Er nóg að vera fyndinn???

 

Til að vera kosinn til að stjórna höfuðborg landsins???

Er þetta það lýðræði sem við viljum????

Var ekki nóg að auðmenn og leppar þeirra í stjórnkerfinu rændu okkur þjóðarauðnum, á líka að ræna okkur möguleikanum að hafa áhrif á líf okkar????

Eða halda menn að það sé fyndið að það eigi að bera út þúsundir manna í haust og í vetur???

Er grín það bjargráð sem við réttum því fólki sem ríkisstjórn félagshyggju og jafnréttis sveik í tryggðum???

Eitt stykki brandari???

 

Aum er þjóð sem lætur ræningja ræna sig, en ennþá aumari er hún ef hún stingur höfði sínu í sandinn og hlær á meðan ræningjarnir hirða aleigu hennar, auðlindir, orkufyrirtæki, almannaþjónustu.

Hafði Ingibjörg Sólrún rétt fyrir sér að við værum ekki þjóðin??  Og þá í þeirri merkingu að við værum ekki þjóð.

Engin þjóð hlær á ögurstundu sinni.

Hún fellir ræningjaleppana og tekur málin í sínar hendur.  Hún segir Nei við ICEsave og rekur AGS úr landi með skömm.

En hún lítur ekki kvölurum sínum með grín á vörum.

Það eitt er á hreinu.

Erum við þjóð????

Kveðja að austan.


mbl.is Stjórnmálin jafn skemmtileg og Vaktirnar og Fóstbræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kýs nú reyndar að líta á þetta þannig að við séum að gera grín að þeim öðrum flokkum sem hér eru starfandi, enda vita gagnslausir og í raun eru það ÞEIR sem eru grínframboðin. Vissulega er staðan alvarleg, en það er bara því miður ekkert annað í stöðunni en að kjósa Besta flokkinn þar sem allt hitt sem er í boði er rusl.

Jón Flón (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 16:02

2 identicon

Síðast þegar ég vissi var það lýðræði að sá er kjörinn sem flest hlýtur. Þeir sem segja að Jón Gnarr sé reynslulaus og eigi eftir að eyðileggja borgina hafa t.d. ekki kynnt sér hvað Hanna Birna var að gera áður enn hún fór í borgarpólítík

Ragnar (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 16:08

3 Smámynd: Polli

Ef Besti flokkurinn fær 4-5 borgarfulltrúa er ljóst að þúsundir styðja flokkinn. Ekki þarf að efast um að í þeim stóra hópi er hæfileikaríkt fólk sem getur sómt sér ágætlega í nefndum og ráðum borgarinnar. Hver er hættan? Af hverju heldur fólk að fulltrúar fjórflokksins séu eitthvað klárari í kollinum og betri starfsmenn og stjórnendur? Með því að kjósa Besta flokkinn er verið að flytja lýðræðið frá spilltum flokkum beint til fólksins. Ekkert hættulegt eða slæmt við það.

Polli, 15.5.2010 kl. 16:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar hér að framan.

Gagnrýni mín beinist ekki að því að þessir einstaklingar bjóði fram undir merkjum nýs framboðs.

Það sem ég er að gagnrýna er tómhyggjan, að lífið sé glens og fíflaskapur.  

Og ég skal bæta um betur, það er dautt lýðræði þar sem fíflaskapur fær atkvæði á neyðartímum.  Og ef andlega stig þjóðar er á því plani að hún sér það ekki, þá á hún ekki lengur tilverurétt sem þjóð.  

Félagar, það er ein ástæða fyrir því að við segjum ekki Heil á morgnanna.  Það var vegna þess að fólk í Evrópu skynjaði sinn vitjunartíma.  Það bauð ekki Helförinni byrginn með gríni og fýlusprengjum. 

Það snérist til varnar og endurheimti frelsi sitt og framtíð.  

Og við erum í miðri Helför íslensku þjóðarinnar þannig að ekki verður aftur snúið eftir nokkur ár ef áform AGS ganga eftir.

Og þið hlæið.

Hafið þið aldrei borðað hákarl og lýsi???? 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 16:59

5 Smámynd: Polli

Hvað er lýsi?

Polli, 15.5.2010 kl. 17:04

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Polli.

Ert þú að segja mér að þú hafir ekki verið á leikskóla, en mætt á Þorrablót.

Því á ég bágt með að trúa.

kveðja

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 17:17

7 Smámynd: Polli

Einu sinni var mér boðinn hákarl. Ég þáði boðið, en ég varð síðan að afþakka gott boð þegar ég sá hvað hann var stór. Ég kom honum ekki í frystikistuna.

Polli, 15.5.2010 kl. 17:29

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, það er meinið, það er betra að fá þá í bitum, þeir efla allan dug og þrótt.

En hvernig slappstu við leikskólann???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 17:48

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skil ekki hvers vegna menn að austan eru að hafa áhyggjur af þessu.

Finnur Bárðarson, 15.5.2010 kl. 17:52

10 Smámynd: Polli

Þegar ég var á svokölluðum leikskólaaldri var ekki búið að finna upp leikskólann. Sem betur fer. Miklu skemmtilegra að vera sjálfala milli fjalls og fjöru allan daginn.

Polli, 15.5.2010 kl. 18:10

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Finnur, vertu feginn, í helgri bók stendur að fattlausir séu sælir.

Polli, heppinn.

Kveðja að austan.

PS. en leitt að þú skildir hafa misst af lýsinu.

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 18:20

12 Smámynd: Birgir R.

Þetta er náttúrulega óforskammarlegt þessi lof sem lýðskrumarinn hann Jón Gnarr hefur fengið og móðgun við hið sanna lýðræði, það er eflaust hægt að hafa langt diskússjón um þetta en það er algjör bíræfni hjá fólki að viðurkenna það auðfúslega að það ætli að kjósa þennan óforskammarlega pilt og hans "stjórnmálaflokk".

Birgir R., 15.5.2010 kl. 19:09

13 Smámynd: Stjörnupenni

Æ, Ómar! Óbærilegur léttleiki tilverunnar?

Svo hefur lýðræði ekkert með það að gera hvort þér líkar við útkomu kosninganna eða ekki. 

Stjörnupenni, 15.5.2010 kl. 19:38

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Stjörnupenni.

Þú hefur greinilega ekki lesið bókina eða sé hina stórgóðu mynd, annars tengdir þú ekki þetta tvennt saman.

Og hvað fékkstu margar stjörnur fyrir að tengja lýðræðið við mínar skoðanir????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.5.2010 kl. 19:47

15 Smámynd: Stjörnupenni

Fimm stjörnur... af fimm mögulegum.

Reyndar hef ég lesið bókina þó mér hafi aðallega flogið í hug að titillinn ætti vel við þig enda virðist þú vera forkpokaður fýlupúki sem þykist geta lesið yfir hausamótunum á þeim fjölmörgu Reykvíkingum sem virðast ætla að styðja Besta flokkinn.

Stjörnupenni, 16.5.2010 kl. 01:00

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Stjörnupenni.

Flott dómnefnd að fatta að lýðræði hefur ekkert með mínar skoðanir að gera.  Hef þú hefðir bætt því við að væntanleg rigning í Reykjavík í allt sumar eða öskufall úr Eyjafjallajökli á morgin hefur heldur ekkert með mína skoðanir að gera, þá hefðir jafnvel fengið 6 stjörnur af 5 mögulegum fyrir skarpheitin.

En þú sem ert með lýðræði á tungu ættir að una lýðræðislegum rétti mínum að hafa skoðanir á þjóðmálum.  Það vill svo til að ég hef fært rök fyrir mínu máli, af hverju næstu kosningar eru prófsteinn á vilja þjóðarinnar hvort hún sættir sig við þá hörmungarstjórn sem nú er við völd.  Kosningar, þó sveitastjórnarkosningar séu, eru eitt af fáum tækjum fólk til að láta skoðanir sínar í ljós, og velþekkt í mörgum löndum að þær endurspegli óánægju almennings.

Ég hef líka fært rök fyrir því að ástandið þurfti ekki að vera svona og get vitnað í hæfustu hagfræðinga landsins af yngri kynslóðinni máli mínu til stuðnings.

Stjörnupenni, rökin þurfa ekki að vera rétt en orðræða milli ólíkra sjónarmiða er hornsteinn lýðræðis.  

Þegar þið Bestu greyin fáið á ykkur rökstudda gagnrýni, þá bregðist þið við með væli, teljið ykkur hafa einkarétt á húmor og húmor sé sú lausn sem tugþúsundir Íslendinga í neyð þurfi til að birti til hjá þeim.  Eins hafið þið fattað að eitthvað sé spillt og rotið og sú mikla uppgötvun teljið þið næga röksemd, því þið kunnið jú alveg að rökstyðja mál ykkar, til að fólk eigi að kjósa ykkur,

Kjósið mig því við erum ekki spillt og við erum fyndin.

Gott og vel en með því gerið þið ekkert annað en að gefa líkkistusmiðunum næði til að slá endanlega utan um þjóð okkar.  Og veistu það Stjörnupenni, þið ófýldu eru líka partur af þessari þjóð, líka vinir ykkar, ættingjar og aðrir þeir sem þið þekkið.

Þess vegna eruð þið skaðlegri en nokkurn tímann spilltasti stjórnmálamaður er í dag, því menn sem stela andspyrnu fólks með fíflaskap, eru mennirnir sem svipta hana von um réttláta  stjórnarhætti.

Því þú stoppar ekki skriðdreka, hvort sem þeir eru úr stáli eða smíðaðir úr þægum Leppum eins og skriðdrekar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í dag.  Hafir þú lesið bókina eftir Kundera, þá ættir þú líka að sjá myndina með þeim Lewis og fegurðardísinni Juliette Binoche  þá áttar þú þig kannski á hvað vonleysi hennar gagnvart skriðdrekum Rauða hersins er keimlíkt því vonleysi sem má finna á tugþúsundum heimila í dag.  

Þegar andstæðingurinn er óvígur, þá er húmor (og kynlíf miðað við myndina) oft eina leiðin til að þrauka af. 

En í dag eru það pappírstígrisdýr sem ógna þjóðinni, þau þurfa eld ekki húmor til að þau fuðri upp og hætti að níðast á þjóð okkar.  Og það er mjög auðvelt að kveikja það bál.  Ef Besta framboðið hefði annað innihald annað en fíflaskapinn, þá væri það öflugur kveikir, en það er eins og það er, það kæfir það litla bál sem þó er byrjað að loga.

Þið eruð ekki spillt Stjörnupenni, þið eruð aum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 08:19

17 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Spurt er..er nóg að vera fyndinn..ja það er allavega betra en að vera heimskur..mitt mat.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 16.5.2010 kl. 10:00

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ægir.

Ekki fengir þú háan einkunn á prófi fyrir þetta svar þitt.  Þannig að kannski ættir þú að sýna heimskum meiri virðingu.

Spurningin var um hvort það væri nóg að vera fyndinn???

Ekki hvort væri betra að vera fyndinn en heimskur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 238
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 5729
  • Frá upphafi: 1327553

Annað

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 5109
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband