl. 21:24

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Polli.

Ég er búinn að fatta þig, sjá síðasta innslag mitt á afsökunarþræðinum.  Þú lest upp á Vidalín.

Aldrei þessu vant var ég ekki að blogga um 5 háskóla.  Man jafnvel ekki eftir því hvenær ég gerði það síðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Polli

Veit ek vel Sveinki. Vildi bara nefna eitt lítið dæmi um stjórnkænskuna hérlendis. Þegar svo öll þessi "litlu" dæmi leggjast saman, ásamt því að bankarnir okkar voru rændir innanfrá af grímulausum siðblindingjum - þá verður óhjákvæmilega hrun.

Óþarfi að vera með kjánalega útúrsnúninga, en þeir bögga mig þó lítið.

Polli, 16.5.2010 kl. 21:51

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það er dauði og djöfuls nauð'

er digða snauðir fantar.

Safna auð með augun rauð,

enn aðra brauðið vantar. SB

Þórarinn Baldursson, 16.5.2010 kl. 21:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir gott og vandað innslag Einar.

Það er nefnilega þannig að þú réttlætir aldrei óréttlæti í nútíð með tilvísun í fortíð.  Vissulega er ekki víst að það sé hægt að bæta fyrir öll mistök og allar þær óréttlátlegu ákvarðanir sem teknar voru í fortíðinni, en siðleg stjórnvöld reyna.

Núverandi stjórnvöld eru ekki siðleg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 22:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Fyrirgefðu Polli, er ekki læs á Vídalínsku, er í nútíðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 22:25

8 Smámynd: Polli

Mér hefur sýnst sem svo að margt séu margir ágætir menn ólæsir á.

Polli, 16.5.2010 kl. 22:43

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Polli, nú sagðir þú  nokk sem ég get ekki gert ágreining við þig.

Og svo við hættum að hnýtast svona, þá máttu alveg láta mig vita með einhverju tákni þegar þú sendir mér innslög og vilt að ég ræði við þig af alvöru.  Gallinn við þig, eins ágætur og þú ert, er sá að galgopaskapur vill oft hafa þau áhrif að hann venst, og þar með kveikir maður ekki alltaf hvort þegar viðkomandi er alvara og vill ræða málin.

En svo ég víki mér að efninu, að þá er ég ekki sammála þeim vinkli sem þú tókst í fyrsta innslagi þínu.  Tel að framtíð þjóðarinnar verði bjartari með 5 háskólum en 1.  Þetta var eins og sjónarmiðið með félagana, annar lauk námi, en hinn taldi sig ekki hafa efni á því út af einhverju barnabasli.  Og vissulega hafði hann betur i sig og á en sá skólagengni til að byrja með, og hafði það alltaf ágætt, en hann nýtti ekki möguleika sína og vissi að hann gat betur. En hann skorti menntun. 

Ég myndi frekar malbika minna og halda skólunum, en það má huga að rekstrargrundvelli þeirra.  En ég ætla ekki að rökstyðja mál mitt frekar, get það alveg en það er ekki efni þessa bloggs að tjá skoðanir mínar um allt og alla.  Ég er sko í stríði, þó það fari hljótt.

Og mitt eina markmið er að koma Óbermunum úr landi.  Og segja Nei við ICEsave.  Allt sem ég segi og geri miðast við það eina markmið.  Af hverju??  Jú, ég vitna í Evu Joly sem hún sagði hjá Agli í dag um stefnu AGS í Grikklandi.  Stefnan er ill, hún hefur í för með sér félagslegar hörmungar og er fjárhagslega léleg (eða röng, man þetta ekki nákvæmlega enda eftir minni).  

Það sama gildir hér, nema að okkur tókst að tefja fyrir skuldahítinni með ICEsave andstöðunni. Og þar með frekari lánum, og þar með töfum á einkavæðingu orkufyrirtækja og svo margt annað.

Það má vel vera Polli að þú upplifir málin ekki svona, en ég geri það.  Og tugmilljónir annarra víðsvegar í Evrópu.  Þannig er það bara.

Máttu eiga góða daga í næstu viku, og láttu mig ekki angra þig of mikið.

Kveðja, Ómar Geirsson.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 00:08

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver er munurinn á Færeyjum og Íslandi fyrir utan það allir hafa nóg að gera  og þjóðartekjur eru 50% hærri á mann? Er þetta spurning um gæði hagstjórnfræðinga ráðamanna? Hver er það í lögum um verðtryggingu að híbýlasjóðir geti lagt stigvaxandi verðbólgu vaxtavaxta auka á veðbandalán launþega sem eru þegar með umsömdum vertryggðum heildarvöxtum í upphafi lántöku? Heildar verðtryggður kostnaðauki vegna verðbólgu hækkar heildar umsömdu gjaldaga kröfuna um 30% í 2,5% verðbólgu á lánstímanum. 50% ef verðbólga er 5%. Íslendingar hljóta að geta veitt sínum neytendum upp á sömu lánsform og aðra þjóðir.

Það er búið að vera braska með heimilin í landinu í nafni verðtryggingar frá um 1982. AGS bendir á það að fasteignaverð var komið 30% upp fyrir nýbyggingar kostnað 2005 [smásölu álagning] en hann virðist ekki hafa haft tíma að fara yfir reikningaðferðir íbúðalásjóða hér.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 17.5.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 5491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4905
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband