15.5.2010 | 20:23
"You ain´t see nothing yet".
Og svo eru innlend fífl sem ætla að borga ICEsave með 5-8% árlegum hagvexti, mest byggðan á útflutningi.
Hvað þarf til að fólk vitkist og hendi þeim út í hafsauga sem sviku þjóð sína.
Og láta AGS fylgja í kjölfarið.
Það eina sem mun bjarga okkur út úr kreppunni erum við sjálf.
Það þarf að hlúa að fólkinu í landinu, senda Hrunskuldirnar til þeirra sem þær eiga. Bæði þarf að leiðrétta skuldir almennt á þann level sem eðlilegt ástand hefði haft í för með sér, verðtrygginguna til 1/1/08 og aðlaga gengislán að þeim grunni.
Síðan þarf að gefa út opinberlega yfirlýsingu að enginn verði látinn yfirgefa hús sitt næstu 5 árin. Ekki vegna þess að uppboð verði fryst, heldur verði skuldir fólks aðlagaðar að greiðslugetu, og það sem umfram er komi til greiðslu þá og þegar fólk selur hús sín með hagnaði.
Ákaflega einfalt í framkvæmd, sé til þess vilji.
Og þegar fólk er öruggt heima hjá sér, þá tekur það þátt í endurreisn landsins.
Það þarf að hlúa að innlendu atvinnulífi, taka allar skattahækkanir til baka og jafnvel lækka þar sem slíkt myndi auka veltu og hækka þar með tekjur ríkisins. Vegna þess að það er heildartekjur sem notast til að borga útgjöld, ekki há Exel skattprósenta sem engu skilar nema samdrætti.
Það þarf að endursemja um erlendar skuldir og banna allar nýjar þar til menn sjá fram á að geta greitt þær til baka. Það er nóg að vera einu sinni vanskilaþjóð, það má aldrei gerast aftur.
Það þarf að hætta þessu rugli að keyra atvinnulífið áfram á skuldsettum stórframkvæmdum, vilji menn virkja og reisa verksmiðjur, þá er það gert fyrir eigið fé, ekki fé almennings.
Það þarf að skera niður hjá hinu opinbera en í sátt og samlyndi. Slík sátt myndast alltaf á neyðartímum þegar allir eru í sama báti, og allir eiga sitt undir réttum aðgerðum. Víðtæk samstaða mun myndast um nauðsynlegan niðurskurð ef fólk fær fyrst réttlæti í skuldamálum og réttlátt stjórnkerfi þar sem við ráðum, ekki Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Við eigum nóg hæfu fólki, það eru ekki allir Leppar þó flestir hjá Háskóla Íslands kunni ekki að reka sjoppu án þess að leita í smiðju græðgifrjálshyggjunnar. Lilja Mósesdóttir, Jón Daníelsson, Gylfi Zoega, Ragnar Árnason, við eigum fullt af hæfu fólki sem lítur ekki á þrældóm sem nauðsynlega forsendu endurreisnarinnar.
Hvernig fjármagnar ríkissjóður nauðsynlegar skuldaleiðréttingar???
Svarið er mjög einfalt, stór hluti þeirra er þegar kominn fram gagnvart erlendum kröfuhöfum. En það sem upp á vantar, og snýr að lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði, það er fjármagnað eins og alltaf er gert hjá þjóðum á stríðstímum.
Það eru gefin út langtímaskuldabréf á lágum vöxtum sem mynda eiginfjárgrunn og greiðast svo upp hægt og rólega. Í Bandaríkjunum eru ennþá í umferð ríkisskuldabréf sem gefin voru út í fyrra stríði.
Vissulega eru þetta útgjöld sem falla í rólegheitum á komandi árum og áratugum, en það er kostnaðurinn við frelsið. Hver heldur að börn okkar vilji frekar taka við blómlegu búi þar sem þau hafa notið örugga æsku, og jú stríðskostnaður þjóðarinnar ennþá lítt greiddur, eða upplifa hörmungar æskunnar, útburð og skuldaþrældóm foreldra sinna.
Aðeins hreinræktaður hálfviti segir að það megi ekki velta kostnaði á framtíðina.
Og hreinræktaðir hálfvitar eru mjög sjaldgæfir, ef ekki þá væri töluð þýska um allan hinn vestræna heim.
Í stríði er það gert sem þarf að gera. Menn gefast ekki upp fyrir óvininum, menn selja ekki samborgara sína í þrældóm, menn selja ekki land sitt erlendum óargadýrum sem koma með sauðarkápu á herðum og kalla sig aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og ég dreg þetta til baka með hreinræktuðu hálfvitanna, ekki einu sinni þeir myndu gera slíkt.
Eftir stendur þá stóra spurningin, hvað er AGS að gera hér. Af hverju er fólki ekki hjálpað. Af hverju er aðeins til peningur til að borga bretum, ekki íslensku barnafólki.
Býr hér á meðal okkar fólk sem kýs núverandi þrælkunarstefnu stjórnvalda ótilneytt????
Af hvaða flokki manna er það fólk?????
Þætti gaman að vita svo ég hætti að móðga þá sem eru með hálfu viti.
Kveðja að austan.
Ein versta fjármálakreppa í heila öld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já já og það fólk er af fjórflokki.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.5.2010 kl. 20:47
Ómar, húrra fyrir þessari grein. Það er alveg með ólíkindum hvernig núverandi stjórnvöld sjá þetta ekki og skilja þetta ekki. En það er vegna þess að sá hópur fyllir þann flokkinn sem við teljum að sé varla með hálfu viti. Því miður.
Magnús Óskar Ingvarsson, 15.5.2010 kl. 21:06
Það er málið refsa þjófunum og henda burt fjórflokk spillingar og einkavinavæðingar ef ekki má gleyma að byggja upp þetta land vort, fólk tekur ekki þátt í að borga sukk fárra manna það verður að stöðva óráðsíuna þá fyrst getum við staðið saman og komið okkur út úr kreppunni.
Sigurður Haraldsson, 15.5.2010 kl. 21:24
Takk fyrir þessa ágætu grein.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2010 kl. 22:52
Hvað þarf til að hreyfa við íslenskri þjóð? Kalli á kassanum?
Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2010 kl. 04:07
Ég er á því hér séu margar fjölskyldur genalega orðnar lánafyrirgreiðslu þrælar sem trúa á elífðar Fjármálgeira.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/
Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 06:14
Hvað hefur fjölskyldan þín greitt mikið í ofgreidda neytenda verðtrygginu. Samanborið við neytendur annarra þjóða?
Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 06:16
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Júlíus alltof mikið.
Góður punktur Helga, það gæti verið, það er ef húmorinn yrði notaður til að draga fram ömurleika núverandi stjórnarstefnu. Allavega stinga landsmenn tappa upp í eyrun þegar neyðaróp meðbræðra þess glymja um víðan völl.
En annars vill ég segja að það er eitthvað mikið að þjóðarsálinni þessa daganna. Það er ótrúlegt hvernig fólk lætur gjörspillta fjölmiðlamenn kasta allri umræðu á dreif með sífelldum fréttum um auðmenn fortíðar á meðan þeir uppréttu og Leppar þeirra eru óðum að festa þjóðina í skuldabönd sem munu hefta hana um alla framtíð.
Vissulega þarf að ræða fortíðina, en eins og hjá Ruv þá er nútíðin eitthvað sem er að gerast á annarri plánetu, nema Svavar greyið getur varla opnað munninn án þess að einhver ICEsave skuld íslensku þjóðarinnar komi þar til samanburðar. Ætli mynd af Göbbels hafi hangið upp á veggjum í þeim blaðamannaskóla sem hann sótti sína þekkingu í fræðunum????
Og fólk trúir, trúir að ekkert sé hægt að gera.
Og ég held að vandinn sé miklu dýpri en svo að það megi útskýra hann með tilvísun í fjórflokkinn, þó ég persónulega styðji alla þá sem berjast gegn honum í dag á grunni nýrra hugmynda.
Það vill raunverulega enginn þetta ástand svona fyrir utan hirðina í kringum Villa og Gylfa forseta, en það eru aðeins örfáir Leppar AGS.
Af hverju er þetta svona? Af hverju var ekki hlustað á allt það mæta fólk sem strax eftir Hrun benti á leiðir til að ungt fólk festist ekki í skuldagryfjum?
Af hverju kusu mannvinir fólk sem lagði til skuldafangelsi greiðsluaðlögunarinnar sem lausn á vanda ungs fólks. Er skýringin siðblinda eða mannvonska??? Hefði þetta fólk kosið plantekrueiganda frá Suðurríkjunum ef í gegnum svipusmellina hefði mátt greina eitthvað muldur sem mætti túlka sem "Norræn velferðarstjórn"????
Hvernig sem á þetta er litið þá er mín niðurstaða að þjóðarsálin er sködduð. Ræningjabarónarnir og hugmyndafræðingar þeirra stálu ekki bara þjóðarauðnum, þeir stórsköðuðu líka þjóðarsálina.
Kannski þerra stærsti glæpur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 08:47
AGS er hér vegna þess að Ísland mun vera með svokallað SDR yfirdrátt til að halda genginu uppi. Samkvæmt Berliner Bank er 260 til 295 kr í evru. AGS meinar að tenging húsnæðisveðbandalána við neysluvísutölu sé vandamálið. Vextir einir sér hafa alltaf dekkað verðbólgu kostnað. Íslendingar vinna lengst og þéna minnst allra í 30 ár.
Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.